laugardagur, febrúar 25, 2006

Skemmtilegheit


Svona skemmta nördar sér á föstudagskvöldi. Hópast saman og horfa a Idol, alveg að drepast úr spenningi. Á þessu augnabliki stóð valið milli Nönu og Eiríks og spyrlar að teygja lopann áður en tilkynnt var hver færi á gólf og hver héldi pottþétt áfram. Spennan í hámarki. En að sjálfsögðu heldur Nana litla áfram, enda þruma kvöldsins. Við fögnum því. Til hamingju Nana.


Hér eru Þórður og Pálína. Þórður er eini karlkyns meðlimur klúbbsins, enda viðhengi. Í gær var hann leystur út með idol-derhúfu og idol-skvísu í því tilefni. Til gamans má geta að Þórður hefur verið tilnefndur leikmaður mánaðarins á mega.is. Við hér á hulster óskum honum og konu hans innilega til hamingju með þá tilnefningu. Vonum að sigurinn verði ykkar.

Hringnum var svo lokað í morgun en þá fórum við Auja á tveggja tíma útiæfingu. Hlupum upp brekkur, skriðum á maganum eftir stíg, gerðum hóparmbeygjur, hoppuðum jafnfætis yfir grindverk, sprettum yfir stífluna í Elliárdalnum, gerðum froska (Urrr..) og margt margt fleira rosalega erfitt sem mjög mjög fáir geta.

Nei þetta er ekki Auja að gera armbeygjur. Eða hvað? Æji ég held ekki. Ekki langt frá því samt. Nei þetta var að sjálfsögðu fíflaskapur. Djóóók. (hún er nefnilega aðeins viðkvæm fyrir armbeygjunum, hefur fengið á sig harða ádeilu frá eiginmanni sem segir hana ekki gera þær rétt. Þau æfa sig sko á kvöldin heima hjá sér. En ekki hafa hátt um það.)

Góða helgi.
Bless.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Klukk

Fimm nördalegt um mig: (úff ég er svo fáguð að þetta verður erfitt)

1. Einu sinni var spennt fyrir strák. Hafði hitt hann tvisvar og fékk sms frá vinkonu minni sem spurði mig hvernig mér litist á hann. Ég var talsvert hátt uppi og frekar mikið spennt og svaraði henni samkvæmt því. Lýsti yfir hrifningu minni á þessum gaur en sagði þó að hann hefði einstaklegan slæman smekk á skóm, en það mætti nú redda því. Hann var mér það ofarlega í huga þegar ég skrifaði sms-ið að í fljótfærni minni sendi ég honum það, í stað vinkonu minnar. Ég get ekki lýst líðan minni þegar ég fattaði það. Hann hringdi strax til baka. Það fljótt að ég var ekki búin að spinna sögu. Ég reyndi að klóra í bakkann, sagði að vinkona mín hefði verið að djóka. Sem hefði e.t.v. verið gjaldgengt ef ég hefði verið 15 ára, ekki 25. Hann keypti það ekki held ég. Held hann hafi orðið smeykur vegna blóðheitra lýsinga minna á áhugasemi minni og kannski gekk ég fulllangt með að segjast vilja giftast honum. Ég hitti hann allavega ekki oft eftir það.

2. Einu sinni var ég í áramótagleði á skemmtistað. Töluvert áfengi var innbyrgt. Ég átti það til að verða fyrir persónuleikatruflun þegar mikið áfengismagn var komið í líkama minn. Þetta kvöld var ég trommari í hljómsveit. Rokkstjarna. Ég skildi lítið í því af hverju hljómsveitin var að spila án mín. Reyndi að príla upp á sviðið án árangurs, var alltaf ýtt aftur niður. Þegar hljómsveitin tók sér hlé sá ég mér leik á borði. Fór upp á svið og byrjaði að tromma. Sem aldrei fyrr. Ég var þó fljótlega ónáðuð af dyraverði sem dró mig niður. Ég vissi að hann væri bara afbrýðisamur út í tromm-hæfileika mína. Beið færis og fór aftur upp á svið. Trommandi eins og geðsjúklingur. Aftur kom hann. Aftur fór ég upp. Aftur kom hann. Aftur fór ég upp. Aftur kom hann. Aftur fór ég ekki upp. Og ekki inn. Bara út á stétt. Lok og læs. Dóni.

3. Ég verð að vera heiðarleg. Það var ekki bara Allý. Ég líka sendi Nonna og Manna ástarbréf og bað þá að vera pennavini mína. Hringdi svo heim til þeirra og gerði símaat með vinkonum mínum. Oft. Mjög oft.

4. Ég hef oftar en ég vil muna gengið á sundlaugarbakkanum með klósettpappír límdan við lærið. Sest inní ranga bíla þegar ég er sótt. Prumpað á óviðeigandi stöðum. Heilsað fólki og talað við það en svo áttað mig á því að ég er að rugla þeim saman við einhvern annan. Látið blóðhitann hlaupa með mig í gönur og hagað mér kjánalega. Fellt niður heilan dósarekka í stórmarkaði. Dottið. Gengið með pilsið girt ofan í sokkabuxurnar að aftan. Gleymt mér og sungið of hátt með lögum sem hljóma í verslunum.

5. Ég tek ekki þátt í þessu lengur. Er einfaldlega of fáguð til þess.

Ég klukka Pálínu, Kollu, Lilju, Ásdísi, Magndísi,Jenný, Hönnu, Auði, Allý, Ástu frænku og Bubba byggir. Ég klukka bara eins marga og ég vil. Þetta er mitt blogg.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Nonni og Manni


Allý vinkona mín á það til að gera neyðarlega hluti. En ég er umburðarlynd kona. Ef það er eitthvað sem ég hef lært á síðustu þremur árum, þá er það aukið umburðarlyndi. Þess vegna dæmdi ég hana ekki þegar hún tók mynd af Nonna og Manna á kaffihúsi síðasta föstudag. Mér fannst það bara pínu krúttlegt.
Sagan er sú að við Auja og Allý sátum á kaffihúsi á föstudaginn þegar þeir koma þangað saman. þeir Garðar og Einar. Þó Allý sé dreifari þá þekkti hún æskuástirnar sínar undir eins. Enda er hún enn hún þekkt í plássinu sínu sem gellan sem sendi þeim ástarbréf í gríð og erg. En nóg um það, okkur þykir vænt um hana samt. Ég rétt kannaðist við gaurana en Auja, sem var komin í unglingalandsliðið í golfi 11 ára, hafði aldrei séð þættina. Enda upptekin öll kvöld við að ganga í hús og selja klósettpappír og rækjur til styrktar keppnisferðum. Auja benti okkur yfirlætislega á, að hætti Garðbæinga, að þetta væru ekki Nonni og Manni. Hún hélt við værum að rugla þeim saman við Rúnar Frey og Björn Thors, en hún veit bara ekki betur litla skinnið. Enda Garðbæingur eins og fram hefur komið.
Nema hvað. Þeir settust á næsta borð við okkur og Allý gat ekki hamið kæti sína. Enda nýflutt til höfuðborgarinnar og hefur aldrei celebs augum litið. Hún tók upp símann minn og með kjánalegum leikþætti þóttist hún ætla að taka mynd af Auju, sem er saklaus Garðbæingur og brosti sínu blíðasta. En í raun var Allý að taka mynd af Nonna og Manna á næsta borði. Þeir eru orðnir fullorðnir menn en fá þrátt fyrir það ekki frið fyrir ágangi ungpía.
Samt voða sætt allt saman.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Til hamingju skilluru


Til hamingju Ísland með að ég fæddist hér. Ég er hraun mau skilluru.

Já og til hamingju konur. Konudagurinn er í dag. Eða e-ð.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Gúrkutíð

Hefur þú...

(x) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
(x) stolið bíl (foreldranna) -meira svona "fengið að láni"
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum..
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót -meira svona hálfblint
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
(x) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi
(x) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
(x) verið rekin/n eða vísað úr skóla -vísað úr skóla vegna fjarvista, en kjaftaði mig aftur inn samdægurs
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi -of oft
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja -í river rafting í fyrra þegar ég datt útbyrðis
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
(x) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
(x) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
(x) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
(x) kysst einhvern af sama kyni
(x) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
(x) liðið yfir þig
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti -bara óvart

föstudagur, febrúar 17, 2006

Kortarinn


Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Björn Kort,
hann á afmæli í dag.

Í dag varð þessi ungi fríðleikspiltur þriggja ára.
Við hér á hulster óskum honum til hamingju með afmælið og velfarnaðar í lífinu.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Margrét Ó.Ó.



15.02.06. Afmælisbarn dagsins, kvenkyns:
Ljóshærð og bláeygð. Karlmenn snúa sig úr hálslið er afmælisbarn dagsins gengur framhjá, svo mikil er fegurðin. Dillandi hláturinn og fagra brosið bræðir hvern sem er. Sakleysislegu stóru bláu augun vekja eftirtekt og hremma athygli karlmanna. Afmæliskona dagsins er afburðagreind. Sést hefur til hennar kenna fólki stærðfræði í frístundum. Greind hennar hefur þó hrætt margan karlpeninginn sem fær minnimáttarkennd í návist þessarar undraverðu konu. Orðheppin er hún með eindæmum. Lífi margra hefur þessi kona breytt með visku sinni og nærgætni. Hún eignar sér það þó ekki. Enda auðmýkt hennar stærsti kostur. Afmæliskona dagsins er vinur vina sinna. Sést hefur til hennar vaða eld og brennistein fyrir fólkið sitt. Að degi sem nóttu. Ávallt reiðubúin, ávallt klár í slaginn. Þessi kona hefur einstaka nærveru og skemmtilegheit hennar aðalsmerki. Falleg að innan sem utan. Það eru svo sannarlega forréttindi að eiga hana sem vin.

Merkur dagur í lífi afmæliskonu: dagur eftir menningarnótt 2001.

Það sem afmæliskonu ber að varast: extra-tyggjó, handtöskur og örfáir karlmenn.

Til hamingju með afmælið Magga mín. Njóttu dagsins í botn! :)

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Valentínus

Einu sinni var hermaður. Hann var góður maður og rómantískur. Hann drap þó óþarflega marga menn fyrir slysni. Fyrir vikið var honum stungið í fangelsi af óvininum. Lélegt af þeim. Kona ein fór að vitja hans í fangelsið. Hún var falleg og góð. Þau urðu ástfangin. Hún kom og sat á heybagga við bambusrimlana hans og las honum ljóð. Þau gátu þó ekki verið saman vegna þess að hann var hlekkjaður á fótum (með svona stóra þunga kúlu við endann). Þannig átti hann að vera til æviloka. Hann skrifaði henni bréf 14. febrúar. Svo dó hann úr ástarsorg um leið og hann hafði rétt varðmanninum bréfið í gegnum í rimlana. Hann bara dó. Í hlekkjunum, með kúluna.

Þetta er ákaflega sorgleg ástarsaga. En það sem þið vitið ekki er að þessi maður hét Valentínus. Já nú urðuð þið hissa. Fjórtándi febrúar kallast Valentínusardagur því í dag fyrir 500 árum síðan dó fallegur maður úr ástarsorg. Í fangelsi, með hlekki á fótum, lokaður inni í bambusfangelsi. Það gleður þó hjarta mitt að hann náði að senda ástkonu sinni ástarbréfið. Ekki nema varðmaðurinn hafi brennt það. Eða skeint sér á því. Boj nei, það væri ljótt.

Í tilefni dagsins og til heiðurs manninum sem dó úr ást í hlekkjum skulum við vera góð hvort við annað. Verum almennileg, kurteis og ástrík. Fallegt fólk.

it´s times like these you learn to live again
it´s times like these you give and give again
it´s times like these you learn to love again
it´s times like these time and time again


Takk.

WTF ?!

You're An Alcoholic

Time to go back to step one.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Ég man..

Boj það er gaman. Var að koma úr vinnunni. Ég er þakklát. Glöð og þakklát. Þakklát og glöð. Þess vegna læt ég undan þrýstingi væmnu vinkvenna minna og ætla að gera væmin "ég man" lista eins og þær. Byrja á efstu linkunum mínum.. vinn mig niður, enda fram úr hófi skipulögð kona.

Kolla:
-ég man þegar ég hitti þig fyrst. Ráðstefnan. Báðar nýjar.
-ég man eftir mörgu sígópásunum þá helgi og bókinni sem þú gafst mér með fallegu skrifunum.
-ég man hvað ég sagði þér og hvað þú sagðir mér.
-ég man fyrsta fundinn sem við sátum saman og hversu vel þú tókst á móti mér.
-ég man eftir feimnu sætu hugrökku stelpunni sem blómstraði.
-ég man þegar þú hringdir í mig og bauðst mér á kaffihús.
-ég man eftir þér á Ölstofunni gefandi okkur Pálí diet coke. Töffara barþjónn.
-ég man eftir spjallinu, við Pálí spyrjandi þig kjánalegra spurninga.
-ég man eftir sunnudagsfundunum.
-ég man þegar þú leiddir óvænt og hvaða klausu þú last úr einn dagur í einu.. "já EN.."
-ég man þegar þú kynntist Lilju þinni.
-ég man hvað þú varst spennt og hversu mikið þú saknaðir hennar þegar hún bjó úti.
-ég man þegar idol-kvöldin byrjuðu. Mökkreykjandi allar.
-ég man alltaf hversu fyndin þú ert. Húmor að mínu skapi.
-ég man keppnisskapið, skvassið, stóra hjartað, kærleikann, traustið, vináttuna, "nobody fucks with my people", sæta stelpa. Takk.

Pálí:
-ég man eftir þér koma niður stigann haldandi á kaffikönnu. Fús.
-ég man hvað mér þótti þú sæt og öfundaði þig af krullunum.
-ég man hvað mér þótti þú eiga smart kærasta. Alltaf að skipta um hárgreiðslu. Komst svo að því að hinn var tvíburabróðirinn.
-ég man þegar við fórum að hringjast á aldrei tilbúnar með listann og enduðum bara á froðusnakki.
-ég man þegar þú varst leið og við töluðum saman inná baði.
-ég man eftir Ölstofunni og diet kókinu.
-ég man allar kaffihúsaferðirnar skemmtilegu. Dramatík og ekki dramatík. En alltaf diet kók eða kók light. Keðjureykingar.
-ég man þegar við fengum í magann af panda-lakkrís og kynlífstali heima hjá þér.
-ég man þegar við gerðumst menningarlegar og fórum á upplestur.
-ég man þegar ég var á heimleið frá þér og fékk leiðilegar fréttir. Snéri við og við töluðum fram á nótt. Ómetanlegt.
-ég man flissið, við að vera stelpur, strákatalið, við að deila.
-ég man þegar þú óverdósaðir á nikótín-tyggjóinu á kaffihúsinu.
-ég man ferðina sem við fórum í saman og þegar við villtumst. Bara við hefðum getað það.
-ég man body pump tímann sem þú kenndir og ég dáðist að vöðvunum þínum.
-ég man hversu falleg þú varst í útskriftarveislunni þinni.
-ég man hlýjuna, ómetanlegu vináttuna, sætu stelpuna með fallega brosið, ostapoppið, hrokaleysið, traustið, endalausa spjallið um allt og ekkert. Takk.

Jamm, ég er væmin fyrir allan peninginn. Deal with it.

föstudagur, febrúar 10, 2006

ég er hulda, ég er hálfviti

Ég fór í Boot camp áðan og fékk mér svo Myoplex light hristing með bananabragði í Hreyfingu. Þar fékk ég aumingjahroll, svitnaði og líf mitt frá 17-24 ára birtist mér sem hrollvekja. Ég bullaði kjánalega og fór svo í óminniskast. Á svipstundu breyttist líf mitt. Ég verð aldrei söm. Eftir kastið talaði ég látlaust um Brokeback mountain. Ég elska Brokeback mountain. Fallegt.

Þessi færsla er stutt.

Bless bless.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Mannréttindi


Ég á fallegar samkynhneigðar vinkonur. Þær eiga fallegt samband og fallega ást.
Ég vil að þær hafi sama rétt og ég gagnkynhneigða konan.
Ég vil að þær, eins og ég, hafi val. Ef þær vilja gifta sig þá vil ég að þær geti valið hvar þær gera það.
Eins og ég.

Ég styð samkynhneigða í baráttunni um jöfn mannréttindi ýtið hér, nei ekki hér, á þetta feitletraða
Ég hvet alla til þess. Þetta er jú tvöþúsundogsex for crying out loud!!

Fallegt.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Klukkuð af Kollu

Eins gott að bregðast við klukkinu. Annars heldur gellan áfram með þessi lágu hornskot í skvassi. Urrrr..

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á: (horfi lítið á sjónvarp en geri mitt besta til að svara þessu)
-Aðþrengdar eiginkonur. Það segir sig sjálft.
-Idol. En bara í Eiðismýrinni í góðra vina hópi borðandi lífrænt nammi.
-The office. Óþarft að útskýra.
-Judging Amy. Út af ömmunni Maxine, hún er fallegur töffari.

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur. (ekki bestu myndir, bara svona aftur og aftur myndir)
-Shawshank redemption. Góðir leikarar, frábær mynd, gott plott. Einu sinni á ári áhorf.
-Forrest gump. Fór á hana níu sinnum í bíó og horfi á hana annað hvert ár. Algjör perla. Ég fór reyndar líka níu sinnum á Bodyguard með Whitney Houston en hef látið hana eiga sig síðan. Þroskamerki.
-Jerry Maguire. "you had me at hello". Þá langar mig að vera Renée. Fallegt og rómantískt. Annað hvert ár.
-Who will love my children. Eldgömul vasaklútamynd. Hef aldrei grenjað jafn mikið yfir mynd. Þegar fatlaði strákurinn sem enginn vildi fær að fara með bróður sínum. Það er hápunkturinn. Tár renna, ekkasog og nefrennsli ná hámarki. Horfi á hana reglulega. En bara með Stínu.

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:
-Linkarnir mínir, stelpurnar mínar. Sem eru reyndar horfnir núna, eða komnir neðst á síðuna. Ég óska eftir sjálfboðaliða til að hjálpa mér að ná þeim aftur upp.
-isb.is. Í von um að innistæðan hækki á bankareikningi mínum. Að ríkið átti sig á mistökum sínum, meti konu eins og mig að verðleikum. Bæti mér það upp í formi peningagjafar. Það hefur ekki gerst enn. Ég held þó í vonina.
-Heimasíða sem Bubbi byggir heldur úti. Í von um nýja sanngjarna getraun þar sem ljós mitt fær að skína. Það hefur ekki gerst enn. Ég missi þó aldrei vonina, aldrei segi ég.
-Mbl.is. Segir sig sjálft.

4 uppáhalds máltíðir:
-Fylltu kjúklingabringurnar hennar mömmu og með því. Algjört æði.
-Burritos-ið hennar Siggu *hóst* já eða Gumma. Munnvatnsmyndum hefst þegar ég heyri á það minnst. Langar í það fljótlega. Mjög fljótlega.
-Humar. Ég geri ýmislegt fyrir góðan humar. Ýmislegt já.
-Matur sem borðaður er í vikulegum hittingi fjölskyldunnar. Ítalska fjölskyldumunstrið þar sem rifist er um bestu bitana og hver gjammar ofan í annan er fallegt. Ómissandi. Þó vantar elstu systurina sem er orðin bauni. Hún heiðrar okkur þó með nærveru sinni a.m.k. einu sinni á ári. Þá borðum við bara danskan mat sem hún smyglar í gegnum tollinn. Hamburgerryg áleggið var þó að skornum skammti síðast. Kannski hún bæti úr því næst?

4 geisladiskar sem ég get hlusta á aftur og aftur: (ekki býsna flókið, ég á svo fáa geisladiska)
-Diskurinn með laginu. Sem Kolla brenndi fyrir mig og setti í bleikt hulstur með fallegri orðsendingu. Svona eiga góðar kærustur að vera.
-Safndiskur 1 sem Kolla gerði fyrir mig með uppáhaldslögunum. Fallegt.
-Safndiskur 2 sem Kolla gerði fyrir mig með uppáhaldslögunum. Kolla er góð.
-Cleardance clearwater revival. Alltaf í bílnum. ..have you ever seen the rain..

4 manneskjur sem ég ætla að klukka:
-Magndís.
-Ásdís.
-Jóhanna.
-Ásta frænka.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Jáhá..

Your Seduction Style: Sweet Talker

Your seduction technique can be summed up with "charm"
You know that if you have the chance to talk to someone...
Well, you won't be talking for long! ;-)

You're great at telling potential lovers what they want to hear.
Partially, because you're a great reflective listener and good at complementing.
The other part of your formula? Focusing your conversation completely on the other person.

Your "sweet talking" ways have taken you far in romance - and in life.
You can finess your way through any difficult situation, with a smile on your face.
Speeding tickets, job interviews... bring it on! You truly live a *charmed life*


Ég skal nú aldeilis segja ykkur það.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Bankavax..


Var að skoða síðu Baðhússins og rakst á auglýsingu um sársaukalausa vaxmeðferð (æj linkurinn virkar örugglega ekki, ég geri bara mitt besta). Nýjasta æðið hjá stjörnunum. Ég er ekki að kaupa það. Glætan að vax geti verið sársaukalaust. Þetta hlýtur að vera kjaftæði. Ég hef farið í vax. Nokkuð oft. Vax á að vera vont. Gott-vont. Maður á að öskra af sársauka. Bíta í handarbökin. Hárreita sig. Gera Ingu sturlaða. Kætast svo óheyrilega þegar meðferð lýkur og vera hátt uppi í alsælu restina af deginum.
Ég neita að fara í sársaukalaust vax. Harðneita. En kannski verður þetta eins og með debetkortin. Ég neitaði þeim líka. Harðneitaði. Kunni vel við biðina í bankanum á útborgunardegi. Fylgjast með fólkinu. Reyna að ná fyrir fjögur. Spjalla um daginn og veginn við þjónustufulltrúann. Reikna út hversu mikið ég þurfti hverju sinni. Eyddi minna. Þangað til í fyrra. Þá spurði þjónustufulltrúinn minn mig í tuttugasta skiptið hvort ég vildi örugglega ekki debetkort. Kannski fannst henni ég tala of mikið? Nei varla. Ég lét loksins undan. Týndi hluta af sjálfinu í leiðinni. Gekk svo enn lengra síðar á árinu. Fékk aðgang að heimabanka. Núna fer ég ekki lengur í banka. Sakna þess. Veit ekki einu sinni hvernig þjónustufulltrúinn minn skemmti sér á Kanarí um jólin. Þykir það miður.

Ætli ég endi ekki í sársaukalausu vaxi fyrir rest.

Jamm. Heimur versnandi fer.