fimmtudagur, maí 25, 2006

Svefnvana í Reykjavík


Það lagast þó þegar svefnröskun lýkur. K-K-K-D-N-K-N vaktir eru lýjandi til lengdar. Vaktavinnufólk skilur þetta. Sofa kannski í fjóra tíma milli kvöldvaktar og dagvaktar. Vita að svefntími er skammur og því verður svefn laus, ótti við að sofa yfir sig, alltaf að vakna og kíkja á klukkuna. Vera svefnvana í vinnu og nota klósettpásurnar til að loka augunum í 5 mín. Fara heim eftir dagvakt og sofna áður en höfuðið leggst á koddann, meðan allir eru í sundi og að veltast um í sólinni. Vera alltaf að vakna því kallinn við hliðiná er að slá grasið og grilla. Gefast loksins upp og vera með timburmanna tilfinningu. Bora í nefið þangað til tími er kominn á næturvakt. T-vakta fílingurinn. Átta tíma vinna, átta tíma frí, átta tíma vinna, átta tíma frí. Hlakka til í júní. Þá rennur upp skeið reglulegri vakta, minni svefnraskanna. Meira félagslíf, meira sund, meiri sól í hjarta.
Það mætti halda að þessi færsla væri skrifuð af konu í sjálfsvorkun. Niiii glætan, þessi kona vorkennir sér ekki baun. Ekki baun segi ég. Ok kannski pínu ponsu akkúrat núna.. en það lagast á morgun.

Over and out..
Hulda í.s.p.p.s.a.n.

5 Comments:

Blogger Magndís said...

Hvað verður þetta svona hja þer i allt sumar??

maí 25, 2006  
Blogger huldan said...

Nei út maí, svo verða vaktirnar svefnvænari ..

maí 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert rosalega dugleg Hulda mín! Þú hefur alltaf verið að vinna svona eins og brjálæðingur...Muna bara að njóta lífsins líka það má ekki gleyma því! ;)

maí 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»

júní 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

júlí 21, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home