föstudagur, janúar 13, 2006

ÁfangiÞetta er mynd af afmælisköku sem Allý bakaði okkur til heiðurs. Ég er að sjálfsögðu nefnd fyrst þó að Allý hafi sex daga á mig. Óþarft að útskýra.
Þetta var mjög vel heppnað afmæli. Ídýfan mín sló í gegn. Að sjálfsögðu. Konur þyrptust að mér og grátbáðu um uppskriftina. Ég gaf hana upp. Alls ekki með semingi. Ég nýt þess að hjálpa öðrum.
Fallegar gjafir fengum við. Ég fékk fallegt leðurhulstur utan um bókina góðu. Gylltan pening með tölustafnum 3 (í rómverskum). Bók um hlaup fyrir byrjendur frá hlaupagellunni. Fallega vísu um engil, þar sem ég á að vera engillinn. Yndislegt. Baðdót, rós.
Skemmtilegt kvöld og góður félagsskapur.

11 Comments:

Blogger huldan said...

æji þetta er í fyrsta skipti sem ég set inn mynd og þetta er e-ð bjagað. Af hverju er textinn svona?

janúar 13, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Æi ég sem attlaði að vera fyrst að kommenta en þá náðir þú því bara sjálf. Gaman að skrifa með þig sitjandi hér í þægilega stólnum og alveg að fíla þig í ræmur ;)
Stendur upp og ert að labba til mín núna...frekar ánægð með að ég sé að kommenta ...
koddu memmér í skvass stelpa þegar ég losna úr flensunni..hlakka til !!!

Knús
Kolla

janúar 13, 2006  
Blogger huldan said...

HAHAHAHAHAHAHAHA!!!

Ekki spurning með skvass. Vertu í góðu prógrammi samt. Ég gæti vakið tapsárar kenndir í hjarta þínu ;)

janúar 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku enn og aftur með daginn :)

janúar 14, 2006  
Blogger huldan said...

Takk takk enn aftur fyrir leðurdótið. Alveg geggjað :)

janúar 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju alla daga ;) takk fyrir síðast , altaf gaman að fá þig í heimsókn krútta....knús mús liljan

janúar 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með áfangan =D

janúar 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Leðurdótið ;) hnéhnééé.. fólk gæti nú misskilið þetta :)

janúar 15, 2006  
Blogger huldan said...

Já jé veid.. kúl ekki satt?!

Leðurdótið hefur svo gott notagildi ;)

janúar 15, 2006  
Blogger BB said...

Til hamingju með áfangann :)
Ánægður með þig, stelpa.

janúar 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða áfanga????????????

janúar 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home