miðvikudagur, maí 31, 2006

Morsomt sjsjsjsj

Ætli hann hafi teflt við páfann líka?

Ehhheehhhe.. kúk & piss brandari.

Mér finnst þetta fyndinn brandari hjá mér. Alveg "hey Hulda hvar er Halli" fyndið. (vísun í Halla og Ladda fyrir þá sem ekki fatta.. döhh) Samstarfskonu minni finnst þetta hins vegar lélegasti brandari sem hún hefur heyrt. Næði eiginlega ekki upp í það að vera brandari, það hrikalega ófyndið. Öfund maske yfir stórkostlegri kímnigáfu minni? Maður spyr sig. Sumt fólk bara fattar ekki að stundum er hægt að fara hringinn. Stundum er e-ð svo ófyndið að það getur ekki annað en framkallað bros, þó ekki nema aumingjahrollsbros. Hérna er ég vitaskuld að taka dæmi um kímnigáfu annarra. Mín er óbrigðul. Meira að segja á nattevakt sem þessari.

Ég ræð yfir þessu bloggi. Ég má gera það sem ég vil. Det er nu det. (hey, mér finnst, jeg synes, danska ótrúlega töff tungumál, sprog, kannski ég bloggi á dönsku næst, hver veit, hvem ved, ég er svo villt, vild, auk þess að vera bossinn, sjefen, hér, her)

Svo á ég vin í Ameríku sem er ótrúlega mikið kjánaprik. Hann segir að hægt sé að brokka hlátur án þess að gefa upp réttar forsendur. Hver annar myndi halda slíku fram? Það veit það hvert mannsbarn að ef fara á út fyrir rammann í brokki verður að gefa upp forsendur þess eðlis. Annað er bara fáránlegt.
Þabbarra svo einfalt. Er þaggi?
sjsjsjsjsjsjsj....

mánudagur, maí 29, 2006

Húrra húrra!!

Ég vil óska tveimur vinkonum mínum til hamingju með áfangann. Smart að eiga nokkur hænuskref eftir í þrítugt og söðla um. Ná inntökuprófi með glans og hefja langskólanám í fjarlægu landi. Þið verðið frábærir læknar og eruð okkur hinum sönn hvatning.

laugardagur, maí 27, 2006

tuttugastiogsjöundimaí

Kosningakvöld.
Ung stúlka fer á kjörstað kl. 21:55. Seint koma sumir en koma þó. Í kjörklefa sannast að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Uxinn fór í England, kom aftur naut.
Ung stúlka fer í kosningapartý í heimahús. Já á haugnum er haninn frakkastur. Stúlkan hafði meðferðis ídýfu. Þá báru svo sannarlega margir í víurnar. Græðgin svo mikil að reynt var að bregða hampi í augu félaganna.
Kosningasjónvarp. Fellur hver, þó frækinn sé. Eins dauði er annars brauð. Á Álftanesi sást að oft er rósalitur á rótfúnu grasi. Koma tímar, koma ráð.
Þinn tími kemur systa góð.

Dagurinn.
Falleg jarðarför hjá móðurbróður í Kotstrandarkirkju. Góður maður. Falleg kveðja.

Ég á góða fjölskyldu. Stórfjölskyldu.
Ég elska stórfjölskylduna mína.

Til hamingju með 17 ára afmælið í gær elsku fallega frænka í útlöndum.

föstudagur, maí 26, 2006

Með þér

Bubbi Morthens er snillingur í laga- og textasmíðum. Ég er aðdáandi #1. Ég hef lengi haldið upp á lagið hans "Með þér" sem kom út fyrir mörgum mörgum árum. Þetta lag er svo fallegt að það er rugl. Ég fæ aldrei leið á því. Núna hefur Ragnheiður Gröndal tekið það upp á sína arma og það er ekki síðra. Enda stúlkan snilldar söngkona. Þegar ég heyri þetta lag þá fæ ég gæsahúð. Langar að liggja í hengirúmi eða hlaupa um á fallegu engi í hvítum sumarkjól. En ég er auðvitað væmin.

Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og líta aldrei við.
Með þér vil ég verða gömul og ganga lífsins veg,
með þér er líf mitt ríkara - með þér er ég bara ég.

Menn segja ég sé breytt og syngi um börnin og þig
ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig.
Eitt mátt þú vita - ég elska þig meira en lífið sjálft,
ég trúi án þín mitt líf væri hvorki heilt né hálft

Með þér er vorið yndislegt
og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr
og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljós,
koss og stök rós.

Góða helgi yndislega fólk. Veriði góð við náungann.
(Kjósa, muna að kjósa. Einu sinni máttu konur ekki kjósa á Íslandi. Svo máttu bara giftar konur kjósa. Skundum því ógiftu konur (sem giftu) á kjörstaði. Einhvers staðar munu þá formæður brosa og senda hvor annarri high five. Það er fallegt.)

fimmtudagur, maí 25, 2006

Svefnvana í Reykjavík


Það lagast þó þegar svefnröskun lýkur. K-K-K-D-N-K-N vaktir eru lýjandi til lengdar. Vaktavinnufólk skilur þetta. Sofa kannski í fjóra tíma milli kvöldvaktar og dagvaktar. Vita að svefntími er skammur og því verður svefn laus, ótti við að sofa yfir sig, alltaf að vakna og kíkja á klukkuna. Vera svefnvana í vinnu og nota klósettpásurnar til að loka augunum í 5 mín. Fara heim eftir dagvakt og sofna áður en höfuðið leggst á koddann, meðan allir eru í sundi og að veltast um í sólinni. Vera alltaf að vakna því kallinn við hliðiná er að slá grasið og grilla. Gefast loksins upp og vera með timburmanna tilfinningu. Bora í nefið þangað til tími er kominn á næturvakt. T-vakta fílingurinn. Átta tíma vinna, átta tíma frí, átta tíma vinna, átta tíma frí. Hlakka til í júní. Þá rennur upp skeið reglulegri vakta, minni svefnraskanna. Meira félagslíf, meira sund, meiri sól í hjarta.
Það mætti halda að þessi færsla væri skrifuð af konu í sjálfsvorkun. Niiii glætan, þessi kona vorkennir sér ekki baun. Ekki baun segi ég. Ok kannski pínu ponsu akkúrat núna.. en það lagast á morgun.

Over and out..
Hulda í.s.p.p.s.a.n.

laugardagur, maí 20, 2006

Laugardagsfílingur

Hvað á maður að gera þegar manni langar skyndilega í fjallgöngu á laugardagskvöldi og enginn nennir með manni? Jú maður gæti farið einn, en af öryggisástæðum er það ekki ráðlegt. Þá er um að gera að fara út úr húsi í gullskóm með saumatösku að vopni. Kíkja við á kaffihúsi og fara jafnvel í Lyfju og kaupa Ginger ale og setja á sig varalit úr einum rekkanum og senda pjatti fingurinn. Nú svo er upplagt að sitja í kommúnu í Mjóstræti, hlusta á Billie Holliday og sauma litla vasa, 5x6, fyrir andleg nisti. Leyfa fullkomnunaráráttunni að njóta sín og falda vasana og setja agnarsmáar smellur á þá, í auðvitað frábærum félagsskap. Kærleikssaumaskapur. Ganga að bílnum eftir gott kvöldverk og gjóa augunum að fólki í mökunarþörf á víðavangi, enda falleg nótt og gleði við hönd. Vera hugsað til baksíðu Morgunblaðsins í dag, "Sárasóttartilfellum fjölgar hér á landi", og prísa sig sæla yfir persónulegu vali.

Ég kann að telja upp að fimm á finnsku: ukse, gagsi, golia, nelia, finski. Ekki rétt stafsett en það gildir einu. Hugmyndin er góð. Eins frammistaða Finna í Júróvision þetta árið. Ég er ánægð fyrir Finna hönd að komast í gegnum glerþakið. Vinna Júró í fyrsta skipti eftir slælega frammistöðu hingað til. Þetta grunaði mig. Enda ágætis rokkslagari þar á ferð. Áfram Finnar.

Fariði vel með ykkur litlu skinnin mín.
(já og Kolla, ég er ekki búin að gleyma, andinn var bara ekki alveg til staðar í kvöld sökum þreytu, en hann kemur kona góð, hann kemur)

föstudagur, maí 19, 2006

Kirkjuklukkur..


Ástin er í loftinu. Meðal vor. Enda vor. Þó ekkert meðal vor. Nei Hulda grínari mætt á svæðið.
Fólk að hlaupa upp að altarinu í hrönnum. Í leyni. Það er fallegt og rómantískt.
Læknisfrúin ber loksins nafn með rentu. Ég óska læknisfrúnni innilega til hamingju. Hún er falleg læknisfrú. Ég átti gott spjall við læknisfrúna í kvöld. Ég er ekki frá því að læknisfrúin hafi breyst talsvert við þetta stóra skref. Læknisfrúin er orðin væmin. Gaman að kynnast nýrri hlið á læknisfrúnni, þeirri yndislegu læknisfrú (vona að ég sé að standa mig í ávarpi frú læknisfrú).
Mér líkar vel við væmið fólk. Ég er væmin. Eins þykir mér ákaflega fallegt af bæði læknisfrúnni og smiðsfrúnni að skipta veislunum niður á tvö kortatímabil. Þar er sönn manngæska að verki.
Það er eitthvað sem segir mér að annað leynibrúðkaup muni eiga sér stað í sumar. Gæti jafnvel hafa átt sér stað nú þegar. Maður spyr sig. Spennandi að vita.

Áfram brúðkaup.
Það er eitthvað svo fallegt.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Af grasi, spreyi og öðru

Einu sinni var stúlka á næturvakt. Hún horfði út um gluggann og virti fyrir sér fuglana. Enginn var á ferli. Stúlkunni langaði að fara út og veltast um í grasinu. Eitthvað sagði henni að láta slag standa. Fara út og veltast um í grasinu. Slíta af sér böndin og gera nákvæmlega það sem andinn sagði henni að gera. Vera frjáls. Hún gekk út um sjálfopnanlegu hurðina. En þar var bara malbik. Stúlkan andaði því að sér ferska loftinu um stund og gekk aftur inn. Leit til himins áður en inn var komið og blikkaði guð, kát í bragði. Enda með þá fullvissu í hjartanu að nú sem hér eftir væri hún reiðubúin til að veltast um í grasinu. Þegar það kæmi í leitirnar.

Friður fólk, friður.
Allir að vera góðir spreyjandi kærleik yfir hvert annað.. *tssss* (útskýring: spreyhljóð)

Getraun..







Rosalega skemmtilegt.. jaha!

mánudagur, maí 15, 2006

Lystisemdir og langanir..

Ég var stopp á rauðu ljósi í dag. Það gerist oft og svo sem ekki í frásögur færandi. En í dag hinsvegar var ég stopp fyrir aftan sælgætisbíl. Appollo lakkrís van-inn. Ég starði á hann í forundran. Bíllinn er þakinn myndum af lakkrísnum góða. Þær eru skýrar og fallegar. Svo raunverulegar að manni langar að dýfa hendinni ofan í lakkrísinn og fá sér handfylli af mjúkum nýjum lakkrís. Ég var farin yfir í Júmbó en ætla að skipta aftur á tyllidögum þegar ég leyfi mér svona munað. Reglulega góð og einföld markaðssetning. Þeir sem hafa séð bílinn skilja örugglega hvað ég meina. A.m.k. þeir með sykurtönn.
Mig langar í skó, gullskó. Litla sæta með engum hæl og svo aðra með hæl. Sá báða í dag. Mig langar líka í klippingu og litun. En það verður víst að bíða þangað til hárgreiðslukonan kemur heim úr ferðalaginu. Mig langar að Silvía Nótt komist áfram í undankeppninni því mig langar í Júróvision partý á laugardaginn. Mig langar að það verði gott veður í sumar. Þá ætla ég að fara mikið í sund. Mig langar að fara upp í sumarbústað, í pottinn og grilla. Langar, langar, langar.. mig langar margt. En er samt ótrúlega hamingjusöm. Ég hef allt sem ég þarf. Þarf samt ekki allt sem ég hef. En langar samt í gullskó, þó ég þurfi þá ekki. Voða væl er þetta, ég fer bara á morgun og kaupi mér gullskó. Punktur. My wallet's too small for my fifties, and my diamond shoes are too tight.. á vel við þessa færslu.
-----
ROSS: I don't know what to do. What am I gonna do? I mean, this, this is like a complete nightmare.
CHANDLER: Oh, I know. This must be so hard. Oh, no. Two women love me. They're both gorgeous and sexy. My wallet's too small for my fifties, and my diamond shoes are too tight.
CHANDLER: Ok, all right, look. Let's get logical about this, ok? We'll make a list. Rachel and Julie, pros and cons. Oh. We'll put their names in bold, with different fonts, and I can use different colors for each column.
ROSS: Can't we just use a pen?
CHANDLER: No, Amish boy.
JOEY: Ok, let's start with the cons, 'cause they're more fun. All right, Rachel first.
ROSS: I don't know. I mean, all right, I guess you can say she's a little spoiled sometimes.
JOEY: You could say that.
ROSS: And I guess, you know, sometimes, she's a little ditzy, you know. And I've seen her be a little too into her looks. Oh, and Julie and I, we have a lot in common 'cause we're both paleontologists, but Rachel's just a waitress.
CHANDLER: Waitress. Got it. You guys wanna play Doom? Or we could keep doing this. What else?
ROSS: I don't know.
JOEY: Oh, her ankles are a little chubby.
CHANDLER: Ok, let's do Julie. What's wrong with her?
ROSS: She's not Rachel.
-----
RACHEL: All right, you know what, that's fine. If you guys want to be children about this, that's fine. I do not need to see it. What is this? Ross, what is this?
CHANDLER: Good luck.
ROSS: Ok, just, just remember how crazy I am about you, ok?
RACHEL: Kind of ditzy? Too into her looks? Spoiled?
ROSS: Now that's a little spoiled. He was supposed to type "little", the idiot.
RACHEL: Just a waitress?
ROSS: No, that, that was, I mean, as opposed to uh, the uh, ok. Is this over yet Rache?
RACHEL: Oh! I do not have chubby ankles!
ROSS: No, no, wait, ok, ok, look at the other side. Look at Julie's column.
RACHEL: She is not Rachem. What the hell's a Rachem? Is that some stupid paleontology word that I wouldn't know because I'm just a waitress.
-----
PHOEBE: I, I cannot believe Ross even made this list. What a dinkus.
JOEY: Hey, cut him some slack. It was Chandler's idea.
PHOEBE & MONICA : What?
CHANDLER: Oh good, I was hoping that would come up.
MONICA: This was your idea?
PHOEBE: What were you thinking?
CHANDLER: All right, let's get some perspective here, ok? These things, they happen for a reason.
MONICA: Yeah. You!
CHANDLER: All right, Pheebs, back me up here, ok? You believe in that karma crap, don't you?
PHOEBE: Yeah, by the way, good luck in your next life as a dung beetle.

Ég tengi við Rachel. Ef ég væri Rachel þá væri Chandler kærastinn minn. Hann er fyndnastur.
Ég sakna Friends.

(e.s. gerði nýtt albúm alveg sjálf.. uss, bráðum fer ég að opna húdd og skipta um dekk.. nei djók, glætan)

fimmtudagur, maí 11, 2006

Til Jógatrölls... the only white man who can jump

Góður og fagur er jógatröll
bros hans lýsir upp Whistler fjöll.
Hann mun aldrei bresta
enda afkomandi presta.

Í körfu er hann atkvæðamestur
þar er enginn aflabrestur.
Hann mönnum í burtu borar
og beint í körfuna skorar.

Jógi í útlöndum er að læra
ætlar burðarþol Íslendingum að færa.
Yfir brýrnar mun fólk geta ekið
án þess að minnki viðnámsþrekið.

Vonandi flytur Jógi brátt heim
án hans er allt voða "leim".
Íslenska karfan að deyja út
og húsbyggingar komnar í hnút.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Hahaha...



Myndbandahúmor (ný skilgreining á húmor) er ekki minn tebolli.. en þetta finnst mér fyndið. Upphátt fliss fyndið.

Getraun..

Sund, sund, sund og aftur sund.
Það eina sem ég hugsa um er bara su-u-und.
Ekkert nema sund sund sund, (sungið hratt)
það er ekkert nema sund sund sund. (sungið hratt)
Sund, sund, sund og aftur sund.

Ég fékk þetta lag á heilann í gær og er búin að vera sönglandi það síðan. Textinn kom til vegna þess að ég var í sundi þegar lagið poppaði upp.

Vandamálið er þetta: Ég þekki laglínuna en man ekki textann né hvaða lag þetta er. Getur einhver hjálpað mér??

Lag, lag, lag og aftur lag.
Það eina sem ég hugsa um er þetta la-a-ag.
Ekkert nema lag lag lag,
það er ekkert nema lag lag lag.
Lag, lag, lag og aftur lag.

Það er svo sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.
Þannig er það bara.

mánudagur, maí 08, 2006

Fjörið heldur áfram..

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Bubbi Morthens verður með afmælistónleika í Laugardalshöll þann 06.06.06. Það fór reyndar framhjá mér, þar til í dag. Ég komst að öðru í dag, þetta er viðburður sem ég get ekki látið framhjá mér fara. Ok, það fór að vísu framhjá mér að þessi viðburður myndi eiga sér stað, þar til í dag. En þar sem ég veit það núna, þá bara verð ég að fara. Hreinlega verð. Ég fæ gæsahúð þegar ég hlusta á gömlu lögin hans Bubba. Það hreinlega gerist eitthvað innra með mér. Ég skundaði því í miðakaup í dag. Viti menn, uppselt!! Mig sem langar mest af öllu að rugga mér og syngja með Svartur afgan og Rómeó og Júlía að kvöldi 6. júní í höllinni. Já og sitja. Ég vil sitja.. ekki þetta stæðabull. Þannig að ef einhver keypti t.d. óvart of marga miða, eða verður skyndilega boðið í heimsreisu, eða veikist, eða eitthvað mikilvægara gerist þann 06.06.06. en Bubba tónleikar.. þá er ég til í að kaupa miðann. Hafið mig ofarlega í huga.. (ávallt)

Þarna má einmitt sjá tvo af ljóskösturunum sem lýsa upp sviðið í Laugardalshöllinni.

(þessi mayonesa fer að verða gul.. en ekki aaaalveg strax ;))

sunnudagur, maí 07, 2006

Þvílík blíða..

Sumarið er skollið á með stæl. Þvílík blíða. Allt er fallegt og grænt. Yndislegt að sjá allt lifna við. Krakkar úti að leika í stuttermabolum. Pör leiðast á línuskautum. Fjölskyldur í göngutúrum. Allir úti við. Sólarpressan allsráðandi. Íslendingar kunna að vera í núinu þegar að sólinni kemur, njóta hennar meðan varir. Það er nefnilega aldrei að vita hvenær hún birtist næst.
Sjávarlónið í Nauthólsvík opnar 15. maí og með þessu áframhaldi verður ekki slæmt að skella baðfötunum í tösku og rölta í Nauthólsvík. Ég hlakka til.


Sjávarlónið í Nauthólsvík. Sjáiði hvað vatnið er tært og fallegt. Manni getur ekki annað en langað ofan í.

föstudagur, maí 05, 2006

Hressilegt kvöld..

Í kvöld ákváðu nokkrar ungar stúlkur að skunda á vit ævintýranna. Þessar hressu stúlkur munu hafa þekkst síðan í leikskóla. Of sjaldan hafa þær gefið sér tíma til að hittast, m.a. vegna barneigna og búsetu utan landsteina. Ákveðið var því að festa kvöldið á filmu. Til þess var fengin stúlkan sem er hvað minnst tæknivædd (nema þegar viðkemur msn), en jafnframt sú eina sem er með bloggsíðu og einmitt nýlega búin að setja upp afar töff myndaalbúm á síðuna sína.

Hér er verið að hafa sig til, rúllur ennþá í hári. Líta ber þó framhjá þeim leiða ávana stúlkunnar að "pósa" hallærislega .. en einblína fremur á fallegu áruna sem umlýkur hana. Þessi er nokkuð skýr, enda sú eina sem ráðinn ljósmyndari tók ekki, en þó búin að stilla vélina snilldarlega að eigin mati.

Þessi er ákaflega skemmtileg. Þarna eru einmitt stúlkurnar að gæða sér á ljúffengum Piri-piri kjúklingi á Tapas.

Spennan heldur áfram. Þarna eru tvær stúlknanna að fikta við póstkassa. Eitthvað er Frú Sigríður að gera og Stína virðist hlæja. Það er þó ágiskun.

Eftir matinn voru kaffihús þrædd og hér má sjá stúlkurnar á einu þeirra. Sumar að drekka rauðvín, meðan aðrar fengu sér kakó.

Já þetta var svo sannarlega skemmtilegt kvöld. Enn skemmtilegra er að eiga svona hressilegar myndir til vitnis um það. Þessar ná þó sennilega ekki alla leið í albúm.

Note to self: Aldrei aftur taka það að þér að vera ljósmyndari nema láta vera að fikta í flóknu tökkunum á myndavélinni sem þú kannt hvort eð er ekkert á.

fimmtudagur, maí 04, 2006

Ó María..


Það gladdi hjarta mitt að heyra "Ó María mig langar heim" í útvarpinu um daginn. Snilld hjá þessum systrum (sem ég man ekki hvað heita) að setja það í nýjan búning. Ég hækkaði allavega í botn og söng hástöfum með. Enda kann ég textann upp á hár og búin að kunna hann síðan ég var lítil stelpa. Mér fannst lagið alltaf svo sorglegt og vorkenndi Maríu fyrir að þurfa að bíða svona lengi eftir sjóaranum sínum. Hann leit ekki á aðrar konur þó tilboðin væru mörg því María átti hug hans og hjarta. Loks þegar hann ákvað að hætta til sjós, eftir heil 17 ár, bar fleyið hann ekki heim á fjarðarströnd. María greyið beið og beið, og bíður eflaust enn einhvers staðar í litlu þorpi fyrir vestan.
Svona lög kitluðu alltaf litla rómansfíkilinn mig. Verandi örverpi sem fylgdi foreldrum mínum hvert fótspor og oft í félagsskap mér mun elda fólks lærði ég öll dæmigerðu útilegulögin. Sat alltaf við hlið þess með gítarinn eða harmonikkuna og söng hástöfum með lögum eins og t.d. Ó Jósep Jósep, Flaskan mín fríð, Komdu og skoðaðu í kistuna mína, Det var brennivin í flasken.. og auðvitað Ó María. Síðar söng ég svo með mun eldri systrum mínum lög með Meatloaf, Bonnie Tyler, Rod Stewart og fleiri goðum.
Í ljósi þessarar mótunar skal ei undra skekkju mína tónlistarlega séð.

Ó María mig langar heim.
Ó Maria mig langar heim.
Því heima vil ég helst vera.
Ó María hjá þér.

Því skyldi manngarmurinn sem söng svo tregablandið til Maríu sinnar ekki hafa snáfað heim fyrr en eftir heil 17 ár?! Svei´onum!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Ég elska

..að synda. Sérstaklega í sundlauginni í Kópavogi þar sem vatnið flæðir yfir bakkana.

..Burritos, vanillu soya desert og humar.

..grillmat og bakaða kartöflu með Voga kryddblöndu ídýfu.

..lyktina af sængurfötum sem hafa þornað á snúru utandyra.

..að vakna um miðja nótt og uppgötva að ég get sofið lengur.

..að þvo þvott og brjóta saman.

..eyrnapinna.

..að láta fikta í hárinu á mér.

..að kúra. Eða mig minnir það allavega.

mánudagur, maí 01, 2006

1.maí

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Gísli,
hann á afmæli í dag.

Í dag verður Gísli systursonur minn tvítugur.
Sem er stórfurðulegt í ljósi þess að hann fæddist bara um daginn.
Ég man allavega mjög greinilega þegar ég sendi myndina af honum eins árs í broskeppni Hemma Gunn.
Enn greinilegar man ég höfnunarbréfið sem Hemmi sendi mér, myndin komst ekki einu sinni í forkeppnina. Ég var viss um að það væri af því að ég var með á myndinni.
Þá hófst þetta.
Síðan þá hef ég haldið að allt snúist um mig.
Þessi færsla er gott dæmi. Afmælisfærsla um frænda minn en ég gat látið hana snúast um mig.
Ég kenni Hemma um.

Ég gef frænda samt smá þrumu í restina..
Hann er tvítugur í dag,
hann er tvítugur í dag,
hann er tvítugur hann Gísli,
hann er tvítugur í dag.

Hipp hipp húrrrra!!!