laugardagur, febrúar 25, 2006

Skemmtilegheit


Svona skemmta nördar sér á föstudagskvöldi. Hópast saman og horfa a Idol, alveg að drepast úr spenningi. Á þessu augnabliki stóð valið milli Nönu og Eiríks og spyrlar að teygja lopann áður en tilkynnt var hver færi á gólf og hver héldi pottþétt áfram. Spennan í hámarki. En að sjálfsögðu heldur Nana litla áfram, enda þruma kvöldsins. Við fögnum því. Til hamingju Nana.


Hér eru Þórður og Pálína. Þórður er eini karlkyns meðlimur klúbbsins, enda viðhengi. Í gær var hann leystur út með idol-derhúfu og idol-skvísu í því tilefni. Til gamans má geta að Þórður hefur verið tilnefndur leikmaður mánaðarins á mega.is. Við hér á hulster óskum honum og konu hans innilega til hamingju með þá tilnefningu. Vonum að sigurinn verði ykkar.

Hringnum var svo lokað í morgun en þá fórum við Auja á tveggja tíma útiæfingu. Hlupum upp brekkur, skriðum á maganum eftir stíg, gerðum hóparmbeygjur, hoppuðum jafnfætis yfir grindverk, sprettum yfir stífluna í Elliárdalnum, gerðum froska (Urrr..) og margt margt fleira rosalega erfitt sem mjög mjög fáir geta.

Nei þetta er ekki Auja að gera armbeygjur. Eða hvað? Æji ég held ekki. Ekki langt frá því samt. Nei þetta var að sjálfsögðu fíflaskapur. Djóóók. (hún er nefnilega aðeins viðkvæm fyrir armbeygjunum, hefur fengið á sig harða ádeilu frá eiginmanni sem segir hana ekki gera þær rétt. Þau æfa sig sko á kvöldin heima hjá sér. En ekki hafa hátt um það.)

Góða helgi.
Bless.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð svona eftir brúnkumeðferðina.....cool

febrúar 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

eheheh ekki reyna að klína mega titlinum yfir á Þórð.....ég veit samt að þú ert ennþá sár að hafa ekki fengið myndbirtingu af þér eftir verðlaunaafhendinguna sem bubbles meistari mánaðarins. Hulda mega ertu kölluð hérna í fyrirtækinu, enda virðismesti viðskiptavinur okkar hjá mega.is. Sætar myndir samt.....það væri gaman að sjá fagnaðarmyndina og myndina af Kollu og Lilju hehe

Takk sæta fyrir gærkvöldið

febrúar 25, 2006  
Blogger huldan said...

Ég er mikils metinn viðskiptavinur hvert sem ég kem. Ég hlakka til að fá sendinguna sem þú lofaðir mér. Gríðarlega spennt. Jafnvel leyfi ég myndatöku með vinninginn. Ef Doddi verður ekki of sár,.. tapsár.
Hann gæti mögulega fengið derhúfuna samt, skal fara milliveginn. Enda auðmjúk stúlka ;)

febrúar 25, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Sælar sæta.

Gaman að sjá svona myndir...við erum æðisleg og þessi hópur er æði. Verðum að finna eitthvað annað til að horfa á þegar Idolið er búið..megum ekki missa þessi kvöld okkar.
Hellingur af knúsi til þín.

febrúar 25, 2006  
Blogger Ásdís said...

Hei ég er búin að kaupa mér svona heyrnatól með áföstum míkrófón....eins og skrifstofu fólk notar....nú getum við aldeilis farið að tjatta á skypeinu :)

febrúar 26, 2006  
Blogger huldan said...

Smart Ásdís. Ég redda mér þessu hið snarasta. Læt þig vita þegar ég er reddí í skype.

Annars var ég svolítið svöl talandi ofan í lyklaborðið síðast ;)

febrúar 27, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home