miðvikudagur, apríl 26, 2006

Loft

Á lítilli loftlausri skrifstofu í stórri heilbrigðisstofnun hér í bæ hafa konur komist að því að aspartam er eitur.

Ástæða komu: Kviðverkir.
Saga: Sjúklingar hafa verið í afneitum og talið sér trú að sykurlaust nammi væri hollt. Þessu fylgja miklir magaverkir sem gera að verkum að ólíft/óvinnuhæft er í loftlausa skrifstofuherberginu.
Skoðun: Kviður er þaninn. Heyra má greinileg garnahljóð.
Meðferð: Sykurlaust Mentos víkur fyrir eplum. Sykurlaust Lakerol víkur fyrir gulrótum. Jafnvel sykurlaust Extra verður að fjúka.
Sjúkdómsgreining: Vindverkir sökum Aspartame overdose.
Útskrift: Heim. Ráðleggingar læknis: Aspartame is a product that is generally regarded as safe but recently it has been discovered that it have many side effects. Those side effects include abdominal pain and stomach ache. Stay away!

Hey, ég er víst fáguð dama!!
Jú víst.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ástæða endurkomu: Vindverkir sökum mikils eplaáts.
Greining: Eplaofát H22.8
Meðferð: Borða nógu mikið ekta súkkulaði :)

apríl 27, 2006  
Blogger huldan said...

Þú ert fyndin læknaritari Hjördís P, HP.

Það verður leiðinlegt að missa þig í dreifaraland..

apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

dreifaraland hvað?? sko þú verður nú bara taka rúnt austur einn góðan veðurdag og ég kenni þér að drekka bjór eins og góðum rússa sjómanni sæmir ;)

apríl 27, 2006  
Blogger huldan said...

Já tími til kominn að einhver kenni mér að drekka rétt...

apríl 27, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home