Bryllup
Fór í fallega brúðkaupsveislu hjá Pálínu og Þórði á laugardag. Alveg hreint yndisleg. Þau eru auðvitað svo falleg bæði tvö, að innan sem utan. Að sjá þau í hvítu brúðkaupsfötunum, þvílík fegurð. Mamma brúðar og pabbi brúðguma opnuðu kvöldið með fallegri ræðu, svo fallegri að ekki var þurrt auga í salnum. Veislustjórar stóðu sig með stakri prýði og vöktu kátínu. Maturinn var ómótstæðilegur, alveg þriggja kúgaðra ferða virði, ég fór samt bara eina *hóst* (hey það telst ekki til fleiri ferða ef maður stendur hjá hlaðborðinu og borðar). Brúðhjónin dönsuðu brúðarvalsinn, eða allavega fallegan brúðardans. Gerðu það svo fagmannlega að það mætti halda að Jósi hafi kennt þeim. (innskot: Jósi er margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum og er einn sá færasti á landinu, og þótt víðar væri leitað. Til gamans má nefna að Jósi er einnig einhleypur. Áhugasamar (um samkvæmisdansa sem og fleiri dansa) setji sig í samband við mig, ég mun svara fyrirspurnum greiðlega sem sérlegur umboðsmaður pro bono)
Nana söng brúðargjöf frá brúði til brúðguma. Það var einnig nokkurra tára virði. Eiginlega heilmargra, svo fallegt var það. Lilja ætlaði að flytja söngatriði fyrir hönd Idol-klúbbsins, en varð frá að hverfa vegna tæknilegra örðugleika. Það verður þó tekið síðar. Sem er vel, því söngatriði Lilju hefði skyggt á hina. Myndbandið af brúðkaupinu sem átti sér stað í Las Vegas var sýnt. Svei mér ef táraflóð náði ekki hámarki þá. Þetta er án efa fallegasta brúðkaupsmyndband sögunnar. Jennifer og Brad who? Ég lifði mig svo inn í það að þegar presturinn sagði: "repeat after me", þá tók ég það bókstaflega og byrjaði "I Paulina..". Svo áttaði ég mig á því að ég var ekki brúðurin, og ekki stödd í Las Vegas. Leit hálf skömmustuleg í kringum mig, bara Kolla flissandi að uppátæki mínu. Ég hélt því kúlinu. Hjúkket.
Til hamingju elsku Pálína og Þórður með hvort annað. Þið eruð yndisleg.
Nana söng brúðargjöf frá brúði til brúðguma. Það var einnig nokkurra tára virði. Eiginlega heilmargra, svo fallegt var það. Lilja ætlaði að flytja söngatriði fyrir hönd Idol-klúbbsins, en varð frá að hverfa vegna tæknilegra örðugleika. Það verður þó tekið síðar. Sem er vel, því söngatriði Lilju hefði skyggt á hina. Myndbandið af brúðkaupinu sem átti sér stað í Las Vegas var sýnt. Svei mér ef táraflóð náði ekki hámarki þá. Þetta er án efa fallegasta brúðkaupsmyndband sögunnar. Jennifer og Brad who? Ég lifði mig svo inn í það að þegar presturinn sagði: "repeat after me", þá tók ég það bókstaflega og byrjaði "I Paulina..". Svo áttaði ég mig á því að ég var ekki brúðurin, og ekki stödd í Las Vegas. Leit hálf skömmustuleg í kringum mig, bara Kolla flissandi að uppátæki mínu. Ég hélt því kúlinu. Hjúkket.
Til hamingju elsku Pálína og Þórður með hvort annað. Þið eruð yndisleg.
1 Comments:
hææææ takk takk takk.....fyrir að skrifa svona fallega um okkur. Gaman hvað þið skemmtuð ykkur vel....Lilja tekur bara atriðið fyrir mig seinna hehe....kannski þú og Kolla verðið go go píur með henni. Hlakka til að sjá þig fljótlega. Hugs and kisses. Pálí
Skrifa ummæli
<< Home