laugardagur, febrúar 11, 2006

Ég man..

Boj það er gaman. Var að koma úr vinnunni. Ég er þakklát. Glöð og þakklát. Þakklát og glöð. Þess vegna læt ég undan þrýstingi væmnu vinkvenna minna og ætla að gera væmin "ég man" lista eins og þær. Byrja á efstu linkunum mínum.. vinn mig niður, enda fram úr hófi skipulögð kona.

Kolla:
-ég man þegar ég hitti þig fyrst. Ráðstefnan. Báðar nýjar.
-ég man eftir mörgu sígópásunum þá helgi og bókinni sem þú gafst mér með fallegu skrifunum.
-ég man hvað ég sagði þér og hvað þú sagðir mér.
-ég man fyrsta fundinn sem við sátum saman og hversu vel þú tókst á móti mér.
-ég man eftir feimnu sætu hugrökku stelpunni sem blómstraði.
-ég man þegar þú hringdir í mig og bauðst mér á kaffihús.
-ég man eftir þér á Ölstofunni gefandi okkur Pálí diet coke. Töffara barþjónn.
-ég man eftir spjallinu, við Pálí spyrjandi þig kjánalegra spurninga.
-ég man eftir sunnudagsfundunum.
-ég man þegar þú leiddir óvænt og hvaða klausu þú last úr einn dagur í einu.. "já EN.."
-ég man þegar þú kynntist Lilju þinni.
-ég man hvað þú varst spennt og hversu mikið þú saknaðir hennar þegar hún bjó úti.
-ég man þegar idol-kvöldin byrjuðu. Mökkreykjandi allar.
-ég man alltaf hversu fyndin þú ert. Húmor að mínu skapi.
-ég man keppnisskapið, skvassið, stóra hjartað, kærleikann, traustið, vináttuna, "nobody fucks with my people", sæta stelpa. Takk.

Pálí:
-ég man eftir þér koma niður stigann haldandi á kaffikönnu. Fús.
-ég man hvað mér þótti þú sæt og öfundaði þig af krullunum.
-ég man hvað mér þótti þú eiga smart kærasta. Alltaf að skipta um hárgreiðslu. Komst svo að því að hinn var tvíburabróðirinn.
-ég man þegar við fórum að hringjast á aldrei tilbúnar með listann og enduðum bara á froðusnakki.
-ég man þegar þú varst leið og við töluðum saman inná baði.
-ég man eftir Ölstofunni og diet kókinu.
-ég man allar kaffihúsaferðirnar skemmtilegu. Dramatík og ekki dramatík. En alltaf diet kók eða kók light. Keðjureykingar.
-ég man þegar við fengum í magann af panda-lakkrís og kynlífstali heima hjá þér.
-ég man þegar við gerðumst menningarlegar og fórum á upplestur.
-ég man þegar ég var á heimleið frá þér og fékk leiðilegar fréttir. Snéri við og við töluðum fram á nótt. Ómetanlegt.
-ég man flissið, við að vera stelpur, strákatalið, við að deila.
-ég man þegar þú óverdósaðir á nikótín-tyggjóinu á kaffihúsinu.
-ég man ferðina sem við fórum í saman og þegar við villtumst. Bara við hefðum getað það.
-ég man body pump tímann sem þú kenndir og ég dáðist að vöðvunum þínum.
-ég man hversu falleg þú varst í útskriftarveislunni þinni.
-ég man hlýjuna, ómetanlegu vináttuna, sætu stelpuna með fallega brosið, ostapoppið, hrokaleysið, traustið, endalausa spjallið um allt og ekkert. Takk.

Jamm, ég er væmin fyrir allan peninginn. Deal with it.

6 Comments:

Blogger Kolbrún Ósk said...

Ég er þakklát fyrir þig.
Takk engill

febrúar 12, 2006  
Blogger Ásdís said...

Mér finnst þú hugrökk að flagga væmninni ;) Aðdáunarvert....

febrúar 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju ísland með að ég fæddist hér ...ég er LILJA TORFA og þið haldið með mér ....

febrúar 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta. Takk þúsund sinnum fyrir falleg orð. Mér finnst þú meiri töffari fyrir vikið. töff að vera væmin stundum!!!
Endless love to you babe

febrúar 13, 2006  
Blogger huldan said...

til hamingju Ísland með að ég fæddist hér.. ég er Hulda Gísla og þið haldið með mér..

febrúar 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu ennþá að semja um mig...er þetta orðin svoldill langur listi....ég man......hún birtist sem dýrlegt ævintýr lalalalalalala....nei segji svona gaman að sjá þig í gær sæta snúlla ...

febrúar 14, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home