Væmna bloggið
"Það er eitthvað sem segir mér að annað leynibrúðkaup muni eiga sér stað í sumar" Þetta skrifaði ég 19. maí. Viti menn, síðastliðinn föstudag fór Kolla á skeljarnar og bað Lilju. Ég er ekkert að monta mig eða neitt svoleiðis af spádómsgáfu minni. Jú annars. Kannski pínu. Reyndar er ekki komin dagsetning á brúðkaup, en bónorð er gott sem. Eins verður það sennilega ekki í leyni, en stundum skjátlast manni pínulítið. Ég er nú bara mannleg. Þetta var líka svolítið gefið, þar sem sjaldan hittir maður manneskjur sem eiga svona vel saman, eins og þær tvær. Það er alveg ótrúlega fallegt. Ég man þegar Kolla talaði fyrst um stelpuna sem hún var að kynnast. Hún talaði reyndar um hana öllum stundum. Lilja, Lilja, Lilja. Verst að Lilja bjó í Danmörku. Eða kannski best. Átti eflaust að vera þannig. Svo byrjuðu ferðalögin á milli landa. Á kaffihúsi í Reykjavík fagurt kvöld í ágúst var loks daman til sýnis. Lilja sem allir höfðu beðið eftir. Svona líka frábær stelpa. Það var merkilega sterk tilfinning sem ég upplifði, að þetta væri komið til að vera (spádómsgáfan aftur). Lilja flutti heim frá Danmörku og síðan þá hefur það verið Kolla & Lilja. Lilja & Kolla. Ekki samt Kollilja, sem er eins gott. Þær eru falleg blóm sem vaxa hlið við hlið, en þó ekki það nálægt að þeim skorti súrefni. Fallegt bandalag tveggja einstaklinga.
Núna fer svo að líða að bryllupi. Til hamingju yndislegu vinkonur mínar.
(Kolla, smá walk down memory lane frá Danmerkur-Íslands tímum ;))
I'd give up forever to touch you
'Cause I know that you feel me somehow
You're the closest to heaven that I'll ever be
And I don't want to go home right now
And all I can taste is this moment
And all I can breathe is your life
'Cause sooner or later it's over
I just don't want to miss you tonight
Núna fer svo að líða að bryllupi. Til hamingju yndislegu vinkonur mínar.
(Kolla, smá walk down memory lane frá Danmerkur-Íslands tímum ;))
I'd give up forever to touch you
'Cause I know that you feel me somehow
You're the closest to heaven that I'll ever be
And I don't want to go home right now
And all I can taste is this moment
And all I can breathe is your life
'Cause sooner or later it's over
I just don't want to miss you tonight
2 Comments:
Vá....ég fæ tár í augun þegar ég les þetta ..ekki vegna þess að lagið fái mig til að tárast heldur af því að þú ert svo góður vinur og mér þykir svo vænt um að þú munir eftir þessu sem ég sagði þér :)
takk fyrir að vera þú !!
Mér þykir vænt um þig
þín vinkona alltaf
Kolla
Ég man sæta.. *knús*
Skrifa ummæli
<< Home