miðvikudagur, júní 21, 2006

Esjuferð

Á morgun fimmtudaginn 22. júní mun ákaflega hresst fólk hittast við Esjurætur kl.19:00. Við viljum hafa ÞIG með! Þ.e. ef þú þorir. Konur og menn. Ég er með pláss fyrir einn í bílnum mínum ef þig vantar far. Annars geturðu bara keyrt sjálf/ur, þetta er bara smá spotti. Góð ókeypis líkamsrækt, hreint súrefni sem og undurfagurt útsýni.

Ég sé þig á Esjunni.

Koma svo fólk!
Samstaða!
Allir með!
Gaman saman!
Virkjum ungmennafélagsandann!

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmmmm. Þetta er eitt af því sem mér finnst að ég EIGI endilega alltaf að vera að gera! (Veit ekki af hverju) En ég er að vinna annað kvöld og verð með ykkur í andanum...

júní 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ég bíð uppi..... ja, það fer eftir hvað þú ert lengi...

carpachio

júní 21, 2006  
Blogger BB said...

Það hlýtur bara að vera eitthvað rosalega spennandi uppi á þessari blessuðu Esju, nema þá að lífið sé í raun spurning um djörníið - ekki destineisjonið...?

júní 21, 2006  
Blogger huldan said...

Með þig bíðandi uppi þá klíf ég brattann eins og ég eigi lífið að leysa.

Bara til að geta hitt þig fyrr, bíðandi uppi.


(by the way, það er töff að vera væmin. Væmin er nýjasta töffið)

júní 21, 2006  
Blogger huldan said...

Væmna kommentið tilheyrir Carpachio, hann er sá eini sem fær væmni og sprett upp Esjuna.

Heyrðu þú herra B. Þú ættir e.t.v. að skella þér með. Þú gætir leyst lífsgátuna sem og ritað dálk um hugrakkan hóp af ungmennum sem kleif Esjuna fagurt fimmtudagskvöld í júní.

júní 21, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð því miður að tilkynna það að ég kemst ekki þótt ég glöð vildi. Þvílíkur bömmer

júní 22, 2006  
Blogger huldan said...

Já Magga mín, ég veit.. það er tímafrekt að "þvo hárið" ;)

júní 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það getur verið það, en ég kem með næst. Alveg sprækust á svæðinu. En reyndar hef ég farið tvisvar á toppinn á Esjunni en þá var ég reyndar 10 ára. Margt gerst síðan þá, mjög margt....

júní 22, 2006  
Blogger huldan said...

Hver veit nema Steven nokkur Spieldberg verði á Esju rölti í sumar að leita að fólki til að leika (mögulega) aukahlutverk í mynd með siðferðislegan boðskap..

SUPERSTAR ! ! ! !

júní 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

haaappyyy.....haaaappyyy............haaappyyy

júní 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig var svo Esjuferðin.

júní 22, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig var svo Esjuferðin.

júní 22, 2006  
Blogger huldan said...

Esjuferðin var tær snilld, hreint út sagt frábær :)

júní 22, 2006  
Blogger Magndís said...

Ertu ekki með harðsperrur?? 'eg get varla beygt mig.. Þeir sem vilja vita!! þá hljóp Hulda og félagi upp Esjuna.. og ég hélt nokkurn vegin í við þau ótrúlegt en satt.. Hulda er í þokkalegu formi skal ég segja ykkur!!

júní 24, 2006  
Blogger huldan said...

Hahaha... jú ég er með nettar harðsperrur í rassinum, annars er ég góð. Hlaupa upp Esjuna eru ýkjur, þó nokkrir góðir sprettir hafi verið teknir ;)

júní 24, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home