þriðjudagur, október 18, 2005

Jæja þá..

Ég er komin í hópinn. Eftir stanslaust suð systra minna og móður (sem lofaði að lesa bloggið mitt) ákvað ég að láta undan. Ég gæti þó verið of meðvirk í svona blogg-dót. Ég er nefnilega með fullkomnunaráráttu. Annað hvort geri ég hlutina 100% eða bara sleppi því. Yfirleitt sleppi ég því. Þetta gæti þó verið undantekning. Ég er strax farin að hárreita mig yfir að geta ekki breytt upphafstextanum, þ.e.a.s. "Hulster". Fór að skoða blogg hjá öðrum og þá fór annar kvilli að hrjá mig. Samanburðarárátta. Illa haldin af henni líka. Ætli ég bjalli ekki í mér fróðari konur og viðurkenni vanmátt minn. Biðji um hjálp við að gera þetta sómasamlegt.
Annars ætla ég að vera höfðingleg og leyfa komment. Ég þori því alveg. Annað en sumir sem ég þekki (A-r R-a).
Mér líkar ekki liturinn á þessu bloggi. Þunglyndislegur. Ég er mjög lífsglöð og hress stelpa. Meira svona bleik og ljósgræn týpa. Það sagði allavega kona við mig um daginn í vinnunni. Að ég væri bleik og ljósgræn. Hún sá eitthvað meira en við flest sú kona. Þá varð ég montin.
Hef ekkert meira að segja í bili. Bless bless.

17 Comments:

Blogger Ally said...

Huh......... mér finnst eins og þú sért með aðfinnslur út í mig.
Við verðum bara að hittast og redda lúkkinu á þessu dóti. Og setja inn linka, þar sem ég er efsti linkur að sjálfsögðu

október 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já vá, gleymdi alveg linkunum. Mér var reyndar hvergi boðið að setja inn linka. Ætli það sé persónulegt? eða ég kannski bara léleg í ensku? Verðum að redda þessu hið snarasta.

október 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Annars fannst mér sárt að sjá að þú ert ekki búin að adda mér á tengla-listann þinn. Ég sem er búin að vera bloggari í 3 klst., illa tekið á móti nýliðum í þessum heimi ;)

október 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég, Hulda, er sko anonymous hér að ofan. Fokk hvað ég er að klúðra þessu strax!

október 18, 2005  
Blogger Ally said...

Þokkalega að klúðra þessu og fólk verður að sanna sig sem bloggarar áður en ég linka kelli mín. Linka ekki á fólk sem bloggar einu sinni í mánuði.

október 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta blogg er dauðadæmt. Ég er strax búin að gleyma lykilorðinu, get ekki skrifað meira!

október 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með nýju síðunna, vertu nú dugleg að blogga...

október 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæti Hullsterinn minn!!
Oh ég er svo montin af þér........og nafninu sem ég gaf þér.......it's all about me you know...hi hi.
en jæja vertu dugleg að blogga, þú ert frábær penni sé ég.
ætti ég kannski að byrja aftur?? máski?

en ble ble og kiss kiss frá Pálster

október 19, 2005  
Blogger huldan said...

Þetta er komið í lag :)

október 19, 2005  
Blogger huldan said...

Þú átt að byrja aftur Pálster, ekki spurning. Þá getum við linkað hvor á aðra.. "sniðugt hérna hjá henni Pálínu "link"". Ha!!?

október 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

brill hjá þér Hulda að byrja að blogga- vonandi meikar þú mánuðinn og ég er sammála þér með litinn ekki alveg þú.. þú er alltof björt og hrein fyrir þennan svart lit mar....

október 19, 2005  
Blogger Magndís said...

hæhæ sæta

október 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

settu líka ljóðin sem þú ert alltaf að semja inn á síðuna yndið mitt:) Hlakka til að fylgjast með Huldunniminni ;);)

október 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hello
Hulda min bara komin med blogg:) til hamingju vertu dugleg ad blogga ta kannski skelli eg ter sem link inn a mina sidu:) hehe hafdu tad sem best.. Audur osk i usa

október 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa bloggið þitt og það er allt í lagi að vera bleik og ljósgræn.

október 19, 2005  
Blogger ... said...

Velkominn í bloggheiminn, en farðu varlega því það er hægt að gleyma sér yfir fikti í marga tíma ;)(ég tala af biturri reynslu, hehe!)

október 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ skan gaman að þú ert komin með svona böggsíðu ;)

góða helgi honey suger pie

luv Heiða

október 22, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home