Töff..

Í dag er ég ákaflega þakklát kona. Var það líka í gær. Vinn hörðum höndum að því að verða það líka á morgun. Jafnvel hinn líka. Þakklætis felst í ýmsu. Gefa gera gefa gera gefa gefa gefa og gera.
Ég varð mjög glöð þegar ég sá að vinir mínir í Brokeback mountain fengu tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. Heath fyrir aðalhlutverk og góðvinur minn Jack fyrir aukahlutverk. Skil það samt ekki. Í mínum huga voru þeir báðir aðal. En Heddi er sennilega frægari en Jobbi, og sá síðarnefndi líður fyrir það.
Þó að Heath sé fínn gaur þá held ég samt með vini mínum Philip Seymour Hoffman sem er einnig tilnefndur fyrir aðalhlutverk. Einmitt í myndinni Capote, sem ég bíð spennt eftir að sjá. Þvílíkur snilldarleikari. Hann er uppáhalds. Numero uno.
Munchen fær einnig tilnefningu sem besta myndin. En það vill svo skemmtilega til að ég er að fara að sjá hana í kvöld. Gaman gaman. Svo kemur Walk the line í bíó þann þriðja feb, og Good night and good luck þann fjórða. Capote kemur svo síðar í mánuðinum. Ég ætla að eyða febrúarmánuði í kvikmyndahúsum landsins.
Eins fær Síðasti dalurinn í bænum tilnefningu sem besta stuttmyndin. En Jón Sigurbjörnsson fer einmitt með aðalhlutverk í þeirri mynd.
Ég vil benda á ótrúlega færni mína í að copy/paste. Framför.
Þó banna ég fólki að stela myndununum af Heath, Jake, Philip og Nonna.
Þær eru úr einkasafni mínu og hafa tilfinningalegt gildi.
3 Comments:
Þessa færsla er egóbrjótur.
Takk fyrir að skrifa nýja færslu, ég er svo mikil pempía að ég meika ekki að sjá klósett. Ég er mjög sátt við að þeir séu tilnefndir, mér finnst að Heddi ætti að vinna, hann var rosalega góður. Afhverju er þessi færsla egóbrjótur?
Linkarnir virka ekki mar... ekki allir!
Skrifa ummæli
<< Home