laugardagur, nóvember 26, 2005

5 vandræðaleg atvik

Ég hef verið klukkuð. Á að nefna fimm vandræðaleg atvik. Mér er eiginlega orðavant, úr svo mörgu að velja. Ég er ungfrúvandræðalegatvik.is. Pínu Bridget Jones í mér. Ok aðeins meira en pínu. Mikil Bridget Jones í mér. Ég gæti nefnt ótal atvik sem tengjast óhóflegri áfengisneyslu. En ætla að sleppa því. Það er eitthvað svo týpískt.

1. Fyrst ber að nefna mjög vandræðalegt atvik. Gerðist í bíó. Ég nefndi það í klukkinu um tilgangslausar staðreyndir. Það atvik inniheldur stefnumót, svefn og búkhljóð. Ætla ekki að skrifa það allt aftur. Er að reyna að vera settleg dama.

2. Annað vandræðalegt atvik. Það tengist líka búkhljóðum. Karlmaður, hlátur, ótímabært og óvelkomið búkhljóð vegna hláturskasts.
Stundum gerist þetta svona. Alveg óvart. Þó maður sé vakandi. Ok, ekki svo settleg.

3. Eitt enn vandræðaleg atvik. Því tengist Þjóðarbókhlaðan, eyrnartappar, of mikið grænt te, búkhljóð, hlátur í öðrum, ég grunlaus um bombuna sem ég sleppti. Vandræðalegt. Þá roðnaði ég.

4. Hérna er ég orðin ósettleg fyrir allann peninginn. Þessi atvikaskráning er mikil uppljóstrun fyrir mig. Ég verð vandræðaleg þegar ég sé hvað ég er í raun ósettleg stelpa.

5. Síðast en ekki síst ber að nefna þau ótalmörgu niðurlægjandi símtöl sem ég hef hringt. Í margs konar ástandi. Þau óteljandi hallærislegu skilaboð sem ég hef sent. Í stundarbrjálæði. Hef nagað handarbökin eftir á. Viljað stoppa tímann. Grafa holu og fara ofan í hana. Klippa á símalínur. Sprengja Ogvodafone og Símann. Búa til tímavél og fara bara fimm mínútur aftur í tímann. Allt til að hafa ekki ýtt á "send". Eða "call".

Jamm.

Ég klukka Kollu www.kollster.blogspot.com, Jenný www.addiax.com og Ásdísi www.asdissv.blogspot.com.

20 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hihihihi þú ert samt geðveikt kúl sko....og frábær nákvæmlega eins og þú ert sæta...knús mús

nóvember 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki í lagi að prumpa á bókhlöðunni.. það eru allir með eyrnartappa:)

nóvember 27, 2005  
Blogger huldan said...

Jú það er rétt hjá þér. Allt í lagi að láta gossa á hlöðunni. Verst að þessir grænu tappar sem eru seldir hér eru ekki nógu þéttir. Hljóð berst auðveldlega í gegn. Það vandar málið töluvert. Þ.e.a.s. prumpu-mál. Ég heyrði t.d. mjög greinilega í einum í gær.
Þetta er ekki nógu gott.

nóvember 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er þetta með "stundarbrjálæðið"
Mér finnst allavega gaman að heyra þessar sögur

nóvember 27, 2005  
Blogger huldan said...

Þetta er mjög þekkt fyrirbrigði. Mér finnst gaman að heyra þínar og þú mínar. Er ekki bara málið að hafa gaman af þessu? ;)
Hafa smá húmor fyrir sjálfum sér. Ég meina, hvað annað er hægt?

nóvember 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

bwhahahhaha............mér finnst alltaf jafn gaman að heyra prumpi sögur.........sérstaklega því þú segir þær svo vel.........og maður hlær þegar maður tengir er það ekki....hahahhaha

nóvember 27, 2005  
Blogger huldan said...

Prumpar þú? ;)

nóvember 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

klukk á þig ......sjá nánar á síðunni minni...

nóvember 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

´verð bara að segja að hann paul vinur þinn er soldið lost svona........ef ég væri ekki lella væri ég alveg stór móðguð og illa svikin gella núna........

nóvember 27, 2005  
Blogger huldan said...

Æji Paul þjáist af fortíðarblús. Hann er fastur á skeiðinu þegar hann tók þátt í herra heimur. Þó það séu ansi mörg ár síðan.
Sýnið honum umburðarlyndi. Ég bið ykkur. Þetta líður hjá.

nóvember 27, 2005  
Blogger Ásdís said...

Húrra fyrir búkhljóðum....húrra húrra. Finnst ótrúlega gaman að lesa þessar sögur.....en er ótrúúúlega fegin að þú klukkaðir mig ekki hehe ;o) Kannski eitthvað með fullkomnunaráráttuna að gera.....hvað heldur þú?

nóvember 27, 2005  
Blogger huldan said...

Ásdís! Gleymdi að segja þér það. Þú hefur verið klukkuð!! ;)
Muhahahahaha

nóvember 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

kíktu á bloggið mitt...var að klukka þig........

nóvember 28, 2005  
Blogger huldan said...

Sá það. Púff, þetta er svo langt klukk! Geri það í kvöld þegar ég hef tíma :)

nóvember 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Svaraðu nú hinu klukkinu sem þú varst að fá. Mér finnst betra að vita svona furðulega hluti um manneskju sem ég þarf að sitja með alla daga;)

nóvember 28, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Já mér finnst að þú ættir að svara hinu klukkinu og í leiðinni þarf ég auðvita að svara þínu klukki en er komin með einn bókadóm í viðbót :)
knús

nóvember 28, 2005  
Blogger huldan said...

Kolbrún Ósk er bókmenntafrömuður mikill. Legg til að allir lesi bókmenntagagnrýni hennar á www.kolster.blogspot.com
Gott að hafa í huga áður en kaup á jólabókum hefjast;)

nóvember 28, 2005  
Blogger Ásdís said...

Hei.....má klukka eftir að maður er búinn að klukka í fyrsta sinn......hverjar eru klukkreglurnar....sætti mig ekki við svona....svindl

nóvember 28, 2005  
Blogger huldan said...

Klukkreglurnar eru þær að það eru engar klukkreglur! ;)
Muahahahaha

nóvember 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Free [url=http://www.FUNINVOICE.COM]invocing solution[/url] software, inventory software and billing software to conceive masterly invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.

desember 08, 2012  

Skrifa ummæli

<< Home