sunnudagur, júní 25, 2006

Late bloomer

Núna fer að líða að Ameríkuferð. Því fylgja ósjálfrátt pælingar um hvað skal kaupa, í landi ódýrra tækja. Eitt langar mig alveg svakalega í, og það er iPod. Ég veit, svolítið sein, það eiga flestir þannig græju. Ég var stödd í bíl með ungri frænku minni um daginn. Hún var með iPod græjuna sína meðferðis, enda skilur hún hana ekki við sig. Ég var að ræða Bubba tónleikana og til að þagga niðrí mér, að ég held, þá spurði hún mig hvort ég vildi ekki bara hlusta á Bubba. Við tók skemmtileg stund. Hún skellti græjunni í hólfið undir útvarpið í bílnum og setti á ákveðna tíðni. Óskalög unga fólksins hófust þar sem ég pantaði lag eftir lag. Reyndar stundum sama lagið aftur og aftur, en það er önnur saga, þar sem ég er repeat stelpa. Mér leið eflaust ekki ólíkt A.G. Bell þegar hann fann upp símann. Ok, kannski ekki alveg, þar sem ég fann ekki upp þessa iPod græju. En samt, undrunin og gleðin yfir því að græja væri til með þennan fítus var mögnuð. Svona getur maður glaðst yfir litlu. Það er bara svoleiðis.
Eftir skoðun á netinu hef ég komist að því að græja sem ber nafnið iPod Nano myndi henta mér vel. Honum fylgir taska til að hafa á handlegg, en það þykir mér ákaflega sniðugt. Ég hef oft leitt hugann að iPod, en aldrei fundist ég hafa sérstaka þörf fyrir slíka græju. Ef ég er einhvers staðar og mig vantar tónlist í lífið hef ég séð mér fyrir henni sjálf. Tek lagið, stundum upphátt, en oftar í hljóði. En því fylgir ákveðin einhæfni, að hafa einn tónlistarmann, mig þá, syngjandi daginn út og inn, fyrir sjálfa mig. Myndi vissulega gefa mér aukna víðsýni á tónlistarsviðinu að eignast iPod. Eins myndi ég læra nýja texta, þar sem tónlistarmaðurinn ég fer oft frjálslega með texta, sökum minnisleysis. Sama lagið myndi fá nýja merkingu.
Svona getur þetta verið fallegt og einfalt stundum.
Lífið er yndislegt.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er þetta með ódýru hlutina í Ammmeríkunni :)
Ég fjárfesti einmitt í tveimur slíkum græjum.. þ.e. Ipod!
Keypti líka tækið sem þarf til að geta hlustað á Ipodinn í bílnum (þú mátt ekki gleyma að kaupa það). NEMA HVAÐ þetta er enn í kassanum hérna og hefur aldrei verið notað... einfaldlega af því að ég kann það ekki!
...p.s. ég var í Ameríkunni í febrúar!

júní 25, 2006  
Blogger huldan said...

Æji já, ég er líka svona "ég kann ekki" týpan á svona græjur. Keypti mér agalega fínan síma fyrir jól og fylgdi með honum allskonar dót, m.a. græja til að hlaða myndum í tölvu úr símanum og allskyns fítusar. Ég prófa og ef það virkar ekki í fyrstu tilraun þá bara legg ég því, nema einhver góður gefi sér tíma í að kenna mér.

júní 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

mæli með ipot nano , tækji sem allir ættu að eiga :) hafðu það rosalega gott sæta :) knús mús

júní 25, 2006  
Blogger huldan said...

Góða skemmtun í útlandinu fallega stelpa :)

júní 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu ef þú finnur einhvern til að kenna þér á Nano þá slærðu kannski á þráðinn og tekur mig með...svo getum við labbað saman um bæinn með handartöskuna...töff. Kristín Þóra

júní 26, 2006  
Blogger huldan said...

Kristín, sko, þú verður auðvitað að eiga töff hlaupagalla ef þú ætlar að spranga um bæinn með mér og handleggstöskunni minni verðandi. Þykjast svo hlaupa af og til. En ef þú vilt vera með handleggstöskuna yfir venjulegu fötin þín þá er það í lagi mín vegna, mátt alveg labba við hliðiná mér sko. Ég skal jafnvel tala við þig og allt. Enda góð stúlka með stórt hjarta. Ég þá. Og þú líka. ;)
Hey, hvenær kemurðu annars heim?

júní 26, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Þarna græði ég stórfé því ég treysti mér ekki í ipod! Ástæðan er að ég er einsog Jimmy Carter þegar hann datt á leið niður landganginn úr Air Force One og sagðist ekki geta gert tvennt í einu; labbað niður landganginn og tuggið tyggjó! Þannig yrði ég með ipod í eyrunum! Jeeeee

júní 26, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home