sunnudagur, mars 26, 2006

Helgarblogg

Kæra dagbók.
Skálholtsferð var aflýst þessa helgi. Fór því í matarboð í Eiðismýrinni á föstudag sem var ekki af verri endanum. Enda Lilja Torfa snilldarkokkur. Kolla er ekki síðri uppvaskari, vaskar upp eins og vindurinn. Idol-gláp eftir það, frekar slappt. Þruman er búin. Við straight stelpurnar kusum samt Snorra. Enda ljóshærður, bláeygður, hávaxinn víkingur. Okkur finnst hann svolítið sætur. Það er aukaatriði hvernig hann syngur. Jamm, svona erum við yfirborðskenndar, þrátt fyrir að vera að nálgast þrítugt óðfluga. Laugardagurinn hófst á bootcamp, sælla minninga. Sextugsafmælisveisla hjá föðurbróður á laugardagssíðdegi. Fallegt veður og grillmatur í góðum félagsskap fjölskyldunnar minnar. Vantaði bara Helgu systur. En hún hringdi samt í miðri veislu, afmælisbarninu til gleði. Það spurði mig engin af hverju ég ætti ekki kærasta. Undur og stórmerki gerast enn. Bíóferð seint á laugardagskvöldi. The Producers. Sat á milli tveggja söngleikjaáhugamanna sem misstu sig úr kátínu meðan ég svaf. Nenni ekki söngleikjamyndum. Ekki síðan Annie, tók út skammtinn þá .. "I love you, I love you, I´ll love you tomorrow..". Sá hana óteljandi sinnum. Á sunnudagsmorgni brast ég aðeins. Að bresta. Skekkjan náði yfirhöndinni. Fyrirgefðu. Aftur. Sunnudagur hjá Heiðu Björk. Skemmtilegt. Skoðuðum barnaföt og ég fann stelpuna sparka. Það var fallegt. Sunnudagskvöld átti að fara í hitting með Heiðu hinni, en hún forfallaðist sökum timburmanna. Dónar þessir timburmenn. Eins gott þeir verði farnir á morgun. Helginni var því lokað með afmæli hjá Jósa, en hann varð einmitt 24 ára. Það sögðu kertin á kökunni a.m.k. Ég gaf honum stórar naglaklippur, súkkulaðikerti og Lakkrís dúndur í afmælisgjöf. Allt í boði Esso.is. Hlaupagellan eldaði (já HÚN eldaði) góðan mat og Speedy bakaði sykurlausar vöfflur. Ég ætti kannski að éta matarplanið mitt svo ég fái ekki skammir fyrir rjómann.
Jæja. Já einmitt. Segjum þetta gott.
Bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home