föstudagur, nóvember 25, 2005

Bachelor

Horfði á Bachelor í gær. Eða rósaafhendinguna. Náði ekki meiru, var í vinnunni.
Ég hef haldið með sundstelpunni. Einhver sjarmi yfir henni. Hún er passív.
Hún hafnaði rós í gær. Mér fannst það smart. Hún er kúl. Hún hættir á toppnum.
En ég fór að velta fyrir mér ástæðunni. Nú hefur hún verið hrifin af gaurnum hingað til. Allavega gefið það til kynna. Kannski var hún orðin ástfangin af gaurnum og var að vernda sig tilfinningalega með að draga sig úr keppni núna? Kannski er hún dramadrottning og finnst kúl að vera "the one who got away"? Hún verður það óneitanlega í huga hans, enda lá honum við gráti þegar hún hafnaði rós. Hann er sennilega ennþá að díla við höfnun og mikla sjálfsskoðun, "hvað gerði ég rangt?". Rósa-neitun hennar gerir það að verkum að hinar gellurnar geta aldrei verið vissar. Vildi hann sundstelpuna mest? Er ég second-best? Það vill engin vera second-best.
Kannski fannst sundstelpunni piparsveinninn vera lausgirtur? Ég meina, hver vill strák sem "kúrir" hjá þremur stelpum á þremur kvöldum? Kannski var hún að sýna honum hvar Davíð keypti ölið. Hann rak jú hressu stelpuna fyrir að vera of ágenga við sig kynferðislega.
En mikið hefði verið smart ef gellan með barb-wire húðflúrið hefði sagt nei líka. Litla afbrýðisama dýrið. Þá hefði þátturinn væntanlega fallið um sjálfan sig. Hún var að velta því fyrir sér. En sagði já fyrir rest. Ég varð spæld.

Ég er samt ekkert missa svefn yfir þessu.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá eins og talað frá mínum munni..mér finnst hún geðveikt kúl stelpan sem hafnaði rósinni....jenný er samt alveg að fara í taugarnar á mér.....lifði mig frekar inní þetta í gær hihihih en segji sama svaf samt alveg ágætlega ......hlakka til að sjá þig í kveld ...take care knús mús

nóvember 25, 2005  
Blogger huldan said...

Hún verður fyrsta gellan til að verða bachelorette. Pottþétt!
Ég hlakka ekkert smá til í kvöld, er alveg með spennu-trylli í maganum. Hlakka svo til að borða hollt nammi, hlæja og já.. borða hollt nammi!!! ;) (já og horfa á Idol)

nóvember 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hlakka líka til :) keypti rosalega gott nammi namm :) við erum svo heilsusamlegar hihihihih

nóvember 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

díses hva þetta er hallærislegur þáttur mar.....en samt hann er ekkert smá heppin að fá að kúra hjá þeim wrrrrrrrrrrrrrrr

nóvember 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

auðvitað rústar hún þessu , :) enda svo sæt og fín, smá abbó og pínu óþolandi , en hann kemst að því síðar bara hahahah

nóvember 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir kvöldið sæta snúlla...þú ert alveg algjört æði,

nóvember 25, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

.http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1764
verður að skoða þetta...hélt ég myndi pissa í mig úr hlátri.....

nóvember 25, 2005  
Blogger huldan said...

Takk fyrir kvöldið sömuleiðis. Þetta var frábært :)

nóvember 25, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Manni finnst maður nú undir smávegis pressu verð ég að viðurkenna, þorir varla að fara á netið við ótta að Hulsterinn liggi á þráðlausu línunni og tékki hvort ég kommenti þegar ég skoða síðuna :) hahaha :)
Þú ert yndisleg og ég hlakka strax til næsta föstudags :)
knús

nóvember 26, 2005  
Blogger huldan said...

Hahahaha! Takk fyrir síðast sömuleiðis.
Uppáhaldslagið mitt á disknum er rispað. Diskurinn spilar bara upp að fjórða lagi, svo fer allt í fokk! "Við" (ÞÚ) kannski fiffum það næst! ;) sæta stelpa :)

nóvember 26, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home