sunnudagur, apríl 16, 2006

Bryllup frh.


Það vill svo skemmtilega til að dóttirin fann sér líka eitt stykki Hansen. Sá er merktur í bak og fyrir. Danir hafa hafið innreið sína í fjölskylduna og ekki er séð fyrir endann á þeim ósköpum enn.


Hansen hjónin koma í veisluna, Íslmörk. Hestvagninn ekki langt undan.


Daninn ber eiginkonu sína yfir þröskuldinn.


2/3 af börnum brúðarinnar, Gísli og Ólafía Katrín. Móðursystirin ég með þau bæði í vist í gamle dage. Samt eru þau bæði komin með danska maka... og ég þetta ung.. ótrúlegt.


Elsti sonurinn og móðursystirinn. Orðin þreytt, enda langt liðið á kvöld. Ég passaði hann þó ekki í gamla daga, of lítill aldursmunur. Hann er eina barnið sem gæti mögulega sloppið frá Dönum, hin eru gone.

Bryllupspartýið var stórskemmtilegt. Ligeglad. Tjald í garðinum. Grill, bjór og lopapeysur. Sokkarnir klipptir af brúðguma og rúmið þeirra fyllt með hrísgrjónum, sem gerði reyndar að verkum að ryksugan var tekin upp um miðja nótt. Íslendingar í minnihluta sem kom þó ekki að sök, enda stórskemmtileg. Danirnir keluðu mikið, en það vakti undrun okkar. Frjálsir þessir Danir..uss. Annað vakti eftirtekt okkar, Dana siður er að fá sér aðeins eina kökusneið á diskinn í einu, meðan Íslendingarnir fylla diskinn með allskyns sortum. Reyndar tókum við líka eftir að við fórum ekkert færri ferðir en Danirnir að kökuborðinu þrátt fyrir það. Það útskýrir kannski enn eitt sem vakti athygli okkar, hversu grannir Danir eru yfirleitt. Eins hömstruðu Danirnir ekki fría bjórinn, en Íslendingarnir gerðu það hinsvegar. Það útskýrir eflaust því Íslendingarnir vöknuðu með bömmer, en Danirnir ekki.
Gísladóttir-Hansen fjölskyldan hagaði sér þó vel og vaknaði hress og kát við fyrsta hanagal og tróð í sig íslenskum páskaeggjum þar sem slegist var um botninn, enda mesta súkkulaðið þar. Svo var legið á meltunni.. nema Daninn, hann tók til.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hejza tante. nu bliver dette på dansk efterhånden at mit islandsk er lidt sløvt her i tømmermænds timerne efter festen. men ville bare sige at det var en fed fest og genial fortælling af den her på siden.(husker ikke så meget af den sidste del af festen :P)

Kærlig hilsen Gisli

apríl 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lykke með systur þína .. ;) Stórglæsilegt brúðkaup, og enn glæsilegri brúður.

Njóttu danmerkur, og vonandi færðu gott veður. Ég giska á að sólin hafi farið að skína við flugtak hjá mér á fimmtudaginn ;)

Knús frænka, Ásta

apríl 16, 2006  
Blogger huldan said...

Takk takk, endilega bjalladu i mig, gaman væri ad hittast a Islandi, fyrst Danmork er ur sogunni i bili. Numerid er 694-9074.
Vid komum a fostudaginn og ta var frekar kalt. En i gær skein solin en to var ulpuvedur seinnipartinn. Eins i dag, kalt og solarlaust. En fallegt vedur samt sem adur.
Hedan bidja allir ad heilsa Asta, ter og storfjolskyldunni.
Bæ i bili, vonast eftir ad heyra i ter :)

apríl 16, 2006  
Blogger huldan said...

Hej min skøre moster (:
Det er nogle gode billeder du har fået sat ind, men vi er jo også nogle smukke mennesker i vores familie :) Det var et sjovt og anderledes bryllup men vi er jo også en sjov og anderledes familie ! Det har været sjovt at se dig igen, havde næsten glemt din unikke humor! hehe.. Jeg må jo snart besøge jer allesammen på Island, det er jo længe siden :( Så kan jeg tage min Hansen med! Snart vil han hedde Indridadottir :)
Knus & Kram Olafia

apríl 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með systurina. Sýnist að þetta hafi verið alveg frábært hjá ykkur.

apríl 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home