þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Klukkuð af Kollu

Eins gott að bregðast við klukkinu. Annars heldur gellan áfram með þessi lágu hornskot í skvassi. Urrrr..

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á: (horfi lítið á sjónvarp en geri mitt besta til að svara þessu)
-Aðþrengdar eiginkonur. Það segir sig sjálft.
-Idol. En bara í Eiðismýrinni í góðra vina hópi borðandi lífrænt nammi.
-The office. Óþarft að útskýra.
-Judging Amy. Út af ömmunni Maxine, hún er fallegur töffari.

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur. (ekki bestu myndir, bara svona aftur og aftur myndir)
-Shawshank redemption. Góðir leikarar, frábær mynd, gott plott. Einu sinni á ári áhorf.
-Forrest gump. Fór á hana níu sinnum í bíó og horfi á hana annað hvert ár. Algjör perla. Ég fór reyndar líka níu sinnum á Bodyguard með Whitney Houston en hef látið hana eiga sig síðan. Þroskamerki.
-Jerry Maguire. "you had me at hello". Þá langar mig að vera Renée. Fallegt og rómantískt. Annað hvert ár.
-Who will love my children. Eldgömul vasaklútamynd. Hef aldrei grenjað jafn mikið yfir mynd. Þegar fatlaði strákurinn sem enginn vildi fær að fara með bróður sínum. Það er hápunkturinn. Tár renna, ekkasog og nefrennsli ná hámarki. Horfi á hana reglulega. En bara með Stínu.

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:
-Linkarnir mínir, stelpurnar mínar. Sem eru reyndar horfnir núna, eða komnir neðst á síðuna. Ég óska eftir sjálfboðaliða til að hjálpa mér að ná þeim aftur upp.
-isb.is. Í von um að innistæðan hækki á bankareikningi mínum. Að ríkið átti sig á mistökum sínum, meti konu eins og mig að verðleikum. Bæti mér það upp í formi peningagjafar. Það hefur ekki gerst enn. Ég held þó í vonina.
-Heimasíða sem Bubbi byggir heldur úti. Í von um nýja sanngjarna getraun þar sem ljós mitt fær að skína. Það hefur ekki gerst enn. Ég missi þó aldrei vonina, aldrei segi ég.
-Mbl.is. Segir sig sjálft.

4 uppáhalds máltíðir:
-Fylltu kjúklingabringurnar hennar mömmu og með því. Algjört æði.
-Burritos-ið hennar Siggu *hóst* já eða Gumma. Munnvatnsmyndum hefst þegar ég heyri á það minnst. Langar í það fljótlega. Mjög fljótlega.
-Humar. Ég geri ýmislegt fyrir góðan humar. Ýmislegt já.
-Matur sem borðaður er í vikulegum hittingi fjölskyldunnar. Ítalska fjölskyldumunstrið þar sem rifist er um bestu bitana og hver gjammar ofan í annan er fallegt. Ómissandi. Þó vantar elstu systurina sem er orðin bauni. Hún heiðrar okkur þó með nærveru sinni a.m.k. einu sinni á ári. Þá borðum við bara danskan mat sem hún smyglar í gegnum tollinn. Hamburgerryg áleggið var þó að skornum skammti síðast. Kannski hún bæti úr því næst?

4 geisladiskar sem ég get hlusta á aftur og aftur: (ekki býsna flókið, ég á svo fáa geisladiska)
-Diskurinn með laginu. Sem Kolla brenndi fyrir mig og setti í bleikt hulstur með fallegri orðsendingu. Svona eiga góðar kærustur að vera.
-Safndiskur 1 sem Kolla gerði fyrir mig með uppáhaldslögunum. Fallegt.
-Safndiskur 2 sem Kolla gerði fyrir mig með uppáhaldslögunum. Kolla er góð.
-Cleardance clearwater revival. Alltaf í bílnum. ..have you ever seen the rain..

4 manneskjur sem ég ætla að klukka:
-Magndís.
-Ásdís.
-Jóhanna.
-Ásta frænka.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert hóst Gummi, segðu bara Gummi þá verður hann voða stoltur og tekur eldamennskuna vonandi bara að sér á hverjum degi :)Ég ætlaði að bjóða þér í þetta í gær því gummi tók upp hakkið góða en við verðum bara að elda handa þér later:)

febrúar 08, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Hæ sæta...
stendur þig vel að vera búin að gera klukkið..verst að ég gaf þér ekki fjóra safndiska svo að ég gæti verið nefnd í öllum fjórum klukkunum í diskatýpunni. en út í aðra sálma..spurning hvort við ættum að skella okkur í sporthúsið eftir vinnu og sjá hvort salurinn er orðin hreinn...nú ef ekki þá verðum við að tilkynna það til "vinkonu" okkar í afgreiðslunni..hihihihiahahaha
knús

febrúar 08, 2006  
Blogger huldan said...

Sigga: Gummi er kokkur góður. Hann má vel eiga það.

Kolla: Gellan fékk prik í gær þegar við komum aftur upp. A.m.k. eftir að ég fattaði að hún var ekki að biðja fólk að votta bankalán. Hún var almennileg þegar hún sá að ég er ekki þjófur og ætlaði í alvöru að borga hundrað kallinn fyrir spaðann. Hún varð líka ekki gröm þegar þú minntist á skítug gólf. Gefum henni tækifæri.

febrúar 08, 2006  
Blogger Magndís said...

Er búin að skella þessu inná. Er samviksusöm..Er þaggi?

febrúar 08, 2006  
Blogger huldan said...

Þú tekur leiðsögn Magndís. Það verður ekki af þér tekið. Ánægð með það ;)

febrúar 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sætasta, fullt af hamburgerryg í haust, alveg satt.
Knús og kossar

febrúar 08, 2006  
Blogger huldan said...

Gott Helga. Við Hjördís vorum einmitt að tala um þig. Við söknum þín. Komdu aftur til Íslands.

febrúar 08, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home