fimmtudagur, desember 15, 2005

Áfram Nana!!

Kosningabaráttan í ár


Lesendur góðir.
Nú er spurning um að taka höndum saman og í eitt skipti fyrir öll tala um mikilvæg málefni hér á annars ágætu bloggi mínu.
Þannig stendur á að á morgun fer fram sjónvarpsþátturinn Ædol sá íslenski og þar sem við erum þjóðin sem fær að kjósa þá vil ég ávarpa ykkur svona kvöldið áður en keppninn fer fram.

Það er mér mikið hjartans mál að taka þátt í kosningunni á morgun þar sem elsku vinkona mín hún Nana (Guðrún Lára) er að taka þátt og á svo hrikalega mikið skilið að komast áfram að mínu mati.

Ef þú kýst hana elsku fallegi besti góði lesandi ..... þá get ég gefið þér kosningaloforð (sem er mun áreiðanlegra en þau sem gefin eru á alþingi) um að þú færð að sjá mikið af stórkostlegum karakter í þessum þáttum, hún Nana er svo falleg manneskja innra sem ytra og þú átt eftir að sjá hana brosa framan í þig í myndavélina og syngja með fallegu röddinni sinni þannig að þú færð gæsahúð og langar bara að brosa í marga daga.

Ég kýs Guðrúnu Láru ....en þú ???

Höfundur er Kolla. Ég stal þessu og styð þetta heilshugar. Áfram Nana!

2 Comments:

Blogger huldan said...

900-9007

Ætli þetta sé áróður sem gæti snúist gegn henni?

desember 16, 2005  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Nei það held ég engan vegin...engin áróður hér..bara stuðningur :)
knús til þín og takk fyrir gærdaginn

desember 17, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home