fimmtudagur, maí 18, 2006

Af grasi, spreyi og öðru

Einu sinni var stúlka á næturvakt. Hún horfði út um gluggann og virti fyrir sér fuglana. Enginn var á ferli. Stúlkunni langaði að fara út og veltast um í grasinu. Eitthvað sagði henni að láta slag standa. Fara út og veltast um í grasinu. Slíta af sér böndin og gera nákvæmlega það sem andinn sagði henni að gera. Vera frjáls. Hún gekk út um sjálfopnanlegu hurðina. En þar var bara malbik. Stúlkan andaði því að sér ferska loftinu um stund og gekk aftur inn. Leit til himins áður en inn var komið og blikkaði guð, kát í bragði. Enda með þá fullvissu í hjartanu að nú sem hér eftir væri hún reiðubúin til að veltast um í grasinu. Þegar það kæmi í leitirnar.

Friður fólk, friður.
Allir að vera góðir spreyjandi kærleik yfir hvert annað.. *tssss* (útskýring: spreyhljóð)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ, hulda.
falleg og hjartnæm saga, lýsandi fyrir þig, góð hugsun á næturvakt og nákvæmlega sem mig langar að gera, vera frjáls um stund.

maí 18, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home