miðvikudagur, janúar 11, 2006

Drottningarnar

Mikið svakalega er gaman í Bootcamp. Algjör snilld. Ég er svo hrifin af þessu að ég ætla að kaupa mér árskort. Virkilega skuldbinda mig. Þetta er erfiðasta líkamsrækt sem ég hef tekið þátt í en jafnframt sú skemmtilegasta.
Við hlaupagellan erum gott team. Enda kallaðar drottningarnar af góðu löggunni. "Nei sko, sjá drottningarnar.. og málið er dautt" kveður í eyrum okkar þrisvar í viku. (Hlaupagella ekki reyna að andmæla þessu, þetta hljómar mjög kúl..OK!?)
Þjálfarnir eru tveir, annar góður og hinn ..tja.. ekki alveg eins blíður. Æfingarlega séð þá. Báðir rosa næs gaurar.
Í dag gerðum við armbeygjur Á TÁNUM á móti hvor annarri ofan á bolta. Eða áttum að síga niður á boltann og færa hann svo á milli okkar án þess að setja hnén í gólfið. Við áttum að gera tíu sett. Allir kláruðu á undan okkur (sem segir ekkert um hæfni okkar, einungis vandvirkni) og ég segi heiðarlega við þjálfarann að við séum bara búnar með sjö sett. Sem sagt þrjú eftir. Um leið og þjálfarinn (góða löggan) snýr sér við þá bíður hlaupagellan aðeins og þýtur svo á lappir og skipar mér að gera slíkt hið sama. Segir að við séum búnar. Ég er þarna tvístígandi yfir þessum andlega leiðbeinanda mínum og velti fyrir mér hvort hún sé að testa mig. En nei, svo var ekki. OMG! Heiðarleikaprógrammið er greinilega ekki við lýði innan veggja Bootcamp. Ég sætti mig svo sem alveg við það til að byrja með. En ef gellan heldur þessu áfram þá verð ég að taka í taumana.

Eftir þessa uppljóstrun og örugglega blammeringar að mati ofangreindrar konu þá vil ég taka fram að gellan er með þol á við ...hmmm.. hvað er kúl að segja hérna.. þol á við .. æji bara rosalega mikið þol. Hlaupaþol. Algjör hlaupagella. Hundsterk líka. Í alvöru sko. Hún er meira að segja búin að smita mig. Ég er með markmið. Segi nánar frá þeim seinna. En þau tengjast hlaupi. Ætla að fjárfesta í nýjum góðum hlaupaskóm og allt. Langar að fá þessa fullnægingu sem hlaupagellan talar um. Mig minnir allavega að hún hafi lýst þessu sem fullnægingu. Mér gæti þó misminnt. Kannski er þetta bara sóðahausinn minn að tala. En mikið væri það nú smart samt. Ef satt væri.

Hey, orðið er komið. Rafgeymir. Hlaupagellan er með þol á við nýjan rafgeymi. Ánægð með þetta. Virkilega góð samlíking.

2 Comments:

Blogger Kolbrún Ósk said...

Til lukku með daginn litla :)

janúar 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er stolt af þér gullið mitt, þú ert dugleg , klár og yndisleg á alla kanta, lov jú. Áfram þú!!!

janúar 12, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home