Eldamennska - hin nýja ég
Ég eldaði mat í kvöld. Eða svona þannig. Keypti grillaðan kjúkling í Nóatúni. Var samt mjög lengi að gera salatið og þurfti því að hita hann upp. Það kalla ég eldamennsku. Jú svo sauð ég hrísgrjón, mjög holl hrísgrjón. Það er mikið afrek. Miðað við mig. Ég verð að miða við mig.
Núna er tími eldamennskunnar runninn upp. Hulda húsmóðir hefur litið dagsins ljós. Ég ætla að æfa mig, þetta var bara dagur eitt. Ég er nefnilega týpan sem kaupi allt tilbúið (það má samt kaupa tilbúinn kjúkling). Það er dýrt (nema tilbúinn kjúkl.) og yfirleitt frekar (mjög) óhollt (nema tilb.kjúkl.). Ég er fyrir skyndilausnir. En nú verður breyting á. Ég tók meira að segja afganginn af matnum og setti í Tupperware-box. Til að taka með í skólann á morgun. Setti svo grænmeti í annað box og ávexti í sérstakt Tupperware-ávaxtabox. Ég veit ekki hvað er að gerast með mig. Í dag varð ég mjög hagsýn og séð kona. Vonandi verð ég það líka á morgun. Kannski enda ég sem Tupperware-kynningarkona. Það væri snjallt. Enda er ég að spá í að baka gerlaust brauð um helgina og hnoða deigið í Tupperware-hnoðadeig-skál. Það er kannski of mikið. Verð aðeins að róa mig.
Ég gerði annað í dag mjög fullorðinslegt. Ég skráði mig í flokk. Ég vil ekki segja hvaða flokk. En segi þó að pabbi verður mjög glaður en Sigga mjög reið. Eða kannski ekki mjög reið. Pínu svekkt. Það er þó góð ástæða fyrir þessu. Segi hana seinna. Ef vel fer.
Þá munaði örugglega bara mér.
Núna er tími eldamennskunnar runninn upp. Hulda húsmóðir hefur litið dagsins ljós. Ég ætla að æfa mig, þetta var bara dagur eitt. Ég er nefnilega týpan sem kaupi allt tilbúið (það má samt kaupa tilbúinn kjúkling). Það er dýrt (nema tilbúinn kjúkl.) og yfirleitt frekar (mjög) óhollt (nema tilb.kjúkl.). Ég er fyrir skyndilausnir. En nú verður breyting á. Ég tók meira að segja afganginn af matnum og setti í Tupperware-box. Til að taka með í skólann á morgun. Setti svo grænmeti í annað box og ávexti í sérstakt Tupperware-ávaxtabox. Ég veit ekki hvað er að gerast með mig. Í dag varð ég mjög hagsýn og séð kona. Vonandi verð ég það líka á morgun. Kannski enda ég sem Tupperware-kynningarkona. Það væri snjallt. Enda er ég að spá í að baka gerlaust brauð um helgina og hnoða deigið í Tupperware-hnoðadeig-skál. Það er kannski of mikið. Verð aðeins að róa mig.
Ég gerði annað í dag mjög fullorðinslegt. Ég skráði mig í flokk. Ég vil ekki segja hvaða flokk. En segi þó að pabbi verður mjög glaður en Sigga mjög reið. Eða kannski ekki mjög reið. Pínu svekkt. Það er þó góð ástæða fyrir þessu. Segi hana seinna. Ef vel fer.
Þá munaði örugglega bara mér.
13 Comments:
Þú þarft ekkert að elda. Kauptu bara súkkulaði.
Hvaða nammi á ég svo að kaupa handa þér í fríhöfninni ;o)
HAHA. Það er alveg dagur tvö og ég stend enn föst á mínu, ótrúlegt en satt !! ;)
Já Sigga er ekki ánægð með Hulduna sína ef Gísli Marteinn er allt í einu orðinn hennar maður og allir hinir bláusarnir, ég verð að reyna að bjarga þér´úr þessum ógöngum.
"þú ert ekki rassgat til vinstri ef þú skráir þig í fjandans flokkinn" Sigggggga!!!!!!!!!
Nei þú ert til hægri ef þú skráir þig í Sjálfstæðisflokkinn myndi ég halda, hvað er þetta? Hulllllllllda!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég kýs fólk, ekki flokka.
kommnet komment...........ég veit ekki hvað ég á að kommenta......en geri það samt.
Gaman að þú sért byrjuð að elda, hef alltaf fundist þú húsmóðursleg....the perfect wife. Eldar og meira til.......gaman. Ætlaru að skora á mig??
kv Pauly
Fólk virðist halda þetta um mig. Af hverju ætli það sé? Er ég í alvöru svona húsmóðurleg?
sammála pálí...þú ert með svona mömmu lúkk...svo hlýlegt og sætt...knús mús til þín frá mér ......
Velkomin í bloggið kella mín. Sakna þín og er glöð að geta nú kíkt aðeins á þig hérna á síðunni. lov U
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu..
Pauly said:
mér finnst þú góðleg og umhyggjusöm týpa, ekki feit og móðurleg eins og þú heldur. Það er jákvætt að vera góð og umhyggjsöm. Þegar maður kynnist þér betur ertu púki inn við beinið, sem er líka gott. Púkar eru góðir............
Skrifa ummæli
<< Home