fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Væmin í dag

Í dag er ég í fríi frá lærdómi, eftir hádegi. Það er unaðslegt. Slaka á og gera ekki neitt. Fara í langa sturtu og nota öll fínu kremin sem ég á. Setja djúpnæringu í hárið. Andlitsmaska. Ok, ég efa að ég nenni því. En hljómar vel.
Í kvöld fer ég í mat til Siggu minnar. Stelpukvöld. Horfa á Bachelor. En ekki viðurkenna það fyrir neinum því við viljum að fólk haldi að við séum vitsmunalegar. Sem við erum. Oftast.
Siggan mín. Sem ég kynntist í leikskóla. Sigga sem sleikti með mér róluna í frostinu og við festumst. Sigga sem strauk með mér af leikskólanum. Sigga sem æfði með mér skíði. Sigga sem kom til mín fyrir skíðaæfingar og við meikuðum okkur svo við fengum ekki fleiri freknur. Vorum kallaðar meik-klessur. Sigga sem var skotin í strák og ég var skotin í vininum. Sigga sem sendi með mér ástarkveðju í útvarpið. Sigga sem ég hlustaði á ástarlög með. Sigga sem ég var í unglingavinnunni með. Sigga sem ég hef aðeins rifist einu sinni við. Út af ritgerð í 8. bekk. Anna Frank. Slettum drullu á hvor aðra. Á nýju hvítu Levi´s gallabuxurnar. Sigga sem sagði mér að hún væri ólétt. Úti á stétt. Sigga sem á sæta Ásmund Tuma. Sigga sem fann ástina með Gumma. Loksins. Sigga með stóra hjartað. Sigga jafnréttissinni. Sigga fordómalausa. Sigga sem skrifar svo fallegar greinar í blaðið sitt. Sigga sem gaf mér englastyttuna. Sem hvílir nú á réttum stað. Sigga sem hefur verið við hliðiná mér gegnum súrt og sætt. Sigga besta vinkonan. Alltaf til staðar. Sigga sem mér þykir svo vænt um.
Yndislegri vinkonu er ekki hægt að hugsa sér.

17 Comments:

Blogger Barbí said...

Mikið er ég fegin að þú ert að blogga :) Þá fæ ég að kíkja smá inn til þín :D
Þú ert yndisleg!

nóvember 17, 2005  
Blogger huldan said...

Æji þú ert líka svo yndisleg! Ljóshærð, bjarteygð, falleg og yndisleg! Þú mátt kíkja inn til mín hvenær sem er :)

nóvember 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég fer bara að gráta, þú ert bestust og yndislegust, ég elska þig svo mikið og ofurheitt, þú ert alltaf sönn vinkona og alltaf get ég hringt í þig og hlegið eða grátið og alltaf getum við talað endalaust og fíflast eins og fimm ára, þú ert yndið mitt Huldan mín, þú átt stað í hjarta mínu, góðan, fallegan stað LOL JÚ ástin, þín alltaf að eilífu Sigga (ekki E)hehe

nóvember 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta spæta........en falleg orð....verð að kynnast Siggu!!
Ég mun vera með ykkur í anda á morgun.............og þið megið senda mér afmælisstrauma........
Þykir óendanlega vænt um þig Hulli minn.

nóvember 17, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Helló Hulster..Kollster hérna megin. Hefuru skrifað eitthvað áður en þú byrjaðir að blogga ? held nefnilega að það búi einlægur og fallegur penni í þér sem vill brjótast út í meira en blogg..blogg er samt góð byrjun á skrifimennsku :)
knús til þín

nóvember 17, 2005  
Blogger huldan said...

Til hamingju með afmælið Palina Mjöll!
Takk Kolla min, falleg orð til min. En nei, hef ekki skrifað neitt. Fyrir utan astarsögurnar sem eg samdi sem krakki og ætlaði að reyna að selja i Sannar sögur. Var braðþroska, las Fimmtan ara a föstu þegar eg var 8 ara en færði mig fljotlega yfir i Sannar sögur og Eros. Kannski það utskyri viðhorf mitt i S&L i dag?! Þarf að skoða það nanar! ;)

nóvember 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, hvað þetta var fallegt =) Þú ert svakalega góður penni.

Það er alveg nauðsynlegt að eiga allavega eina vinkonu sem veit um manns dýpstu og dimmustu leyndarmál og elskar mann samt, sem betur fer á ég eina svoleiðis, veit ekki hvar ég væri án hennar.

Gaman að lesa bloggið þitt, ég kíki oft á dag í von um að þú sért búin að skrifa eitthvað nýtt;)

nóvember 18, 2005  
Blogger huldan said...

Það er nauðsynlegt að eiga svona vinkonur. Þær geta hreinlega bjargað lífi manns. Ég er svo heppin að eiga nokkrar svona :)

nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæhæhæhæ
stop bugging me!!!!!!

nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hér að ofan er Magga, bara til að hafa það á hreinu :)

nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er með dagatal handa þér!!

http://by109fd.bay109.hotmail.msn.com/cgi-bin/getmsg?&msg=FB849619-69BB-40A0-AA7D-BE9415905F92&start=0&len=2784985&mimepart=5&curmbox=00000000%2d0000%2d0000%2d0000%2d000000000001&a=8becf155c2c56a61c0086eacd13608650afe1d9706b399a2aa9bc1827239363b&vscan=scan

nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

tak for i aften skattepige......du er bare for smukke.......knús mús

nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir að commenta á síðunna mína :) ég og Jan lesum altaf síðunna reglulega, altaf gaman að lesa hvað þú hefur að segja sæta snúlla......

nóvember 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir í kvöld þú ert yndisfríð og altaf svo blíð....

nóvember 18, 2005  
Blogger Magndís said...

Hæ hæ takk fyrir spjallið ;) hehe

nóvember 19, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Halló krútta, finnst þú ættir að vera duglegri að blogga svo maður þurfi ekki að kommenta svona hrikalega neðarlega :)
takk fyrir kommentið Paul minn :)
knús kolls

nóvember 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu memm ? ég á hálfa sígó eftir og þá bara hætt,búin að reykja hálfa og hálfa , spara spara síðasta pakkann .

nóvember 20, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home