þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Nonni og Manni


Allý vinkona mín á það til að gera neyðarlega hluti. En ég er umburðarlynd kona. Ef það er eitthvað sem ég hef lært á síðustu þremur árum, þá er það aukið umburðarlyndi. Þess vegna dæmdi ég hana ekki þegar hún tók mynd af Nonna og Manna á kaffihúsi síðasta föstudag. Mér fannst það bara pínu krúttlegt.
Sagan er sú að við Auja og Allý sátum á kaffihúsi á föstudaginn þegar þeir koma þangað saman. þeir Garðar og Einar. Þó Allý sé dreifari þá þekkti hún æskuástirnar sínar undir eins. Enda er hún enn hún þekkt í plássinu sínu sem gellan sem sendi þeim ástarbréf í gríð og erg. En nóg um það, okkur þykir vænt um hana samt. Ég rétt kannaðist við gaurana en Auja, sem var komin í unglingalandsliðið í golfi 11 ára, hafði aldrei séð þættina. Enda upptekin öll kvöld við að ganga í hús og selja klósettpappír og rækjur til styrktar keppnisferðum. Auja benti okkur yfirlætislega á, að hætti Garðbæinga, að þetta væru ekki Nonni og Manni. Hún hélt við værum að rugla þeim saman við Rúnar Frey og Björn Thors, en hún veit bara ekki betur litla skinnið. Enda Garðbæingur eins og fram hefur komið.
Nema hvað. Þeir settust á næsta borð við okkur og Allý gat ekki hamið kæti sína. Enda nýflutt til höfuðborgarinnar og hefur aldrei celebs augum litið. Hún tók upp símann minn og með kjánalegum leikþætti þóttist hún ætla að taka mynd af Auju, sem er saklaus Garðbæingur og brosti sínu blíðasta. En í raun var Allý að taka mynd af Nonna og Manna á næsta borði. Þeir eru orðnir fullorðnir menn en fá þrátt fyrir það ekki frið fyrir ágangi ungpía.
Samt voða sætt allt saman.

14 Comments:

Blogger Ally said...

Það er nú samt eiginlega síminn sem styður mína sögu. Þetta er síminn þinn sem geymir myndina um aldur og eilífð. Hvers konar kona tekur upp annara síma og myndar á hann??
Samt áhugavert frá mannfræðilegu sjónarhorni að lesa þetta.

febrúar 21, 2006  
Blogger huldan said...

Þetta með símann segir sig sjálft. Ég var sú eina með myndavélasíma.

En það mun gleðja þig mikið að heyra að ég er að vinna í því að koma myndinni á tölvutækt form. Þú getur því fengið myndina stækkaða og haft hana á desktoppinu þínu. Eins og þú ert búin að suða um lengi.

Þetta geri ég bara fyrir þig. Því mér þykir vænt um þig.

febrúar 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

nerds...heheh ég get nú gefið Ally þær upplýsingar að ég var með Manna í skóla og lék með honum og Sveppa úr strákunum í skólaleikriti....beat that. hahaha

febrúar 21, 2006  
Blogger Magndís said...

Hæ ég er farin að halda að allir séu að tapa sér þarna á íslandi.. hefur þetta eitthvað með Sylvíu Nótt að gera?

febrúar 21, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Takk sömó sæta...næst verður það skvass :)

febrúar 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu viss um að þetta voru ekki bara Hommi og Nammi ??? ;) samt geðveikt kúl viltu senda mér myndinni af þeim , eða bara sleppa því ;)

febrúar 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þið eruð klikk.......Auja þú er svo mikið nörd........selja klósettpappír common
Tóku þið í alvöru mynd af þeim, ég var með Einari í skóla og mér hefur aldrei fundist hann sætur bara sorry og eftir eurovision þá finnst mér Garðar ekkert rosalega sætur því röddin fór alveg með kynþokkann

febrúar 21, 2006  
Blogger huldan said...

Já Auja var söluhæst í klósettpappírssölu árin ´88-´92 hjá Golffélagi Garðabæjar. Hún fékk gullplatta með mynd af sér sem hangir í félagsheimili GG.

febrúar 21, 2006  
Blogger huldan said...

Einar er lítið krútt og Garðar er fallegur þegar hann þegir eða syngur.

febrúar 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey stelpur... munið bara að ég veit sönnu söguna um Smaralindarkaffið..... og það sem gerðist þar geymist þar!!!!!

p.s. hvað Begga er þetta sem er með e-h kjaft... ég trúi því ekki að þetta sé Tanilú.. ekki hennar stíl

febrúar 22, 2006  
Blogger huldan said...

Smáralindarkaffi? Þú ert að rugla saman kaffihúsaferðum. Ég myndi aldrei fara í Smáralindarkaffi. Garðbæingar fara í Smáralindarkaffi í flíspeysunum með barnavagnana montandi sig af golfkúlum.

febrúar 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

haha klukk klukk skrifa 5 tilgangslausar staðreyndir (fyndar helst) um þig!! Hvað er lúðalegt við smáralind by the way? cool að búa í kópavogi og hanga í smáralindinni

febrúar 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ok change of plans....það sem við vorum að komast að því hversu svalar við í raun værum. Þá er breyting á klukk skipun...skrifa það 5 nördalegasta sem þú hefur gert.....úff það verður erfitt fyrir okkur......eða ekki

febrúar 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei ekki tanilú. Myndi aldrei orða hlutina svona.


P.s. er líka leynilega ástfangin af Nonna og Manna.

febrúar 28, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home