þriðjudagur, júní 13, 2006

Ferð

Ég fór á tónleika í gær. Roger Waters úr Pink floyd. Ég, Roger og 14.998 aðrir. Aumingja Grafarvogsbúar. Tvær umferðaræðar og báðar stíflaðar. Of margir bílar, of illa skipulagt gatnakerfi. Ég var sein á ferð. Brá lítillega þegar ég keyrði upp Ártúnsbrekkuna og sá að stíflan byrjaði neðan við Esso. Ég hugsaði mér þó gott til glóðarinnar, sveigði hjá Esso og undir brúna. Þekki götur Höfðabakkahverfisins eins og lófann á mér, enda gamall malbikunarjaxl. Hef þrætt allar götur þessa annars ágæta hverfis. Gengið ofan á heitu nýlögðu malbiki í stórum malbikunarskóm. Dregið kerru með geislavirku Troxler tæki og stungið því ofan í malbikið með 25 m millibili. Skráð og mælt. Fékk af og til að taka í skóflu. Passa bakið, beygja sig í hnjám og renna skóflunni inn í heitt malbikið og strá haugnum léttilega ofan á fræsið. Að mér fannst. Ég skildi aldrei almennilega því þeir vildu hafa mig á sópnum í staðinn. Snurfusa kanta. Ég er víst sterk og ég moka ekki hægt. Dónar. Hey, hvar var ég. Já tónleikar. Umferðarteppa. Mig fór allavega að renna í grun að fleiri en ég væru kunnugir þarna. Styttri leiðin reyndist ekkert greiðfærari (gullmoli, það má stela þessum). Löng saga gerð stutt: Ég lagði í næsta lausa stæði við Egilshöll, við Hagkaup í Spönginni. Mætti hálftíma of seint. Fór hálftíma of snemma. Fínir tónleikar, flott show. Ég missti ekki af uppáhaldslaginu mínu. Wish you were here. Það var flott. Minnir mig óneitanlega á góðvin minn á Spáni. Tú eres muy guapo, simpatíco y muy unica. Nei þú.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú er nagli! Vissi það ekki og bíð spennt eftir að lesa fleiri naglablogg!

júní 13, 2006  
Blogger huldan said...

Ég er búin að vera svo væmin undanfarið að tími var kominn að minna á ég er er, þrátt fyrir allt, malbikunarnagli ;)

júní 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

He he he! Sé þig í anda með brúðarslörið í mailbikunarham!!

júní 14, 2006  
Blogger huldan said...

Haha.. ég ætti nú að minnast á að ég malbikaði einnig Suðurlandsveg sem og Reykjanesbraut. Ég sko. Nokkrir Svíar líka og örfáir Íslendingar. Aðallega ég samt.

júní 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

já, sannarlega gaman að heyra að þú hafir skemmt þér vel.....
Gamli refurinn hefur tekið Wish you were here, sem er vel... En tók hann nokkuð hands on my waist, það er líka annar delerium tropical klassík...

Þessi malbikunarrembingur litla stelpa, fer þó inn um annað og út um hitt....þú átt heima á sópnum, hvort sem það er úti á vegi, eða inni í eldhúsi ;)
- og muna eftir æðruleysinu sæta....

- carpachio

júní 14, 2006  
Blogger huldan said...

Nei en hann tók hins vegar "guys who sleep in penthouses in spain bark the loudest" .. það sló í gegn og var vel tekið undir.

Ég er enn sönglandi það, bara get ekki hætt.

Bark, bark, bark... thunder.. na na na na na na na bark bark

júní 14, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home