miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Margrét Ó.Ó.15.02.06. Afmælisbarn dagsins, kvenkyns:
Ljóshærð og bláeygð. Karlmenn snúa sig úr hálslið er afmælisbarn dagsins gengur framhjá, svo mikil er fegurðin. Dillandi hláturinn og fagra brosið bræðir hvern sem er. Sakleysislegu stóru bláu augun vekja eftirtekt og hremma athygli karlmanna. Afmæliskona dagsins er afburðagreind. Sést hefur til hennar kenna fólki stærðfræði í frístundum. Greind hennar hefur þó hrætt margan karlpeninginn sem fær minnimáttarkennd í návist þessarar undraverðu konu. Orðheppin er hún með eindæmum. Lífi margra hefur þessi kona breytt með visku sinni og nærgætni. Hún eignar sér það þó ekki. Enda auðmýkt hennar stærsti kostur. Afmæliskona dagsins er vinur vina sinna. Sést hefur til hennar vaða eld og brennistein fyrir fólkið sitt. Að degi sem nóttu. Ávallt reiðubúin, ávallt klár í slaginn. Þessi kona hefur einstaka nærveru og skemmtilegheit hennar aðalsmerki. Falleg að innan sem utan. Það eru svo sannarlega forréttindi að eiga hana sem vin.

Merkur dagur í lífi afmæliskonu: dagur eftir menningarnótt 2001.

Það sem afmæliskonu ber að varast: extra-tyggjó, handtöskur og örfáir karlmenn.

Til hamingju með afmælið Magga mín. Njóttu dagsins í botn! :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú bræddir mig alveg, þegar ég skrifa þetta er ég með tárin í augunum. Takk fyrir þetta og takk fyrir allt. Ég er greinilega að mýkjast í ellinni

febrúar 15, 2006  
Blogger huldan said...

Þú ert greinilega að mýkjast kelli mín. Það er fallegt.

Kannski endarðu eins væmin og ég. Það væri gaman. Gaman saman.

febrúar 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home