Bankavax..

Var að skoða síðu Baðhússins og rakst á auglýsingu um sársaukalausa vaxmeðferð (æj linkurinn virkar örugglega ekki, ég geri bara mitt besta). Nýjasta æðið hjá stjörnunum. Ég er ekki að kaupa það. Glætan að vax geti verið sársaukalaust. Þetta hlýtur að vera kjaftæði. Ég hef farið í vax. Nokkuð oft. Vax á að vera vont. Gott-vont. Maður á að öskra af sársauka. Bíta í handarbökin. Hárreita sig. Gera Ingu sturlaða. Kætast svo óheyrilega þegar meðferð lýkur og vera hátt uppi í alsælu restina af deginum.
Ég neita að fara í sársaukalaust vax. Harðneita. En kannski verður þetta eins og með debetkortin. Ég neitaði þeim líka. Harðneitaði. Kunni vel við biðina í bankanum á útborgunardegi. Fylgjast með fólkinu. Reyna að ná fyrir fjögur. Spjalla um daginn og veginn við þjónustufulltrúann. Reikna út hversu mikið ég þurfti hverju sinni. Eyddi minna. Þangað til í fyrra. Þá spurði þjónustufulltrúinn minn mig í tuttugasta skiptið hvort ég vildi örugglega ekki debetkort. Kannski fannst henni ég tala of mikið? Nei varla. Ég lét loksins undan. Týndi hluta af sjálfinu í leiðinni. Gekk svo enn lengra síðar á árinu. Fékk aðgang að heimabanka. Núna fer ég ekki lengur í banka. Sakna þess. Veit ekki einu sinni hvernig þjónustufulltrúinn minn skemmti sér á Kanarí um jólin. Þykir það miður.
Ætli ég endi ekki í sársaukalausu vaxi fyrir rest.
Jamm. Heimur versnandi fer.
7 Comments:
Hefur þú þá farið til Ingu? Sóða stelpa
Að sjálfsögðu hef ég farið til Ingu. Inga er góð. Fáðu númerið..
'Eg hef ekki enta torad ad fara i vax... uff
Vax er ekki fyrir alla. Einungis þá sem þola sársauka. Nema auðvitað sársaukaplatvaxið. Það ætti að vera óhætt.
iss, vax er ekkert mál
Sko Möggu...
ekki maggabati.is fyrir ekki neitt ;)
þetta er bara fyrir alvöru konur :o)
Skrifa ummæli
<< Home