Harðar sperrur (varúð mont blogg)
Ég gæti þurft að hætta við fyrirhugaða Danmerkurferð. Ástæða: Harðsperrur. Ég er gjörsamlega að drepast í lærum og rassi. Þegar ég loks næ að setjast niður, en sú athöfn tekur talsvert langan tíma, þá get ég ekki staðið upp aftur, nema með herkjum. Þrátt fyrir eymsli staulast ég á milli herbergja og geri mig klára fyrir ferðina. Er eins og hamslaus húsfreyja. Sinni sérlegu áhugamáli mínu af kappi: Fataþvotti. Það er nótt og ég er að þvo og ég er kát. Skrýtin skrúfa ég. Skrýtin skrúfa með harðsperrur. Ég bað þó um þær. Get sjálfri mér um kennt. Ég er klöguskjóða. Við Auja ræddum saman eftir einn tímann, nokkuð góðar með okkur. Æfingarnar orðnar of léttar. Talsvert alvarlegt mál. Tókum þjálfarann máli og bárum þetta áhyggjuefni okkar undir hann. Hann er að sjálfsögðu faglegur og tók þetta mjög alvarlega. Það alvarlega að hann tvöfaldaði æfingarnar okkar í gær. Með þessum líka svaðalegu afleiðingum. En við höfðum gaman af. Enda fílum við spesmennsku, það er kikkið okkar, að vera spes. Endað var á spretti í stiga með lóð, 5x5, félaginn beið á meðan í brunstöðu við vegg. Okkur var sagt að gera 8x5, því liðið var á æfingu og ekki þurr þráður á okkur. Þegar áttunda ferðin var komin áttum við fallegt móment, við horfðum í augun á hvor annarri og án þess að segja orð héldum við áfram. Tíu ferðir skyldu það vera, ekkert múður. Að því loknu helltum við vatni yfir hvor aðra og öskruðum og gerðum high five. Nei djók, það hefði verið smart samt.
Annars held ég að nefið á mér sé að stækka. Ég tók eftir því í morgun þegar ég var að plokka á mér augabrúnirnar. Ég reyni eftir fremsta megni að vera heiðarleg, ekki er þetta Gosa syndrom. Ég fór svo í ljós í dag, sem er vissulega í frásögur færandi. Ég geri það ekki nema ca einu sinni á ári, einn tími einu sinni á ári. Veit allt um skaðsemi ljósabekkja, jaríjarí. En allavega, núna í kvöld tek ég eftir að ég hef brunnið. Brunasvæðið er ca 1 x 0,5 cm... á nefinu. Þetta bara staðfestir grun minn um nefastækkun. Ég hefði nú verið sáttari við brjóstastækkun.
Jæja, þá er ég farin að þvo.
Gleðilega páska og allir að vera góðir. Það er fallegt.
Bless í bili.
Annars held ég að nefið á mér sé að stækka. Ég tók eftir því í morgun þegar ég var að plokka á mér augabrúnirnar. Ég reyni eftir fremsta megni að vera heiðarleg, ekki er þetta Gosa syndrom. Ég fór svo í ljós í dag, sem er vissulega í frásögur færandi. Ég geri það ekki nema ca einu sinni á ári, einn tími einu sinni á ári. Veit allt um skaðsemi ljósabekkja, jaríjarí. En allavega, núna í kvöld tek ég eftir að ég hef brunnið. Brunasvæðið er ca 1 x 0,5 cm... á nefinu. Þetta bara staðfestir grun minn um nefastækkun. Ég hefði nú verið sáttari við brjóstastækkun.
Jæja, þá er ég farin að þvo.
Gleðilega páska og allir að vera góðir. Það er fallegt.
Bless í bili.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home