föstudagur, janúar 20, 2006

Íþróttastjarnan..






Vil byrja á því að óska bóndum til hamingju með bóndadaginn. Húrra Húrra. Jamm.

Ég er gjörsamlega lurkum laminn eftir daginn í dag. Bootcamp tíminn (ég veit, skal fara að hætta þessu bootcamp-tali) var sá allra erfiðasti hingað til. Suicide-hlaupin hófust í dag. Djisus kræst mar. Það er algjör dauði. Það var ekki þurr þráður eftir.
Ég læt nokkrar myndir fylgja sem náðust af mér í dag í hita leiksins. Ein af þjálfaranum líka. Þessum linari.

Við Kolla fórum svo í skvass. Kolla er góð í skvassi. Hún er þrælvön og vel gölluð. Með eigin spaða. Það er svalt að vera með eigin spaða. Þetta var ansi gott hjá okkur. Við náðum allavega oft að skjóta kúlunni yfir á hinn völlinn. Það er sko enginn hægðarleikur. Svo rotaðist ég næstum því, skall svo harkalega í vegginn. Stundum horfði ég af svo mikilli aðdáun á kúluna sem ég hafði skotið að ég stóð alveg kyrr og gaf Kollu ekki færi á skotinu. Það var alveg óvart. Í alvöru. Svo hló hún að hljóðunum sem ég gaf frá mér. Þau voru víst ekki nógu svöl að hennar mati. Þema dagsins var uppgjöf og tækni. Svo tekur e-ð annað við í næstu viku. Þetta á að verða a.m.k. vikulegt.
En vil endurtaka að Kolla er mjög góð í skvassi. Hún á líka alveg rosa flottann Nike brúsa. Ég öfunda hana. Ég vil svona brúsa. En aftur að Kollu. Hún er rosa player. Góð tækni hjá henni og snerpa. Enda er hún sko.. bíddu hvernig orðaði hún þetta aftur, best að nota hennar eigin orð.... svo ofsalega mikil íþróttastjarna í sér.. náttúruleg íþróttastjarna, það var málið. Ég skal nú aldeilis segja ykkur það. Ekki svo amalegt. Í þriðja sinn vil ég endurtaka að Kolla, Kolbrún Ósk Skaftadóttir, er náttúruleg íþróttastjarna og alveg svakalega góð í skvassi. Þetta segi ég ekki af því að hún bað mig um það. Ég segi þetta af því að ég meina það.

4 Comments:

Blogger Kolbrún Ósk said...

Sælar.

Takk fyrir hrósið, auðvita sagði ég þér ekki að segja þetta , það er ekki nema eðlilegt að þú þurfir að tjá þig um þetta eftir daginn okkar í skvassi :) hahahaha
verst að uppgjöf hljómar soldið illa svona á prenti..við vorum senst að æfa að gefa upp boltann..ekki að gefast upp :) hihihi
Hlakka til næst sæta

janúar 20, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

En svona að öllu gríni slepptu þá var gott að ná smá one-on-one tíma með þér og öskra, brenna, og hlægja saman :)
þykir vænt um þig boot-camp-skvass-íþróttahetja

janúar 20, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Svo ertu líka fyndin snillingur.

janúar 20, 2006  
Blogger huldan said...

Ég gleymdi að minnast á úber kúlu Casall íþróttabuxurnar þínar. Smart hvernig þær sitja á mjöðmunum sem gerir línur fallegar. Ég vil svona buxur.

Annars finnst mér uppgjöf töff. Upp-gjöf.

Gaman að öskra saman svona tvær. Án þess að hafa hitt liðið alltaf með. Þær eru svo sem ágætar. Hinar sko. En geta ekki öskrað svona eins og við. Held samt við verðum að passa keppnisskapið þegar við erum orðnar betri í skvassi. Ég held ég geti nefnilega orðið mjög góð í skvassi. Þú gæti tekið því illa. Ég vil samt ekki stela þrumunni þinni því mér þykir vænt um þig. Gæti því tónað mig aðeins niður. Leyft þér að .. þú veist... vinna stundum.

Ætlarðu að lemja mig núna eða ég eftir??

Sæta mín ;)

janúar 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home