mánudagur, október 24, 2005

Fjöldinn er okkar styrkur..

Magnaður dagur. Fór í skólann í dag og gekk út kl. 14:08 ásamt 130 konum, 7 konur sátu eftir í tíma. Kennarinn hélt smá tölu í upphafi kennslu og sagðist ekki hafa vald til að gefa okkur frí en að sjálfsögðu yrði engin kennsla ef allir gengu út. Sjö konur sáu sér ekki fært að yfirgefa staðinn, sögðust ekki vera þessar "mótmælatýpur" og "ég ein og sér geri ekki mikið gagn". (??)
Ég rölti svo með tveimur vinkonum mínum frá Háskólabíó að Hallgrímskirkju og hitti þar mömmu mína, systur og systurdóttur. Þvílíkur fjöldi. Við mæðgurnar urðum hálf klökkar yfir samkenndinni, enda var farið offari í úthlutun á grát-genum í okkur þremur. Þarna voru konur af öllum stærðum og stéttum, ungar sem aldnar sem létu frosthörku og mannmergð ekki á sig fá.. þvílíkur samhugur. Hópur af leikskólakennurum var þarna með skilti sem á stóð: "Ertu vel gift? Hefurðu efni á að vinna á leikskóla?". Mér fannst það sniðugt. Systir mín er leikskólakennari og þegar hún útskrifuðust planlagði útskriftarhópurinn (sem auðvitað samanstóð af konum) að gefa körlunum sínum barmmerki með áletruninni "ég er giftur leikskólakennara". Það þykir nú ákveðinn status, hver þarf stóran jeppa þegar hann er giftur leikskólakennara? nú eða hjúkrunarfræðingi, eða kennara? Nóg að bera barmmerki og þá ertu kominn í stórlaxa-hópinn. Það er gefið mál að eitthvað hlýturðu að vera að þéna fyrst konan þín hefur efni á að vera í svona láglaunastarfi!?!
Seinnipartinn fór ég svo á Ask með góðu fólki að fagna afmæli. Ég mæli með Aski. Salatbarinn einstaklega góður þar og fiskurinn...mmmm. Fullt hús.
En jæja, gott í bili.
Til hamingju konur með vel heppnaðan dag. Konur eru líka menn.

12 Comments:

Blogger Ally said...

hehehe Hulda þú verður að kveikja á spamvörninni:)

október 25, 2005  
Blogger huldan said...

jæja, ég væri nú búin ef ég kynni það!! ;)

október 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ

október 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ Hulda var bara að prufa.
Kveðja þín yndislega uppáhaldssystir ha,ha

október 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ daðurdrottning! Mæli með Idol kvöldi og spili á næsta föstudag í Lækjarsmára 68, skemmtiatriði og veitingar. Be there or I brake up with you!!

kv Pálí

október 27, 2005  
Blogger huldan said...

Ætlar þú persónulega að halda uppi skemmtiatriðum?? that I got to see ;) hehe

október 27, 2005  
Blogger huldan said...

Annars finnst mér að þú eigir ekki að halda mér frá náminu. Viltu ekki að ég nái prófum og geti búið okkur gott heimili í framtíðinni?? ha? Eða ertu bara að nota mig til skamms tíma???

október 27, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

wow...hvað er í gangi hér ???

október 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei..........ég nota ekki kærustur til slíks brúks. Ég tek sambönd mín mjög alvarlega og ætlast til hins sama af þér. Ef þú villt halda í mig þá verðuru að fara að taka þig á. Svo er ég ekki hrifin af því að þú sért að spjalla við einhverja stráka á netinu.....ég er mjög afbrýðissöm týpa.

gæti verið að ég skemmti í kvöld.......kemur á óvart!!

Ástar og saknaðarkveðjur Pálí

október 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu yndið mitt ef þú ætlar að standa undir nafni sem bloggari þá verðuru að blogga MIKLU OFTAR:) hvar eru öfgarnar sem ég kannast við hjá Huldunniminni? lov jú

nóvember 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hej hej Hulda skvísss ;) ég hefði svo vilja upplifa gönguna á kvennréttindardaginn..Þetta kom í go morgen danmark ...ég missti af því að bekkjarsystir mín sagði mér frá því...algjör snilld!!! Áfram konur!!

hafðu það nú gott

Knússs Heiða ..Aðal

nóvember 02, 2005  
Blogger huldan said...

Ég veit ekki hvað varð um öfgarnar!!? Ég er orðin eitthvað svo settleg nú orðið ;)
Ég hitti systur þína í gær Heiða. Mér brá, þú ert að líkjast henni meira og meira. Hélst fyrst að þetta værir þú og fékk hlýju í hjartað mitt "Heiðan mín komin heim". En nei, svo var ekki. En gaman að hitta hana samt, fann alveg smá hlýju við það líka ;) knús knús

nóvember 02, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home