laugardagur, apríl 01, 2006

Hulda - ögn væmin

Mér líður vel. Samt er ég dauðþreytt. Alveg gjörsamlega búin á því. En mér líður alveg svakalega vel. Vaknaði í vinnu í morgun eftir frekar stuttan nætursvefn sökum vorfagnaðar í gær. Vann til hálf fjögur og fór beint í svett. Skítkalt úti. En mikið svakalega var gott að koma þangað og hlýja sér við eldinn. Sameinast ellefu yndislegum konum. Fá indigo gleraugun, en það eru gleraugun mín þetta árið. Ár nýs upphafs. Fara á trúnó með Kristínu Þóru við eldinn. Bera virðingu fyrir náttúrunni og náunganum. Fara inn í hús og dansa. Vera dansinn. Sleppa sér með lokuð augun og vera frjáls. Vera kjánalegur en gefa lítið í álit annarra. Skella sér svo í sundföt og fara í skjaldbökuna. Sitja þar í svitakófi í tæpa þrjá klukkutíma. Fara extra míluna. Segja hausnum að halda kjafti þegar hann segir manni að fara út. Þetta sé of heitt. Kyrja indjánamöntrur eins og maður hafi aldrei gert annað. Leyfa þessu að losna, kveðja, biðja fyrir öðrum, sýna þakklæti. Upplifa ótrúlega hluti, svo magnaða að þeim verður ekki komið í orð. Hlaupa svo á sundfötunum út í 5 stiga gaddinn beint ofan í volgan pott. Hlýja sér við eldinn. Vera svangur sem aldrei fyrr eftir sólarhrings föstu. Hlaupa upp í hús og klæða sig. Fá bananadrykkinn og skófla í sig grænmetissúpunni og spelta brauðinu. Rölta um húsið sem er eins og ævintýrahöll. Hver veggur listaverk. Hver einasti smáhlutur sögulegur. Sitja í stofunni eftir matinn. Njóta samverunnar. Þykja óendanlega vænt um vinkonur sínar. Allar hátt uppi en svo þreyttar og sælar. Fá spádóm. Koma heim og upplifa þægilega líkamlega og andlega þreytu. Endalaust þakklæti. Endalaus gleði. Fara að sofa. Já ég er farin að sofa. Allir að muna að vera góðir við náungann. Við megum ekki annað. Kærleikurinn lifi. Góða og blessaða nótt.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir síðast...þetta var alveg magnað , ótrúlega þreytt í dag en alveg endurnærð eftir þetta hlakka til að fara næst ...knús til þín sæta

apríl 02, 2006  
Blogger huldan said...

Að mánuði liðnum förum við aftur. Ég sagði það við gaurana þegar við kvöddum. Það verður einfaldara að hóa saman næst, er með nokkrar úr bootcampinu sem vilja prófa.

apríl 02, 2006  
Blogger Ásdís said...

Ég þarf greinilega að prófa þetta svett dæmi...

apríl 02, 2006  
Blogger huldan said...

Já það þarftu svo sannarlega að gera Ásdís. Upplagt í sumar. Þú sameinast okkur í allsherjar svetti á fallegu sumarkvöldi.

apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er virkilega til í að prófa þetta svett þetta er greinilega upplifun :)...

apríl 03, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home