miðvikudagur, maí 10, 2006

Getraun..

Sund, sund, sund og aftur sund.
Það eina sem ég hugsa um er bara su-u-und.
Ekkert nema sund sund sund, (sungið hratt)
það er ekkert nema sund sund sund. (sungið hratt)
Sund, sund, sund og aftur sund.

Ég fékk þetta lag á heilann í gær og er búin að vera sönglandi það síðan. Textinn kom til vegna þess að ég var í sundi þegar lagið poppaði upp.

Vandamálið er þetta: Ég þekki laglínuna en man ekki textann né hvaða lag þetta er. Getur einhver hjálpað mér??

Lag, lag, lag og aftur lag.
Það eina sem ég hugsa um er þetta la-a-ag.
Ekkert nema lag lag lag,
það er ekkert nema lag lag lag.
Lag, lag, lag og aftur lag.

Það er svo sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.
Þannig er það bara.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

lax,lax,lax, og aftur lax, það eina sem ég hugsa um er bara lax,
minnir að þetta hafi verið í einkverri mynd, eða kanski áramótaskaupi, man það samt ekki allveg:)

maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

sungið af Guðmundi Jónssyni óperusöngvara 1970 og einhvað :)

maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

humm eru líka verðlaun fyrir þetta???:)

maí 10, 2006  
Blogger huldan said...

Það er rétt, ég kannaði það. Þetta er lagið Lax, lax, lax.. sungið af Guðmundi Jónssyni óperusöngvara, reyndar gefið út 1992. Ég er ótrúlega glöð með þessar upplýsingar.

Hver er þessi anonymous sem kom með nafnið??

Já Stína sæta, það eru líka verðlaun fyrir þetta. Þú og anonymous fáið verðlaun brátt ;)

maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta átti að vera al-anonymous...

al-anonymous...

maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

maí 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home