Það er til lausn
Ég fæ oft keðjubréf í tölvupósti. Oft fylgja dramatískar sögur með. Eitt var ansi svæsið. Sögur af fólki sem lenti í bílslysi, missti maka sína og fleira í þeim dúr, bara því þau sendu ekki keðjubréfið áfram. Um daginn fékk ég keðjubréf sem ég átti að senda áfram á fimmtán manns, sem ég vitaskuld gerði, enda hlýðin stúlka. Átti að fá mikilvægasta símtal ævi minnar daginn eftir. Ég er enn að bíða. Í dag er ég hætt að opna svona tölvupósta. Stundum gerist það þó óvart, ef fyrirsögnin er villandi. Ef ég á óandlegan dag þegar það gerist þá á ég það til að skella skuldinni á þann sem sendi mér. Blóta viðkomandi fyrir að koma mér í þessa aðstöðu. Því ekki vil ég lenda í bílslysi eða missa vinnuna. Áframsendi því í gríð og erg.
Á netvafri mínu í kvöld komst ég hins vegar að því að það er til lausn fyrir fólk eins og mig og ykkur sem sendið mér hótandi keðjubréf.. -->sjá hér
Á netvafri mínu í kvöld komst ég hins vegar að því að það er til lausn fyrir fólk eins og mig og ykkur sem sendið mér hótandi keðjubréf.. -->sjá hér
2 Comments:
Hellú....fékkstu ekki tölvupóstinn frá mér varðandi skrifstofudótið??
Já ég fékk póstinn. Hef hins vegar rétt misst af þér á msn undanfarið. Sendi mitt í kvöld eftir vinnu ;)
Skrifa ummæli
<< Home