þriðjudagur, júní 06, 2006

Afmælisveisla

Mér var boðið í afmælisveislu í kvöld. Fimmtugsafmæli. Hjá Bubba.

Bíðiði aðeins.. ég er enn að ná andanum.

Ég held ég tali fyrir munn allra þeirra fimm þúsund sem voru á staðnum þegar ég segi að þessir tónleikar voru hreint út sagt frábærir. Tryllingslega góðir. Tær snilld. Þétt þriggja tíma dagskrá. Maðurinn er snillingur. Margir góðir spiluðu undir og tóku lagið en Hera átti að mínu mati kvöldið með Bubba. Þegar hún tók "Stúlkan sem starir á hafið" mátti heyra saumnál detta. Hún hreif alla með sér. Það var sem hún segði sögu, dapra átakanlega sögu. Enda textar Bubba frábærir.

Bubbi kann heldur betur að halda afmæli.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já Bubbi er snilld! Það hef ég alltaf vitað... ég er líka að fara í afmælið hans, nema það er á laugardaginn. En elsku Hulda gaman að lesa bloggið þitt. Erum við ekki að fara að hittast, hvernig var það???

júní 07, 2006  
Blogger huldan said...

Hey, ferð þú í eitthvað prívat afmæli til Bubba!? Uss.. ég er ekkert öfundsjúk sko!

híhí.. jú hittast fljótlega, mjög fljótlega, í þessari viku eða næstu. Ég vinn frekar óreglulega og þarf svo að sinna öðrum skyldum, gott að ákveða með smá fyrirvara ;)

júní 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki Bubba fan en það hefur ábyggilega verið gaman að sjá showið

júní 07, 2006  
Blogger huldan said...

Nei sko, takk fyrir kommentið Magga mín. Virkilega fallegt.

Gaman að sjá hvað þú ert forsjál, betra að eiga nokkrar baunir í pokanum, uhh..heldur en lófanum.. því þú veist, þær detta úr lófanum.. þú veist, milli fingrana ..eða eitthvað. Alltílagibless

júní 07, 2006  
Blogger B said...

Hvar í húsinu ertu að vinna mín kæra? Er alltaf að glápa inn til ritara Slysa- og bráðamóttöku og sé þig aldrei þar.

kveðja Bergþóra

júní 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey! Þú verður að vera góð við nýliðan. Aðlögun, en ekki áróður

júní 07, 2006  
Blogger huldan said...

Bergþóra, ég er á ganginum inn af slysó, til vinstri áður en komið er að CT.

Magga, stattu undir viðurnefninu og hættu þessu væli ;)

júní 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða viðurnefni? Ég er svo mikið softie

júní 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessir tónleikar voru klár snilld. Þær voru ógleymanlegir. Vá...

júní 10, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home