miðvikudagur, apríl 05, 2006

Miðvikudagur til mæðu..

Nei djók. Miðvikudagur til meðferðar. Nei usss. Miðvikudagur til myndbanda.
Hér hressilegt myndband fyrir hressa fólkið.


Miðvikudagur til hármonts. Hárið á mér er æðislegt. Ástæða? Ég fékk gjöf í hólfið mitt í vinnunni. Sjampó og hárnæringu. Lét það bíða þar vel og lengi. Hélt að einhver hefði ruglast. Fór þó að gruna að ég ætti leyndan aðdáanda. Svo varð ég alveg viss í minni sök. Fyrirgaf aðdáandanum smekkleysið. Það á ekki að gefa konu sem maður er skotinn í sjampó. Ekki góð leið. Gæti misskilist. Ég fór með sjampóið og hárnæringuna heim og prófaði. OMG! Hárið varð sem nýtt. Gljái og fegurð skinu langar leiðir. Ég varð þó eitthvað óþarflega dökk á fingrum. Las á umbúðirnar. Enriches warm tones in brown shades of hair. Ahhhh... litasjampó!! Þið þarna dökkhærða fólk, ég mæli með þessu. Frá Aveda. Aprés shampooing colorant. Eða eitthvað.
(smá egóbrjótur; það verður að fylgja sögunni að ég komst svo að því að ekki var um leyndan aðdáanda að ræða. Einungis elskulega samstarfskonu mína sem hafði hætt við að vera dökkhærð og gaf því þessa undravöru áfram. Það gildir samt einu)

3 Comments:

Blogger huldan said...

Ég tek þetta tilbaka. Það er greinilega ekkert myndband.

apríl 05, 2006  
Blogger Ally said...

núnúnú ég var farin að gæla við að um sæta kandidatinn H. væri að ræða.

apríl 05, 2006  
Blogger huldan said...

Sæti kandidat H. hlýtur að vera hugarfóstur frjórrar ímyndunar þinnar. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Ég ber við minnisleysi. I pleed the fifth.

(veistu ekki að þú ert komin heim af skurðlæknaþingi og á veraldarvefinn?)

apríl 05, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home