mánudagur, maí 08, 2006

Fjörið heldur áfram..

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Bubbi Morthens verður með afmælistónleika í Laugardalshöll þann 06.06.06. Það fór reyndar framhjá mér, þar til í dag. Ég komst að öðru í dag, þetta er viðburður sem ég get ekki látið framhjá mér fara. Ok, það fór að vísu framhjá mér að þessi viðburður myndi eiga sér stað, þar til í dag. En þar sem ég veit það núna, þá bara verð ég að fara. Hreinlega verð. Ég fæ gæsahúð þegar ég hlusta á gömlu lögin hans Bubba. Það hreinlega gerist eitthvað innra með mér. Ég skundaði því í miðakaup í dag. Viti menn, uppselt!! Mig sem langar mest af öllu að rugga mér og syngja með Svartur afgan og Rómeó og Júlía að kvöldi 6. júní í höllinni. Já og sitja. Ég vil sitja.. ekki þetta stæðabull. Þannig að ef einhver keypti t.d. óvart of marga miða, eða verður skyndilega boðið í heimsreisu, eða veikist, eða eitthvað mikilvægara gerist þann 06.06.06. en Bubba tónleikar.. þá er ég til í að kaupa miðann. Hafið mig ofarlega í huga.. (ávallt)

Þarna má einmitt sjá tvo af ljóskösturunum sem lýsa upp sviðið í Laugardalshöllinni.

(þessi mayonesa fer að verða gul.. en ekki aaaalveg strax ;))

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það eru enn til miðar á tónleikana.... í verslunum ogvodafone.....

maí 09, 2006  
Blogger huldan said...

Örfáir eftir í stæði.. ég vil sæti, enda svoddan plebbi ;)

Get ekki stæði eftir að ég kafnaði næstum því á Deep purple tónleikunum hér um árið.. uss

maí 09, 2006  
Blogger Ásdís said...

En hvað hann anonymus er sniðugur.....ég gæti fengið fullt af pjening með því að skemmta mér bara. Ætla pottþétt að skoða hvað sé í boði í zip code 104 rvík.

Hlakka annars til að hitta þig á morgun sæta ;)

maí 09, 2006  
Blogger huldan said...

Já hey, þetta er hrikalega næs gaur. Ógeðslega góður að deila svona peningaráðum.

Já hlakka til að vera memm á morgun Dísa skvísa ;)

maí 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

maí 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home