Æsingur
..í gangi í kvöld. Party & co spilað í góðra vina hópi. Ég, Kolla og Magga saman í liði gegn Lilju, Ásdísi og Pálínu. Needless to say.. við rústuðum þeim. Adrenalínið á fullu. Æsingur. Klapp og öskur. Ég spurði andstæðingana í sífellu: "leiðist ykkur nokkuð?". MUAHAHAHA!! Þær komust ekki að. Ónefndur mótspilari fór og lagði sig meðan á sigurgöngunni stóð. Tek þó fram að það var ekki Pálína. Né Ásdís.
Held að ég hafi hitt jafnoka minn hvað varðar keppnisskap. Kolla. Magga er kúl líka. Pollróleg en eiturþéttur spilari.
Það er langt síðan ég hef hlegið jafn svakalega mikið. Mikið ofboðslega er gaman að spila með skemmtilegu fólki. Ég hló sérstaklega mikið að sjálfri mér í lokin þegar ég var að leika. Kalkúnn og haglabyssa hafa fengið nýja merkingu. Einnig rembast, verpa og flengja. Héðan í frá get ég ekki varist brosi þegar ég heyri þau nefnd. Já ok, þetta er og verður lókal húmor.
Meðan á þessu sjálfhverfu bloggi stendur ætla ég að nota tækifærið og þakka lesendum fyrir árið sem er að líða. Á nýju ári óska ég ykkur gleymsku gegn vonbrigðum, stolti yfir hrósyrðum, friði fyrir asa, létta lund til leiks, skjólvegg gegn áhyggjum og opið hjarta fyrir kærleikann.
Gott nýtt ár.
Held að ég hafi hitt jafnoka minn hvað varðar keppnisskap. Kolla. Magga er kúl líka. Pollróleg en eiturþéttur spilari.
Það er langt síðan ég hef hlegið jafn svakalega mikið. Mikið ofboðslega er gaman að spila með skemmtilegu fólki. Ég hló sérstaklega mikið að sjálfri mér í lokin þegar ég var að leika. Kalkúnn og haglabyssa hafa fengið nýja merkingu. Einnig rembast, verpa og flengja. Héðan í frá get ég ekki varist brosi þegar ég heyri þau nefnd. Já ok, þetta er og verður lókal húmor.
Meðan á þessu sjálfhverfu bloggi stendur ætla ég að nota tækifærið og þakka lesendum fyrir árið sem er að líða. Á nýju ári óska ég ykkur gleymsku gegn vonbrigðum, stolti yfir hrósyrðum, friði fyrir asa, létta lund til leiks, skjólvegg gegn áhyggjum og opið hjarta fyrir kærleikann.
Gott nýtt ár.
6 Comments:
Sæl skan..takk fyrir síðast og minnistæðast hjá mér myndi vera það að rifna...og jú Prik líka :)
Þú ert skemmtilegur leikari og við erum mjög góðir samspilarar...mig dreymdi mjög svo furðulegan draum í nótt..held hann hafi komið út af flengingunum...ahaha
knús til þín og gleðilegt ár
gott að þið gátuð skemmt ykkur, við hefðum getað farið í bíó á meðan þið spiluðuð það var svo langt á milli þess sem við fengum að gera,,,,, verð samt að viðurkenna að seinni helmingurinn var betri....og takk kærlega fyrir að kitla hlátur taugarnar ;) takk fyrir gærkvöldið eða svona mestan hluta af því hihihihihihi knús mús ...
Haglabyssan er ógleymanleg ;) hlæ inní mér hérna í vinnunni bara við tilhugsunina.
Gott að þú ert búin að jafna þig Lilja mín ;) Þú áttir nú góðan leik þarna þegar ég dró mig í hlé. Þá fékk ljós þitt að skína. Sérstaklega var haglabyssan góð ;) hehehehe
takk fyrir kvöldið....brjálæðislega fyndið...þú fékkst þínar 15 minutes of fame í lokin..og notaðir þær með glæsibrag. Held að þú ættir að leggja fyrir þig leiklistina....gerum þetta aftur....
spank spank
Pálí
Ég sakna eiginlega þessarra fimmtán mínútna. Verð að endurtaka þetta. Gaman að baða sig í aðdáun annarra.
He hhe hee jamm.. ok hógværð er ekki mín sterkasta hlið.
hæ sæta...takk fyrir árið. Þú ert æðisleg í alla staði. Frétti af þér í svaka stuði á balli í gær hehe. Heyrumst fljótlega og vonandi eigum við eftir að eiga fullt af góðum mómentum (fame or no fame) í ár.
Skrifa ummæli
<< Home