Valentínus
Einu sinni var hermaður. Hann var góður maður og rómantískur. Hann drap þó óþarflega marga menn fyrir slysni. Fyrir vikið var honum stungið í fangelsi af óvininum. Lélegt af þeim. Kona ein fór að vitja hans í fangelsið. Hún var falleg og góð. Þau urðu ástfangin. Hún kom og sat á heybagga við bambusrimlana hans og las honum ljóð. Þau gátu þó ekki verið saman vegna þess að hann var hlekkjaður á fótum (með svona stóra þunga kúlu við endann). Þannig átti hann að vera til æviloka. Hann skrifaði henni bréf 14. febrúar. Svo dó hann úr ástarsorg um leið og hann hafði rétt varðmanninum bréfið í gegnum í rimlana. Hann bara dó. Í hlekkjunum, með kúluna.
Þetta er ákaflega sorgleg ástarsaga. En það sem þið vitið ekki er að þessi maður hét Valentínus. Já nú urðuð þið hissa. Fjórtándi febrúar kallast Valentínusardagur því í dag fyrir 500 árum síðan dó fallegur maður úr ástarsorg. Í fangelsi, með hlekki á fótum, lokaður inni í bambusfangelsi. Það gleður þó hjarta mitt að hann náði að senda ástkonu sinni ástarbréfið. Ekki nema varðmaðurinn hafi brennt það. Eða skeint sér á því. Boj nei, það væri ljótt.
Í tilefni dagsins og til heiðurs manninum sem dó úr ást í hlekkjum skulum við vera góð hvort við annað. Verum almennileg, kurteis og ástrík. Fallegt fólk.
it´s times like these you learn to live again
it´s times like these you give and give again
it´s times like these you learn to love again
it´s times like these time and time again
Takk.
Þetta er ákaflega sorgleg ástarsaga. En það sem þið vitið ekki er að þessi maður hét Valentínus. Já nú urðuð þið hissa. Fjórtándi febrúar kallast Valentínusardagur því í dag fyrir 500 árum síðan dó fallegur maður úr ástarsorg. Í fangelsi, með hlekki á fótum, lokaður inni í bambusfangelsi. Það gleður þó hjarta mitt að hann náði að senda ástkonu sinni ástarbréfið. Ekki nema varðmaðurinn hafi brennt það. Eða skeint sér á því. Boj nei, það væri ljótt.
Í tilefni dagsins og til heiðurs manninum sem dó úr ást í hlekkjum skulum við vera góð hvort við annað. Verum almennileg, kurteis og ástrík. Fallegt fólk.
it´s times like these you learn to live again
it´s times like these you give and give again
it´s times like these you learn to love again
it´s times like these time and time again
Takk.
1 Comments:
Fallegt ungfrú Valentína....virkilega fallegt...eins og þú
Skrifa ummæli
<< Home