þriðjudagur, desember 27, 2005

Gleðileg jól

Jæja er loksins komin heim í kotið. Í bili a.m.k.
Eyddi aðfangadegi og jóladegi í sumarhúsi fjölskyldunnar í Grímsnesi. Það var yndislegt. Vorum fjögur á aðfangadag, ég, foreldrar mínir og Rósanna systir mömmu. Borðuðum á okkur gat og höfðum það gott. Ég litla barnið fékk möndlugjöfina og var pakkalesari. Stjórnsama konan í mér ákvað að hafa reglu á opnun pakkanna. Þar sem foreldrar mínir eru búnir að stækka bústaðinn og jólatréð var frekar langt frá borðinu sem við sátum við þá ákvað ég að lesa á pakkanna og safna þeim saman við hvern og einn. Svo myndi einn opna í einu og sýna hinum.
Gott plan hjá mér ha!.
ó nei! Ég tók ekki með í reikninginn að foreldrar mínir láta illa að stjórn og elskuleg frænka mín er með alzheimers. Áður en ég vissi af var þetta allt komið í rugl og allir að opna í einu. Ég ákvað samt að halda við planið mitt. Ég tók pakkana hægt upp, einn í einu og sýndi hinum: "þetta er frá Siggu". Rödd mín hljómaði þó eins og músatístur í fuglabjargi. Ótrúlegt að ég þessi lítilláta hljóðláta kona skuli koma úr svona háværri fjölskyldu.
En margar góðar gjafir fékk ég. Mikið fegin er ég að fólkið í innsta hring er búið að átta sig á því að ég nota ekki kynþokkafull silkináttföt. Á nokkur slík ónotuð inni í skáp. Ég fékk tvenn bómullarnáttföt. Önnur með mynd af Snoopy og hin köflótt. Finnst þau algjört æði, hef varla farið úr þeim. Ég fékk stígvél (sem ég valdi sjálf), mjög flott. Ég fékk bækurnar sem ég vildi, Veronika ákveður að deyja eftir uppáhaldið mitt Paulo Coelho og Myndin af pabba, saga Thelmu. Í möndugjöf fékk ég svo Gæfuspor, gildin í lífinu. En þar sem sjálfshjálparbókahillan mín er full er ég að hugsa um að skipta henni. Ætla samt að sjá til. Langar þó að lesa fleiri bækur. Ef einhver á t.d. nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar og er búin að lesa hana þá er ég til. Einnig fékk ég góð og nytsamleg krem, fallegt hálsmen, sápusett úr búðinni hennar Ingu í Bergen, handklæði með vatnsbera-útsaumi, hálfan lampa (of langt til að útskýra), kerti, falleg veski tvö og snyrtipung. Fyndnasta gjöfin í ár var án efa fælan sem ég fékk. Regluleg galdrafæla úr Nornabúðinni. Ég ætla samt ekki að taka fram hvernig fæla það var. Einhver gæti orðið sár.
Á jóladag fylltist sumarbústaðurinn af fleiri fjölskyldumeðlimum. Systir mín og fjölskylda komu sem og móðursystir mín önnur og hennar maður. Átið hélt áfram. Enda erum við matarfólk. Ójá. Ég er svo heppin að í herberginu mínu í bústaðnum er stórt rúm og sjónvarp. Þar var legið eftir matarveisluna og play-station spilað. Ég, systir mín, mágur og börn. Skemmtilegur ávanabindandi leikur um tónlist. Tónlistar-spurningar-keppni. Ég vann að sjálfsögðu í flokki eldri tónlistar en frændi minn í flokki nýrri tónlistar. Það væri gaman að sjá Steina og Kollu etja kappi í þeirri keppni. Enda frótt fólk um tónlist þar á ferð.

Ég vil þakka góðar gjafir, falleg jólakort og kveðjur sem ég fékk. Takk takk góða fólk.

Einnig vil ég bæta við að þó að átið hafi verið hamslaust um jólin og verði það eflaust fram á fyrsta á nýju ári þá tók ég afdrifaríka ákvörðun í gær.
Ég skráði mig í Bootcamp og byrja strax á nýju ári. Ekkert minna en heræfingar sem duga á þessa dömu. Gott plan ha!.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahah hljóðlát........gott að þú fílaðir fæluna......finnst það mjög fyndin gjöf........mér langar líka í boot camp.....er búin að hugsa um það lengi.......verðum hermannalega vaxnar í sumar þá báðar tvær

desember 27, 2005  
Blogger huldan said...

Finnst þér ég ekki vera hljóðlát?;) Já konur sem fara í Bootcamp verða eins og Demi Moore í G.I. Jane. Alveg satt. Ég verð eins og Demi Moore næsta sumar. Alveg satt. Jafnvel fyrr. Alveg satt. Ég lofa!

desember 27, 2005  
Blogger Ally said...

Hey Hulda hvað segir þú um að halda upp á 3 ára afmælið okkar saman? ÞRÁTT fyrir að ég sé með mikið forskot á þig þá get ég nú alveg dokað eftir þér í...... hvað voru þetta nú aftur margir dagar....6 DAGA!!

desember 27, 2005  
Blogger huldan said...

Já vá, mér finnst það snilldar hugmynd. Til í það. Yfirleitt er það ég sem fæ góðu hugmyndirnar. Sennilega hefur þessari ekki hvarflað að mér því ekki datt mér í hug að þú gætir beðið svona lengi. Þetta er fallegt af þér. Við erum að tala um heila sex daga. Næstum viku.
Við verðum að setja saman gestalista. Bjóða kúl fólki í afmælisveisluna okkar.

desember 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

gleðileg jól sæta......hvar, hvenær og klukkan hvað get ég mætt í svona heræfingar..:( langar geðveikt að prófa þetta....bjalla til að fá nánari upplýsingar :) knús mús

desember 27, 2005  
Blogger huldan said...

bootcamp.is

Komdu með. Kílóin renna af og við endum allar eins og Demi Moore í G.I. Jane. Alveg satt. Spurðu bara Magndísi.

desember 27, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

til að svara spurningunni þá NEI mér finnst þú ekki hljóðlát...sorry...þú ert ekkert sérstaklega hávær, en samt alls ekki þessi hljóðláta týpa...hahahah

desember 28, 2005  
Blogger huldan said...

Hey Pálína, ætli við getum reddað singstar fyrir föstudag?
Það væri reglulega grúví.

Ég er viss um að ég sé mjög góð í singstar.

desember 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

já það væri cool

desember 28, 2005  
Blogger Ásdís said...

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér með kaffihúsið....hringi allavega í þig fyrr en síðar :)

desember 28, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home