laugardagur, maí 20, 2006

Laugardagsfílingur

Hvað á maður að gera þegar manni langar skyndilega í fjallgöngu á laugardagskvöldi og enginn nennir með manni? Jú maður gæti farið einn, en af öryggisástæðum er það ekki ráðlegt. Þá er um að gera að fara út úr húsi í gullskóm með saumatösku að vopni. Kíkja við á kaffihúsi og fara jafnvel í Lyfju og kaupa Ginger ale og setja á sig varalit úr einum rekkanum og senda pjatti fingurinn. Nú svo er upplagt að sitja í kommúnu í Mjóstræti, hlusta á Billie Holliday og sauma litla vasa, 5x6, fyrir andleg nisti. Leyfa fullkomnunaráráttunni að njóta sín og falda vasana og setja agnarsmáar smellur á þá, í auðvitað frábærum félagsskap. Kærleikssaumaskapur. Ganga að bílnum eftir gott kvöldverk og gjóa augunum að fólki í mökunarþörf á víðavangi, enda falleg nótt og gleði við hönd. Vera hugsað til baksíðu Morgunblaðsins í dag, "Sárasóttartilfellum fjölgar hér á landi", og prísa sig sæla yfir persónulegu vali.

Ég kann að telja upp að fimm á finnsku: ukse, gagsi, golia, nelia, finski. Ekki rétt stafsett en það gildir einu. Hugmyndin er góð. Eins frammistaða Finna í Júróvision þetta árið. Ég er ánægð fyrir Finna hönd að komast í gegnum glerþakið. Vinna Júró í fyrsta skipti eftir slælega frammistöðu hingað til. Þetta grunaði mig. Enda ágætis rokkslagari þar á ferð. Áfram Finnar.

Fariði vel með ykkur litlu skinnin mín.
(já og Kolla, ég er ekki búin að gleyma, andinn var bara ekki alveg til staðar í kvöld sökum þreytu, en hann kemur kona góð, hann kemur)

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði sko verið til í að fara í fjallgöngu með þér í gær því að þú ert svo skemmtileg...var alveg í stuði fyrir Huldu mússss ;) Geggjað að finnarnir unnu svo júróið!! Ég hélt með þeim rock and role hallelúja...Mine raggasta sinua ...gaman að lesa bloggið hjá þér þú ert góður penni ;) keep on the good work girl...

maí 21, 2006  
Blogger huldan said...

Þú ert spontant vinkonan sem mig vantaði í gær, alveg bókað ;)

Við verðum spontant saman í sumar þegar þú kemur heim.. jiibbbíí!!

maí 21, 2006  
Blogger Kolbrún Ósk said...

Vá fyndið...ég var nákvæmlega að hugsa hvort þú værir búin að gleyma..hahahaha þú ert frábær.
Mér finnst að það verði að vera föstudagshittingur næstu helgi !!!

maí 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hey sæta , finnst eins og ég hafi ekki hitt þig í marga mánuði,en ég er samt ekki búin að gleyma hvernig þú lýtur út litla skinnið mitt.......vá verðum að hittast á fös , hafa smá tussukvöld ........sjíjú sæta

maí 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mjög góður penni og gaman að lesa bloggið þitt:) Takk fyrir mig

maí 22, 2006  
Blogger huldan said...

Föstudagshittingur hljómar vel stúlkur mínar, mjög vel.

Takk Simmsalabimm, velkomin/n á bloggið mitt.

maí 22, 2006  
Blogger Magndís said...

Eg held eg verdi d fara ad taka mig a ad commenta hja odrum..tvi tad er nattla alltaf kaup kaups ;) Astarkvedja

maí 23, 2006  
Blogger huldan said...

Nei það er gott að gefa.. án þess að þiggja ;)

maí 23, 2006  
Blogger Magndís said...

ja kannski.. hehe

maí 24, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home