fimmtudagur, janúar 19, 2006

bridgetjones.is


Fór á Jarhead áðan með Bootcamp-hópnum. Mæli með þeirri mynd. Sérstaklega ef þú ert kona. Eða hommi. Það útskýrir sig sjálft við áhorf myndarinnar.
Aftur að Bootcamp. Ég elska Bootcamp. Við hlaupagellan keyptum okkur boxhanska um daginn, rosa flotta. Ég mætti með þá í tíma á mánudaginn, tilbúin í slaginn. Utan um hanskana er fín taska með handfangi. Ekki falleg kannski, en vissulega brúkvæn. Taskan féll ekki alveg í kramið hjá fólki. Ég var höfð að háði og spotti. "Hey Hulda, ég get alveg lánað þér ferðatöskuna mína undir hanskana" og fleiri háðsglósur gullu við og þá sérstaklega frá hlaupagellunni og góðu löggunni. Ég lét það samt ekki á mig fá. Þetta sveiflar mér ekki. Ég mæti fílefld með töskuna aftur á morgun. Læt mynd af hönskunum og töskunni fylgja með. Finnst einhverjum e-ð að þessari tösku? Það er ekkert að þessari tösku. Held að þetta hljóti að vera afbrýðisemi í fólki.

Þar sem ég er orðin íþróttakona mikil þá fór ég í Intersport í dag. Rosa útsala í gangi. Varð heldur betur kát þegar ég sá að Bootcamp-félagi vinnur þar. Hressa týpan ég ákvað að heilsa honum að hermannasið, fannst það vel við hæfi. Enda nýbúin á skokk-æfingu og nokkuð hátt uppi sökum kæti. Hann stóð talsvert langt frá mér en sá mig og ég segi hæ. Set mig svo í stellingar, skelli hælunum saman og ber hönd upp að enni, eins og góðum hermanni sæmir. Þá var gaurinn bara búinn að snúa sér við. Sá ekki hermannakveðjuna. En það sáu hana ALLIR aðrir í búðinni. Sumir flissuðu. Ég bar mig vel. Þóttist vera að klóra mér á enninu. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt. En ég er svo sem vön vandræðalegum uppákomum.
Þetta var bridgetjones uppákoma mín í dag.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahhahah...........hey ég fíla hermenn og töskuna!! Ekki láta neinn segja þér annað....þú ert cool Mrs Jane!!

janúar 20, 2006  
Blogger huldan said...

ÉÉEEEEg veit!!!

Finnst þér ég samt ekki sniðug að setja svona myndir inn? rosa klár, fattaði alveg sjálf hvernig á að gera það. Sem er gott miðað við mig. Ég get auðvitað bara miðað við mig.

janúar 20, 2006  
Blogger Magndís said...

Fyndin saga, eg se tetta alveg fyrir mer. :)

janúar 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahha Góð :D Ég hefði viljað sjá þetta móment, enda lúmst gaman þegar aðrir gera sig að pínu Fíbbli ;)

janúar 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hey kúl taska ;) enda ertu endalaust kúl sæta ;)

janúar 20, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Halló krútta...nú finnst mér alveg valið tækifæri til að blogga smá um skvass ferðina okkar í dag ...en samt ekkert vera að gefa of mikið upp takk ;) þú veist hvað ég á við !!!
knús

janúar 20, 2006  
Blogger huldan said...

Vá takk fyrir að segja töskuna kúl. Það þýðir að þú ert kúl ;)

Já Kolla ég ætti kannski að blogga um skvassferðina. Held ég geri það bara, svei mér þá.

janúar 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home