mánudagur, nóvember 28, 2005

7 klukk

Klukk-æðið heldur áfram. Þetta klukk er mjög langt. Varúð.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
1. Skrifa bók.
2. Ferðast mikið til fjarlægra landa.
3. Taka mastersgráðu í einhverju áhugaverðu.
4. Gifta mig í Kotstrandarkirkju.
5. Syngja fyrir framan fólk.
6. Verða rosalega fit.
7. Verða betri manneskja með hverjum deginum sem líður.

7 hlutir sem ég get gert.
1. Haft húmor fyrir sjálfri mér.
2. Fengið fólk til að hlæja.
3. Verið góður hlustandi.
4. Plokkað og litað augabrúnir á mér og öðrum.
5. Fyrirgefið.
6. Sýnt öðrum umhyggju og ástúð.
7. Búið til plön.

7 hlutir sem ég get alls ekki gert.
1. Farið eftir plönum sem ég bý til.
2. Borðað ólívur og papriku.
3. Keyrt mjög hratt.
4. Tekið til skipulega.
5. Rifist án þess að fara að gráta.
6. Verið fúl lengi.
7. Eldað flókna rétti.

7 frægir sem heilla.
1. Paul John Mckay.
2. Bubbi Morthens.
3. Viggo Mortensen.
4. Colin Firth.
5. Robert Downey Jr.
6. Catherine Zeta-Jones.
7. James Blunt.

7 hlutir sem heilla mig við aðra manneskju.
1. Góður húmor.
2. Manngæska.
3. Gott skaplyndi.
4. Metnaður.
5. Þægileg nærvera.
6. Áhugasemi um mig.
7. Hendur.

7 setningar sem ég nota mikið.
1. "í aaaalvöru".
2. "þetta er áhugavert".
3. "hæ, hvað segirðu".
3. "ok, segjum það í bili".
4. "hringdu svo bara, sama hvað".
5. "djísus, nei, vá".
6. "heyrðu, ég var að spá".
7. "já þú segir nokkuð".

7 hlutir sem ég sé.
1. Tölva.
2. Lampi.
3. Síminn minn.
4. Skólabækur.
5. Prentari.
6. Hólkur fyrir golfkúlur.
7. Poki með ljósaperum.

7 sem ég ætla að klukka.
1. Ásdís.
2. Jóhanna Ara.
3. Magndís.
4. Jenný.
5. Aðalheiður.
6. Jódís.
7. Barbara.

Ég held svei mér þá að ég hafi náð að vera nokkuð settleg í þessu klukki. Ég er hreykin af því. Sko mína.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú ert ekkert smá dugleg að svara þessu sæta mín......

nóvember 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

bara svona til gamans spurðu kollu hvort ég geti sungið....ég get líka alveg tekið ást sem er á disknum hennar Ragnheiðar hihihih ef þú vilt.....skal lofa þér því að þú færð þvílíka gæsahúð...

nóvember 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir að lýsa mér þarna í hvað heillar við aðra manneskju,,,,,:)

nóvember 28, 2005  
Blogger huldan said...

Hahaha! Fær Kolla gæsahúð þegar hún heyrir þig syngja? djí, af fögnuði þá eða? eða hryllingi?
Þú syngur sérstaklega fyrir mig á föstudaginn. Ok? Þú skalt fá að sanna þessa kenningu þína! ;)

nóvember 28, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Já gæsahúð má fá af ýmsum ástæðum og ég mun ekki gefa meira út á það :)
til lukku með að klára 7 klukkið..
þú ert yndi.
þú munt skrifa bók einn daginn.

nóvember 28, 2005  
Blogger huldan said...

Hahaha! Því meira sem ég spái í þessu þá hugsa ég að þetta gæti verið rétt. Þetta með sönginn hennar Lilju og gæsahúðina. Gæti orðið svolítið Idol-ískur-eins-og-strákur-síðast-bragur á þessu. Æji kannski ég trúi þér alveg.. þarft ekkert að sanna þetta fyrir mér sko. ok? ha!
;)

nóvember 28, 2005  
Blogger huldan said...

Minni á bókmenntagagnrýni Kolrúnar Óskar alla daga á www.kolster.blogspot.com
:)

nóvember 28, 2005  
Blogger Ally said...

Get ekki skrifað svona margt um svona mikið. Neibb

nóvember 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hi babe!! Love you!!! Thanks for a great blog!! Hope to see you soon.

nóvember 29, 2005  
Blogger huldan said...

Grunaði það Allý. Þú ert ekki klukk-kona. Setti þig inn til uppfyllingar. Þekki bara ekki fleiri bloggara ;)

nóvember 29, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Sælar sæta mín.
Já ég mæli sko eindregið með japanska viðbjóðinum ...hihihi mjög góð bók. Þú getur sko vel hlakkað til að fara til galdrókallsins..en þetta er ekki bara þægindi get ég sagt þér :)
hihi
ást
kolls

nóvember 29, 2005  
Blogger huldan said...

Ef þetta væru þægindi þá væri það frat! Vil ekki þægindi. Vil alvöru. Vil öskra.

Muahahaha

nóvember 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég þarf að koma mér upp síðu til að geta verið með í öllu þess klukki :) gangi þér vel að lesa fyrir prófin yndið mitt. LOVJÚ
ég er loksins flutt og þú ert velkomin hvenær sem er ástin mín í mat, spjall, smók eða ef þú vilt fara í nuddkarið mitt;)og láta lesþreytuna líða úr þér

nóvember 29, 2005  
Blogger huldan said...

Oj reykirðu Sigga???
Og ertu með nuddkar??
I am on my way! ;)

nóvember 29, 2005  
Blogger Barbara said...

ó my dog... ég er ekki í tölvusambandi þessa dagana nema nokkrar mínútur í einu og mér sýnist á öllu að ég þurfi á fleiri mínútum að halda til að geta svarað þessu klukku ;) En geri það um leið og tölvan kemst í gagnið á nýja heimilinu... þarf fyrst að flytja þangað samt............

nóvember 30, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home