miðvikudagur, júní 28, 2006

Síðasti bitinn

Batnandi konu er best að lifa. Í kvöld gaf ég karlmanni síðasta matarbitann minn. Reyndar er hann bara þriggja og hálfs, en samt. Fór út að borða með Aðalheiði, Auju og Birni litla Kort. Ég pantaði mér uppáhaldsmatinn minn á þessum veitingastað, eða skyndibitastað frekar, nokkuð góðan kjúklingarétt. Ég borðaði hægt og naut matarins. Stelpurnar kláruðu á undan mér.. en staðhæfingar þeirra um að ég hafi verið síðust vegna blaðurs er tóm þvæla. Tóm þvæla segi ég.
Þeir sem þekkja mig vita að ég er með sérstakar matarvenjur. "Síðasti bitinn" er heilagur. Samansafn af öllu á diskinum (ákv. geðveila e.t.v.). Allavega, þegar síðasti bitinn nálgaðist þreifaði lítil hönd sig nær diskinum mínum. Snerti kjúklinginn en hrökklaðist svo tilbaka. Svo heyrðist lágvært "má ég fá?" og ég af góðmennsku minni skar lítinn bita og gaf drengnum. Næst gerðist það að drengurinn þreifaði sig aftur nær diskinum og tók matarbita og dró hann nær sér. Ég lét það eftir honum enda aðal bitinn eftir, og sá eini sem máli skiptir. Eftir það tók við undirbúningur síðasta bitans (aka fullkomna bitans) sem samanstóð af kjúklingi, grænmeti og sýrðum rjóma. Diskurinn alveg hreinn. Gaffli stungið í síðasta bitann og munnvatnskirtlar farnir af stað. Heilaga stundin. Útundan mér sé ég þá litla hendi nálgast og lít í fagurblá augu og heyri litla barnsröddu segja "Hunda, má ég fá?". Við það var sem æðri máttur kæmi á milli mín og þráhyggjunnar vegna síðasta bitans. Með gleði í hjarta en þó ögn skjálfandi hendi (maður getur ekki búist við fullkomnun á einum degi) beindi ég gafflinum með fullkomna bitanum frá munni mínum og beint upp í munn barnsins, sem hann naut sæll og glaður. Slík óeigingirni varðandi síðasta bita hefur ekki sést áður hjá mér. Ég skal sko aldeilis segja ykkur það. Ég steig upp á stólinn minn og hneigði mig. Nærstaddir risu úr sætum og klöppuðu. Blöðrum og glitrandi stráum rigndi yfir mig. Mér var fagnað sem tekið væri á móti nýju ári. Neiii ok, ekki alveg. En það hefði verið töff samt og var í raun það eina sem mér fannst vanta. Ekki það að hógvær og fáguð kona eins og ég þurfi að básúna óeigirgirni sína. Langt frá því. En ég meina, hver hefur ekki gaman af blöðrufans?!

þriðjudagur, júní 27, 2006

Ain´t life grand

Þetta er stundin til að njóta.

Í gær kl. 15:30 lét ég mig dreyma um þessa stund. Stundinni þegar ég væri komin heim eftir 16 tíma vaktina.

Kl. 15:35 ákvað ég að vera í núinu og gera mitt besta í því sem ég var að gera.

Tíminn leið. Fast forward.

Núna er kl. 07:50 og ég er komin heim. Komin í náttföt og sit í rúminu með tölvuna í fanginu. Bíð þess að verða nógu þreytt til að detta út. Þetta er yndisleg stund. Ég ætla að njóta hennar. Þarf ekki að vakna fyrr en líkaminn er búin að fá nægan svefn. Tveggja daga frí frá vinnu. Ég get gert það sem mér sýnist.

Life is grand..

sunnudagur, júní 25, 2006

Late bloomer

Núna fer að líða að Ameríkuferð. Því fylgja ósjálfrátt pælingar um hvað skal kaupa, í landi ódýrra tækja. Eitt langar mig alveg svakalega í, og það er iPod. Ég veit, svolítið sein, það eiga flestir þannig græju. Ég var stödd í bíl með ungri frænku minni um daginn. Hún var með iPod græjuna sína meðferðis, enda skilur hún hana ekki við sig. Ég var að ræða Bubba tónleikana og til að þagga niðrí mér, að ég held, þá spurði hún mig hvort ég vildi ekki bara hlusta á Bubba. Við tók skemmtileg stund. Hún skellti græjunni í hólfið undir útvarpið í bílnum og setti á ákveðna tíðni. Óskalög unga fólksins hófust þar sem ég pantaði lag eftir lag. Reyndar stundum sama lagið aftur og aftur, en það er önnur saga, þar sem ég er repeat stelpa. Mér leið eflaust ekki ólíkt A.G. Bell þegar hann fann upp símann. Ok, kannski ekki alveg, þar sem ég fann ekki upp þessa iPod græju. En samt, undrunin og gleðin yfir því að græja væri til með þennan fítus var mögnuð. Svona getur maður glaðst yfir litlu. Það er bara svoleiðis.
Eftir skoðun á netinu hef ég komist að því að græja sem ber nafnið iPod Nano myndi henta mér vel. Honum fylgir taska til að hafa á handlegg, en það þykir mér ákaflega sniðugt. Ég hef oft leitt hugann að iPod, en aldrei fundist ég hafa sérstaka þörf fyrir slíka græju. Ef ég er einhvers staðar og mig vantar tónlist í lífið hef ég séð mér fyrir henni sjálf. Tek lagið, stundum upphátt, en oftar í hljóði. En því fylgir ákveðin einhæfni, að hafa einn tónlistarmann, mig þá, syngjandi daginn út og inn, fyrir sjálfa mig. Myndi vissulega gefa mér aukna víðsýni á tónlistarsviðinu að eignast iPod. Eins myndi ég læra nýja texta, þar sem tónlistarmaðurinn ég fer oft frjálslega með texta, sökum minnisleysis. Sama lagið myndi fá nýja merkingu.
Svona getur þetta verið fallegt og einfalt stundum.
Lífið er yndislegt.

laugardagur, júní 24, 2006

You know you addicted to the internet when..

You find yourself brainstorming for new subjects to Google.
You refuse to go to a vacation spot with no electricity and no phone lines.
You spend half of the plane trip with your laptop on your lap.... and your kid in the overhead compartment.
You turn your computer off and get this awful empty feeling, like you just pulled the plug of your loved one.
You refer to going to the bathroom as downloading.
Your heart races faster and beats irrergulary each time you see a new WWW site address printed on the TV, even though you've never had heart problems before.
You step out of the room and realize that your roomates have moved and you don't have any idea when it happened.
You turn up the volume read loud when leaving the room so you can hear if anyone IM's you.
All of your friends have an @ in their names.
Looking at a pageful of someone else's links, you notice that you've been to all of them.
You check your mail. It says "no new messages." So you check it again.
You code your homework in HTML and give your intsructor the URL.
You miss more than five meals a week downloading the latest MP3's off Kazaa Lite.
You wake up at 3 a.m. to go to the bathroom and stop and check your e-mail on the way back.
You ask a plumber how much it would cost you to replace the chair in front of your computer with a toilet.
You forget what year it is.
You start tilting your head sideways to smile.
You start using smileys in your snail mail
You bring a bag lunch to the computer.
You have withdrawals if you are away from the computer for more than a few hours.
You take a speed reading course to keep up with the scrolling.
You type faster than you think.
You double click your TV remote.
You can now type over 70 WPM.
You check your e-mail and forget you have real mail.
You go into withdrawals during dinner.
You have "Googled" all your friends to try to find out anything interesting that they are not telling you and you can use against them later.
You message someone via IM when they are less than 20 feet away.
You sign off and your screen says you were on for 3 days and 45 minutes.
You say "he he he he" or "heh heh heh" instead of laughing.
You talk on the phone with the same person you are sending an instant message to.
You get up in the morning and go online before getting your coffee.
Your teacher or boss recommends a drug test for the blood shot eyes.
The letters have come off your keyboard from excessive use.
You order pizza online - because you can't be bothered to call.
You say "SCROLL UP" when someone asks what it was you said.
You look at an annoying person off line and wish that you had your ignore button handy.
You enter a room and get greeted by 25 people with {{{hugs}}} and ** kisses**.

You actually get these jokes and pass them on to other friends who are addicted to the internet.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Skýringin er komin

Það hlaut að vera ..*feginleikastuna*
ýta hér

miðvikudagur, júní 21, 2006

Esjuferð

Á morgun fimmtudaginn 22. júní mun ákaflega hresst fólk hittast við Esjurætur kl.19:00. Við viljum hafa ÞIG með! Þ.e. ef þú þorir. Konur og menn. Ég er með pláss fyrir einn í bílnum mínum ef þig vantar far. Annars geturðu bara keyrt sjálf/ur, þetta er bara smá spotti. Góð ókeypis líkamsrækt, hreint súrefni sem og undurfagurt útsýni.

Ég sé þig á Esjunni.

Koma svo fólk!
Samstaða!
Allir með!
Gaman saman!
Virkjum ungmennafélagsandann!

þriðjudagur, júní 20, 2006

Parking perfection

Bílaleikur
Ég kemst bara á þriðja borð. En þó gengur mér betur að bakka honum í stæði en Yaris-num mínum.
Mér skal takast að klára leikinn.

mánudagur, júní 19, 2006

Gamlir dagar

Ég var að ræða við vinkonu mína áðan. Umræðan snérist um Duran Duran og Wham, eða ríginn á milli aðdáendahópa hér forðum daga. Wham best, Duran Duran verst. Hún var Wham aðdáandi, þessi vinkona mín. Ég þóttist hafa verið Duran Duran aðdáandi. En þegar að er gáð man ég það hreinlega ekki. Ég held ég hafi verið of ung í þetta fár. Ég hengdi plaköt upp á vegg og en hlustaði aldrei á tónlistina neitt að ráði. Seinna eignaðist ég rautt segulbandstæki og klessti límmiðum á það. Það fannst mér töff. Safnaði kassettum með Michael Jackson og Kim Wilde. Mesta sportið var að vera á hjólaskautum, í bláa apaskinnsgallanum sem ég fór helst ekki úr, skauta með rauða tækið á öxlinni og blasta Michael Jackson. Ég man þegar mamma og pabbi fóru eitt sinn til útlanda og mamma ætlaði að kaupa Michael Jackson spólur handa mér. Ég var tryllt af spenningi þegar þau komu heim og mamma var að taka upp úr töskunum. Fékk svo spólurnar í hendurnar, leit á þær og fór að grenja. Á ennþá óopnaðu spólurnar með Michaelu Jackson gospelsöngkonu inni í skáp. Þessir foreldrar.
Svo tók við AC/DC tímabilið. Það var samt bara í þykjustunni. Átti eina spólu með þeim og hlustaði bara á rólega lagið á henni. En ég gekk samt í svartri fighter-úlpu og hermannaklossum. Sparkaði í steina og nuddaði skónum upp úr sandpappír, táin varð að vera eydd, annað var hallærislegt. Reif gallabuxur í tætlur og notaði sandpappírinn á þær. Hárið alltaf nákvæmlega eins. Lágt tagl og toppurinn spreyjaður upp og til hliðar, glerharður.
Svo kom Levi´s tímabilið. Levi´s frá toppi til táar. Svartar, hvítar, gular, grænar, rauðar Levi´s gallabuxur. 501. Annað var glatað. Mamma í útlöndum með innkaupamiða: "Levi´s 501. Annars nota ég þær ekki mamma". Mamma kemur heim með fjölda gallabuxna, sagðist hafa fengið þær á spottprís. OMG FEIK! Ekki séns að ganga í feik gallabuxum. Þær fóru upp í skáp og voru ekki hreyfðar.
Hipp-hopp tímabilið. Þykjustuleikur. Íþróttabuxur og síðir bolir. BMW merki um hálsinn og jafnvel sundgleraugu á góðum degi. Stórir marglitir plasthringir á sem flestum fingrum. *hóst*
Spútnik tímabilið. Notaðar gallabuxur og leðurjakki úr spútnik. Afabolir úr herrafataverslun Guðfinns eða hvað hún heitir. Þykkbotna skór úr Bozzanova og klútur. Svart hárskol, ljóst meik og svartur eyeliner. Strætó í Kringluna á hverjum föstudegi eftir skóla. Sami hringurinn genginn. Franskar í Kvikk eða hrísgrjón með karrísósu. Korskinkorva um kvöldið.
Kellingartímabilið. Þykkir jakkar með loðkraga úr Sautján. Síð pils og háir hælar. Liðir í hárinu og perlueyrnalokkar. Greið leið á skemmtistaði þrátt fyrir ungan aldur.
Unglingatímabilið. Ég er stödd þar núna. Því lýkur vonandi aldrei. Vona að ég eigi aldrei eftir að taka sjálfa mig jafn hátíðlega og ég gerði hér áður fyrr.

AMEN.

E.s. Síðan er bleik í tilefni kvenréttindadagsins. Til hamingju konur. (verst að linkarnir og myndirnar duttu út)

laugardagur, júní 17, 2006

17. júní

Hæ hó jibbí jei, það er kominn 17. júní. Veðrið samkvæmt því. Jahá. Gaman að sumt breytist ekki. Ákveðið öryggi í því. Rigning á 17. júní. Alltaf.
Annars kaus ég að fara úr bænum og í bústað. Sit núna í einum slíkum hjá vinafólki í Minni-Borg. Hér er allt til alls, meira að segja þráðlaust net. Grillmatur borðaður yfir leik. Ítalía-USA. OMG! Þvílíkur leikur. Olnbogaskotið, uss. Pabbi hringdi úr hytte-tur í Norge þar sem fengið var lánað tv (te-ve) til að glápa á leikinn. Pabbi minn. Að horfa á fótbolta. Furðulegt. Afleiðing af því að gefa fótboltaþjálfara hönd elstu dótturinnar. Svona er þetta stundum.
Engin bárust mér svörin hér um Ryan nokkurn Giggs. Ég leitaði lengi og fann svarið fyrir rest (takk herra Þórður nýgifti). Ryan Giggs er Wales-ari. Það hlaut að vera.
Það er nefnilega svoleiðis.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Fótbolta - mas

Ég uppgötvaði eitt í dag. HM er ennþá. HM er út júní mánuð. Ég spurðist fyrir um hvenær Ísland myndi keppa. Það vakti kátínu. Ég sem hélt að nóg væri að hafa Eið Smára í liði, enda nýbúinn að skrifa undir hjá Barcelona. Hann er besti fótboltamaðurinn hélt ég. Hann var allavega bestur í fótbolta í ákveðinni götu í Seljahverfi forðum daga. Ég held þetta hljóti að vera misskilningur, að útiloka Ísland svona frá HM.
Ég horfði á England og Trinidad og Tobago spila í kvöld. Eða svona með öðru, í matar og kaffipásum. Mér fannst þetta geysilega spennandi leikur. Eitt skil ég þó ekki. Hvað varð um Ryan Giggs? Af hverju spilar hann ekki með landsliðinu? Svör eru vel þegin. Hann spilar ennþá með Manchester United og Breti er hann. Ég skil ekki svona pólitík. Hvar er hann?
Eins horfði ég aðeins á leik Svíþjóðar og Paragvæ. Hann var þó ekki eins spennandi fannst mér, en hélt með Svíþjóð og var glöð þegar þeir skoruðu þarna í bláendann.
Ég held eiginlega með Englandi og Svíþjóð. Því verður ákaflega spennandi að sjá löndin etja kappi þann 20. júní. Þó er eitt að vefjast fyrir mér. Nú er Svíinn Sven-Göran Eriksson þjálfari enska liðsins. Hvernig virkar það þegar liðið keppir á móti Svíþjóð? Verða ekki hagsmunaárekstrar? Verður ekki allt brjálað ef England tapar.. þjóðerniskennd þjálfarans kennt um? Maður spyr sig.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Ferð

Ég fór á tónleika í gær. Roger Waters úr Pink floyd. Ég, Roger og 14.998 aðrir. Aumingja Grafarvogsbúar. Tvær umferðaræðar og báðar stíflaðar. Of margir bílar, of illa skipulagt gatnakerfi. Ég var sein á ferð. Brá lítillega þegar ég keyrði upp Ártúnsbrekkuna og sá að stíflan byrjaði neðan við Esso. Ég hugsaði mér þó gott til glóðarinnar, sveigði hjá Esso og undir brúna. Þekki götur Höfðabakkahverfisins eins og lófann á mér, enda gamall malbikunarjaxl. Hef þrætt allar götur þessa annars ágæta hverfis. Gengið ofan á heitu nýlögðu malbiki í stórum malbikunarskóm. Dregið kerru með geislavirku Troxler tæki og stungið því ofan í malbikið með 25 m millibili. Skráð og mælt. Fékk af og til að taka í skóflu. Passa bakið, beygja sig í hnjám og renna skóflunni inn í heitt malbikið og strá haugnum léttilega ofan á fræsið. Að mér fannst. Ég skildi aldrei almennilega því þeir vildu hafa mig á sópnum í staðinn. Snurfusa kanta. Ég er víst sterk og ég moka ekki hægt. Dónar. Hey, hvar var ég. Já tónleikar. Umferðarteppa. Mig fór allavega að renna í grun að fleiri en ég væru kunnugir þarna. Styttri leiðin reyndist ekkert greiðfærari (gullmoli, það má stela þessum). Löng saga gerð stutt: Ég lagði í næsta lausa stæði við Egilshöll, við Hagkaup í Spönginni. Mætti hálftíma of seint. Fór hálftíma of snemma. Fínir tónleikar, flott show. Ég missti ekki af uppáhaldslaginu mínu. Wish you were here. Það var flott. Minnir mig óneitanlega á góðvin minn á Spáni. Tú eres muy guapo, simpatíco y muy unica. Nei þú.

mánudagur, júní 12, 2006

Magnum


Ef það er einhver mynd sem ég hef aldrei nennt að horfa á þá er það Zoolander. Nenni ekki svona vitleysisgangi. Horfi bara á evrópskar sem og Óskarsverðlaunamyndir. Ég er svo þroskuð skiljiði.
Í gær var ég stödd hjá vinkonu minni, ásamt annarri vinkonu. Ég saup hveljur þegar ég sá Zoolander skellt í DVD spilarann. En vegna gífulegs þroska og umburðarlyndis sem einkennir mig ákvað ég að malda ekki í móinn.
Ég viðurkenni dómgreindarleysi.
Til að gera langa sögu stutta: Ég meig næstum í mig úr hlátri. Hló frá upphafi til enda. Þessi mynd er algjör snilld. Algjör S-N-Y-L-D og vel við hæfi þroskaðra kvenna.

Derek Zoolander Center for Kids Who Can't Read Good and Would Like To Do Other Things Good too

sunnudagur, júní 11, 2006

Væmna bloggið

"Það er eitthvað sem segir mér að annað leynibrúðkaup muni eiga sér stað í sumar" Þetta skrifaði ég 19. maí. Viti menn, síðastliðinn föstudag fór Kolla á skeljarnar og bað Lilju. Ég er ekkert að monta mig eða neitt svoleiðis af spádómsgáfu minni. Jú annars. Kannski pínu. Reyndar er ekki komin dagsetning á brúðkaup, en bónorð er gott sem. Eins verður það sennilega ekki í leyni, en stundum skjátlast manni pínulítið. Ég er nú bara mannleg. Þetta var líka svolítið gefið, þar sem sjaldan hittir maður manneskjur sem eiga svona vel saman, eins og þær tvær. Það er alveg ótrúlega fallegt. Ég man þegar Kolla talaði fyrst um stelpuna sem hún var að kynnast. Hún talaði reyndar um hana öllum stundum. Lilja, Lilja, Lilja. Verst að Lilja bjó í Danmörku. Eða kannski best. Átti eflaust að vera þannig. Svo byrjuðu ferðalögin á milli landa. Á kaffihúsi í Reykjavík fagurt kvöld í ágúst var loks daman til sýnis. Lilja sem allir höfðu beðið eftir. Svona líka frábær stelpa. Það var merkilega sterk tilfinning sem ég upplifði, að þetta væri komið til að vera (spádómsgáfan aftur). Lilja flutti heim frá Danmörku og síðan þá hefur það verið Kolla & Lilja. Lilja & Kolla. Ekki samt Kollilja, sem er eins gott. Þær eru falleg blóm sem vaxa hlið við hlið, en þó ekki það nálægt að þeim skorti súrefni. Fallegt bandalag tveggja einstaklinga.
Núna fer svo að líða að bryllupi. Til hamingju yndislegu vinkonur mínar.

(Kolla, smá walk down memory lane frá Danmerkur-Íslands tímum ;))

I'd give up forever to touch you
'Cause I know that you feel me somehow
You're the closest to heaven that I'll ever be
And I don't want to go home right now
And all I can taste is this moment
And all I can breathe is your life
'Cause sooner or later it's over
I just don't want to miss you tonight

föstudagur, júní 09, 2006

Lilja Torfa afmælisbarn

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Lilja,
hún á afmæli í dag.

Hún er þrítug í dag,
hún er þrítug í dag,
hún er þrítug hún Lilja,
hún er þrítug í dag.

Til hamingju með afmælið sæta stelpa. Þú ert yndislegur gleðigjafi, falleg og góð. Gaman að hlæja með þér. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar. Þú ert æði. Besta hárgreiðslukonan í heiminum. Svo ertu líka alveg óstjórnlega skemmtileg og fyndin. Mér þykir vænt um þig.

knús og kram

fimmtudagur, júní 08, 2006

Gleði gleði gleði


Ég er lasin. Búin að snúa sólarhringnum við. Var farið að leiðast ískyggilega mikið áðan og kveikti á sjónvarpinu og hjartað tók kipp. Skjár 1 farinn að sýna Beverly hills 90210 á nóttunni. Algjör snilld. Held ég eigi ennþá plakötin með Dylan einhvers staðar í kassa. Bad boy Dylan. Sæti aðstandandinn Brenda. Það hefði einhver mátt segja henni frá smalason.
Hey, verð að hætta. Brenda er í siðferðislegri klemmu, vinkona hennar er stelsjúk.

Bæjó.

Barnablessun


Fór í Baby shower hjá henni Heiðu minni sem á að eiga eftir rúman mánuð. Margt góðra kvenna. Allar komu með litlar ómerktar gjafir. Ótrúlega skemmtilegt og sætt. Dúllídúll. Hún (eða þær ;)) fengu smekki, naghringi, samfellur, gubbstykkis-græju til að hafa á öxl, snuð og allskyns dót. Hver og ein kom með smávegis matarkyns og í heildina var þetta hið besta hlaðborð. Farið var með fallega bæn til handa móður og barni. Það var innrás á tárakirtla. Yndislegt. Mikið hlegið, mikið gaman.
Veislan var haldin hjá móðursystur Heiðu sem býr svo vel að eiga garðskála og hengirúm sem hægt er að strengja yfir. Liggjandi í rúminu má sjá yfir hálfan Kópavog og alla leið út á Álftanes (eða eitthvað nes, hef aldrei verið góð í landafræði), allavega sjó, fallegan sjó og fallegt nes. Vatnsberarnir með ævintýraþrána urðu að prófa. Þetta var svo sannarlega ævintýri og alveg "festa í minni tilfinning" fyrir kvöldhugleiðsluna.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Afmælisveisla

Mér var boðið í afmælisveislu í kvöld. Fimmtugsafmæli. Hjá Bubba.

Bíðiði aðeins.. ég er enn að ná andanum.

Ég held ég tali fyrir munn allra þeirra fimm þúsund sem voru á staðnum þegar ég segi að þessir tónleikar voru hreint út sagt frábærir. Tryllingslega góðir. Tær snilld. Þétt þriggja tíma dagskrá. Maðurinn er snillingur. Margir góðir spiluðu undir og tóku lagið en Hera átti að mínu mati kvöldið með Bubba. Þegar hún tók "Stúlkan sem starir á hafið" mátti heyra saumnál detta. Hún hreif alla með sér. Það var sem hún segði sögu, dapra átakanlega sögu. Enda textar Bubba frábærir.

Bubbi kann heldur betur að halda afmæli.

mánudagur, júní 05, 2006

Bryllup

Fór í fallega brúðkaupsveislu hjá Pálínu og Þórði á laugardag. Alveg hreint yndisleg. Þau eru auðvitað svo falleg bæði tvö, að innan sem utan. Að sjá þau í hvítu brúðkaupsfötunum, þvílík fegurð. Mamma brúðar og pabbi brúðguma opnuðu kvöldið með fallegri ræðu, svo fallegri að ekki var þurrt auga í salnum. Veislustjórar stóðu sig með stakri prýði og vöktu kátínu. Maturinn var ómótstæðilegur, alveg þriggja kúgaðra ferða virði, ég fór samt bara eina *hóst* (hey það telst ekki til fleiri ferða ef maður stendur hjá hlaðborðinu og borðar). Brúðhjónin dönsuðu brúðarvalsinn, eða allavega fallegan brúðardans. Gerðu það svo fagmannlega að það mætti halda að Jósi hafi kennt þeim. (innskot: Jósi er margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum og er einn sá færasti á landinu, og þótt víðar væri leitað. Til gamans má nefna að Jósi er einnig einhleypur. Áhugasamar (um samkvæmisdansa sem og fleiri dansa) setji sig í samband við mig, ég mun svara fyrirspurnum greiðlega sem sérlegur umboðsmaður pro bono)
Nana söng brúðargjöf frá brúði til brúðguma. Það var einnig nokkurra tára virði. Eiginlega heilmargra, svo fallegt var það. Lilja ætlaði að flytja söngatriði fyrir hönd Idol-klúbbsins, en varð frá að hverfa vegna tæknilegra örðugleika. Það verður þó tekið síðar. Sem er vel, því söngatriði Lilju hefði skyggt á hina. Myndbandið af brúðkaupinu sem átti sér stað í Las Vegas var sýnt. Svei mér ef táraflóð náði ekki hámarki þá. Þetta er án efa fallegasta brúðkaupsmyndband sögunnar. Jennifer og Brad who? Ég lifði mig svo inn í það að þegar presturinn sagði: "repeat after me", þá tók ég það bókstaflega og byrjaði "I Paulina..". Svo áttaði ég mig á því að ég var ekki brúðurin, og ekki stödd í Las Vegas. Leit hálf skömmustuleg í kringum mig, bara Kolla flissandi að uppátæki mínu. Ég hélt því kúlinu. Hjúkket.

Til hamingju elsku Pálína og Þórður með hvort annað. Þið eruð yndisleg.

sunnudagur, júní 04, 2006

Brúðkaupsmyndir

Núna eru allar myndirnar komnar í hús. Brúðkaupsveislumyndir Pálínu og Þórðar eru í neðra albúmi. Blogga svo um det hele í kvöld.
En núna er ferðinni heitið austur fyrir fjall, í grill og lystisemdir. Namminamm.

fimmtudagur, júní 01, 2006

2. júní 2006

Auðbjörg og Ásgeir.
Hvað eiga þau sameiginlegt?
-Bæði eru þau hávaxin. Þó hann ögn hærri en hún.
-Bæði eru ákaflega málgefin. Þó hún meira en hann. Vona ég.
-Bæði nota þau gleraugu. Þó þau tolli betur á henni en honum.
-Bæði eru einstaklega falleg. Þó hann höfði meira til mín vegna kynferðis.
-Bæði eru skemmtileg. Jafnt. (hey ég er kennarasleikja)
-Bæði eru íþróttafólk. Þó annað þykist meira en hitt. Við elskum hana samt.
-Bæði eiga þau sérstakan stað í hjarta mínu.
-Bæði fæddust 2. júní 1977 og því eiga þessar elskur afmæli í dag!

Hér er lýsing á Tvíbura, tekið af mbl.is. En Tvíburi er einmitt stjörnumerki afmælisbarna dagsins. Það er skemmtileg tilviljun.

Tvíburinn er yfirleitt glaðlegur og á það til að vera vingjarnlegur. Sérstaklega þegar honum er hrósað og athyglin beinist að honum. Grunneðli hans einkennist af töluverðri stríðni, gamansemi og góðlátlegri glettni, sérstaklega á annarra kostnað. Hress og góðlegur svipur er einkennandi fyrir hinn dæmigerða Tvíbura. Dæmigerður Tvíburi er opinminntur og frá honum skín barnsleg einlægni. Fegurð er einkennandi fyrir Tvíbura og vekur hann athygli hvert sem hann fer. Hann hefur oft björt og sakleysisleg augu og stríðnisglampi er áberandi, sérstaklega þegar honum finnst hann hafa skotið einum góðum á viðmælanda sinn. Þá á hann til að hristast allur og hlæja að eigin fyndni, jafnvel missa þvagdropa af spenningi. Viðmælendur fyllast þá bjargvættistilfinningu og því á Tvíburinn marga aðstandendur sem vilja leiða Tvíburann og passa hann. Tvíburinn er málgefnari en flestir og hefur gaman af að segja frá. Á því sviði sem öðru einkennir það Tvíburann að hann fer úr einu í annað, virðist samhengislaus og markalaus, þó það sé fjarri hinu sanna. Gegnum tíðina safnar hann því í kringum sig umburðarlyndu fólki sem leyfir honum að vera eins og hann er. Í fjölskylduboðum og öðrum samkvæmum gengur hann á milli manna og herbergja og segir sögur af sjálfum sér, hreykir sér af íþróttasigrum sem og öðrum sigrum. Aðstandendum Tvíburans lærist þó fljótt að nýta tímann meðan Tvíburinn masar í t.d. hugleiðslu og annað uppbyggilegt, en líta upp á réttum augnablikum og hrósa Tvíbura, þannig helst hann barnslega glaður. Tvíburinn er einstaklega forvitinn og aflar sér fróðleiks fyrir framan sjónvarp í frístundum sínum, skiptir hratt á milli rása og horfir á alla mögulega og ómögulega þætti og ræðir þá óspart, hvort sem fólk vill hlusta eður ei. Tvíburinn er góður vinur og þykir fólki auðveldlega vænt um hann.

Afmælisbörn dagsins 2. júní: Ef afmælisbörn dagsins eiga að öðlast sanna lífshamingju verða þau að veita fólki í nánasta umhverfi meiri athygli og hrósa því meira. Ef þau leggja sig fram við það, sérstaklega hvað varðar fólk í Vatnsberamerki, þá er gatan greið.

Til hamingju með afmælið þið tvö sæta fólk!!
Vonum að dagurinn verði ykkur góður og síðasta árið áður en ungslingsárum lýkur reynist ykkur fallegt og kærleiksríkt. Þið eruð falleg, skemmtileg, góð og fyndin, glæðið líf þeirra sem kynnast ykkur.

Húrra húrra húrra !!