föstudagur, apríl 28, 2006

Welcome to Iceland Richard Gere


Í dag hófst sumarið kæru hálsar. Þvílík sól, þvílík blíða.
Við mamma fórum í verslunarleiðangur, grill skyldi versla. Klæddar pilsum með sólgleraugu á höfði, enda fyrsti dagurs sumar að okkar mati, keyptum við þetta líka fína grill. Stórt og með e-i hellugræju líka, hægt að elda grænmeti og hita sósur. Uss, þvílíkt fínerí. (ég tók reyndar ekki þátt í kostnaði, en var hægri hönd móður minnar við val á grilli, sem var vel)
Dagurinn hófst þó á Bootcamp æfingu, en hlaupagellan sá sér ekki fært að mæta. Hún missti af hinni svaðalegustu æfingu. En ekki ætla ég að nudda því framan í hana. Liðinu var hent út og skipað að hlaupa hringi í kringum alla húsaröðina. Það er svo sem ekki í frásögur færandi. Það sem hins vegar er í frásögur færandi að heimsfrægur maður fylgdist með okkur hlaupa. Hver skyldi það nú vera spyr fólk sig? Já, þetta mun koma á óvart.. það var enginn annar en silfurrefurinn, sjarmatröllið Gere, Richard Gere. Hann sat í bíl, í jakkafötum og silfraði hárlopinn á sínum stað. Var með sama svip og á myndinni hér að ofan. Horfði á okkur brúnum glettnum hvolpaaugum, undrandi en fullur aðdáunar.
Ég sá hann að vísu ekki sjálf. Ekki hinar stelpurnar heldur, bara Alda Lóa. Alda Lóa þekkir celebs á augabragði, hún er vön. En eftir nákvæmar lýsingar hennar á R.G. þá finnst mér eins og ég hafi séð hann. Bráðum, eftir ca viku eða svo, þá verð ég samofin þessum lýsingum og held að ég hafi í alvöru séð hann. Bíddu, kannski er það komið strax, ég sé hann ljóslifandi fyrir mér sitjandi í bíl og ég mæti augum hans í gegnum svitann. Nei annars, það er ekki komið strax, ég veit ennþá að ég sá hann í raun ekki. Þó ég hafi vissulega skynjað nærveru hans, þó aðallega eftir á.
Þjálfarnir urðu abbó og þóttust ekki trúa Öldu Lóu. Sem er auðvitað fáránlegt, þar sem hún er andleg, heiðarleg.. og á auk þess son í framhaldsskóla. Við sáum á þeim að þeir trúðu þessu, en stelpurnar hlógu. Þá tók Pontíusar Pílatusar syndromið við, við vorum hafðar að háði og spotti og að lokum krossfestar í stiganum, með bolta og skeiðklukku, þangað til við nánast þróuðum með okkur astma.
Við seldum þó ekki sálu okkar, frekar en Jesús, og stóðum fast við sögu okkar. Ég bakkaði Öldu upp, enda er hún félagi, félagar ljúga ekki. Buðum hina kinnina er refsingarnar dundu á okkur. Stóðum uppi sem sigurvegarar.
Þess má að lokum geta að Richard Gere er jafnvel myndarlegri í gegnum bílrúðu en hann er á hvíta tjaldinu... uhhh eða það sagði Alda Lóa allavega.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég fékk mail frá honum í dag og hann sá ykkur sko, skrifaði hulda your friend are só bjútífúl in bútkamp........svo ég gaf honum símanúmerið hjá þér .......svo hættu að blaðra svona mikið í símann og vertu viðbúin að fá símtal frá rikka geira kyntrölli..............

apríl 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

tanks darling , please talk to me honey........

apríl 28, 2006  
Blogger huldan said...

I dont talk to married guys, sorry.

apríl 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

vó RIchard Gere heima...ekki leiðinlegt það...hvað skildi hann vera að gera, kannski er hann bara hér til að fylgjast með Bootcamp drottningunni !!! Jihh hvað þú ert dulleg í Bootcamp u go girl!

apríl 29, 2006  
Blogger huldan said...

Já Heiða, þú efast ekki. Það er vel. Velkomin! :)

apríl 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður ætti kannski að fara að skella sér í bootcamp, það er greinilega þess virði. Eins gott að þú skemmtir þér vel í kvöld, ég er ógó pirruð að kokmast ekki og á btw að mæta kl. 9 í fyrramálið... puff ég mæti þunn takk fyrir ;)

apríl 29, 2006  
Blogger huldan said...

Þú verður með okkur í haust Hjördís, þegar þú flytur í siðmenninguna.
Góða skemmtun á kartöfluballinu í kvöld :)

apríl 29, 2006  
Blogger B said...

Dæs, ég er líka leynilega ástfangin af Richard Gere. Hann er svo myndarlegur. Sé hann alveg fyrir mér í bílnum, ekki láta segja þér e-ð annað. Hann var þarna.

koss, Bergþóra

apríl 30, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home