fimmtudagur, júní 15, 2006

Fótbolta - mas

Ég uppgötvaði eitt í dag. HM er ennþá. HM er út júní mánuð. Ég spurðist fyrir um hvenær Ísland myndi keppa. Það vakti kátínu. Ég sem hélt að nóg væri að hafa Eið Smára í liði, enda nýbúinn að skrifa undir hjá Barcelona. Hann er besti fótboltamaðurinn hélt ég. Hann var allavega bestur í fótbolta í ákveðinni götu í Seljahverfi forðum daga. Ég held þetta hljóti að vera misskilningur, að útiloka Ísland svona frá HM.
Ég horfði á England og Trinidad og Tobago spila í kvöld. Eða svona með öðru, í matar og kaffipásum. Mér fannst þetta geysilega spennandi leikur. Eitt skil ég þó ekki. Hvað varð um Ryan Giggs? Af hverju spilar hann ekki með landsliðinu? Svör eru vel þegin. Hann spilar ennþá með Manchester United og Breti er hann. Ég skil ekki svona pólitík. Hvar er hann?
Eins horfði ég aðeins á leik Svíþjóðar og Paragvæ. Hann var þó ekki eins spennandi fannst mér, en hélt með Svíþjóð og var glöð þegar þeir skoruðu þarna í bláendann.
Ég held eiginlega með Englandi og Svíþjóð. Því verður ákaflega spennandi að sjá löndin etja kappi þann 20. júní. Þó er eitt að vefjast fyrir mér. Nú er Svíinn Sven-Göran Eriksson þjálfari enska liðsins. Hvernig virkar það þegar liðið keppir á móti Svíþjóð? Verða ekki hagsmunaárekstrar? Verður ekki allt brjálað ef England tapar.. þjóðerniskennd þjálfarans kennt um? Maður spyr sig.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Juuuuuu!!! Ertu þá svona líka? Malbik, fótbolti ... og hvað meira?

júní 16, 2006  
Blogger huldan said...

Já það hefur ekki leynst á þessari færslu að ég er greinilega fagmanneskja þegar kemur að fótbolta.

Meira spyrðu. Jú ég er í Bootcamp og kýli þar púða af miklum móð. Eins keyrði ég of hratt í apríl´04, það hratt að ég fékk sekt. Var á alveg 70 þar sem mátti bara keyra á 50. Í fyrra fór ég líka einu sinni að sofa án þess að vaska upp. Hér mætti lengi upp telja.

Já, ég er svo sannarlega villt ung stúlka. Það fer ekki milli mála.

júní 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

DOG... nefndirðu kúkabuxurnar???
jiii.. hvað mar var halllló!!
(Hefðir átt að sjá fermingarfötin mín!!!) SVARTAR LEÐURBUXUR OG SVARTUR OG HVÍTUR BOLUR... og ég á meira að segja myndir...

júní 20, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home