fimmtudagur, maí 11, 2006

Til Jógatrölls... the only white man who can jump

Góður og fagur er jógatröll
bros hans lýsir upp Whistler fjöll.
Hann mun aldrei bresta
enda afkomandi presta.

Í körfu er hann atkvæðamestur
þar er enginn aflabrestur.
Hann mönnum í burtu borar
og beint í körfuna skorar.

Jógi í útlöndum er að læra
ætlar burðarþol Íslendingum að færa.
Yfir brýrnar mun fólk geta ekið
án þess að minnki viðnámsþrekið.

Vonandi flytur Jógi brátt heim
án hans er allt voða "leim".
Íslenska karfan að deyja út
og húsbyggingar komnar í hnút.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mig hefur dreymt lengi að eiga góðan vin sem jafnframt er vel máli farinn.....
Þú ert frábær.....

trölli...

maí 11, 2006  
Blogger huldan said...

Eins gott að hinir vinir þínir sjái þetta ekki.. þeir tryllast úr brjálsemi.. ;)

maí 12, 2006  
Blogger Bateman said...

Ég er við það að tryllast.....
Vel ort og gaman að sjá tröllið stara á tölvuskjáinn og spá í stuðla og höfuðstaði, í stað þess að spá í álagsstuðla og höfuðspennur.
Vertu ávallt velkomin á síðuna okkar.

Bateman

maí 13, 2006  
Blogger huldan said...

Í tækifærisvísum sem þessari skeytum við snillingarnir (ég og Laxness, svo fáeinir séu nefndir) engu um stuðla og höfuðstafi, hér er rímið aðdráttaraflið.

Gaman að sjá þig Bateman, ég fagna þér. Ég þakka gott boð og bæti við að ég er dyggur lesandi síðunnar ykkar. Hún er ákaflega skemmtileg, þó hún sé á köflum ekki sérlega feminista væn.. en það vekur samt kátínu og fliss í litlu rauðsokku hjarta ;)

maí 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég held að það sé kominn tími á annað blogg.... það er orðið ansi kalt á toppnum.....og æðruleysið á þrotum....

carpachio

maí 15, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home