fimmtudagur, júní 08, 2006

Gleði gleði gleði


Ég er lasin. Búin að snúa sólarhringnum við. Var farið að leiðast ískyggilega mikið áðan og kveikti á sjónvarpinu og hjartað tók kipp. Skjár 1 farinn að sýna Beverly hills 90210 á nóttunni. Algjör snilld. Held ég eigi ennþá plakötin með Dylan einhvers staðar í kassa. Bad boy Dylan. Sæti aðstandandinn Brenda. Það hefði einhver mátt segja henni frá smalason.
Hey, verð að hætta. Brenda er í siðferðislegri klemmu, vinkona hennar er stelsjúk.

Bæjó.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst æði að það sé farið að sýna þetta aftur. Algjör snilld. Ég var 15 þegar það var byrjað að sýna þetta og mér fannst þetta æðislegir þættir. En núna....ég hef sjaldan séð eitthvað sem er jafn illa leikið. Og tískan..úff. Var maður virkilega svona?

júní 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hulda! Þori varla að viðurkenna það en ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er! Missti ég af einhverju rosalegu þarna um árið? Tískan í dag verður hörmung eftir smá...

júní 09, 2006  
Blogger huldan said...

Já þessir þættir þóttu snilld. Mér finnst nú pínulítið gaman að hlæja að þessu í dag. Allavega ein siðferðisklemma í hverjum þætti, sem unglingarnir leysa fallega úr og breyta rétt að lokum. Sniðugt..hahaha.

Valdís ég skil ekki hvernig þú hefur getað misst af þessu. Þetta var algjört æði á sínum tíma. En skemmtilegt frá því að segja að tískan er að hallast í þessa átt. Eins gott að horfa á þættina og vera aðeins ahead ;)

júní 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

jújú....leggings eru að koma sterkar inn. Einmitt svona svartar. Það er í öllum tískublöðunum

júní 09, 2006  
Blogger huldan said...

Leggings hafa nú verið í dágóða stund. Sjáðu hárið kona, hárið. Þú sérð meira að segja eima af því í ANTM, uppáhalds þættinum þínum, falleg sveifla.

júní 09, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé engan í leggings hérna heima. Bara í Bandaríkjunum, þegar ég var að hanga með
homie-unum í Staten Island :Þ

júní 09, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Ef þetta var fyrir 15 árum þá sat ég nú bara á Bíóbarnum öll kvöld sem var mitt annað heimili án sjónvarps ... og alveg pottþétt EKKI í gammósíum!

júní 09, 2006  
Blogger timmy said...

what language do you speak? lol just wantin' 2 know

júní 17, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home