HM.. ekki H&M.. heldur HM
Fyrir ekki svo löngu fannst mér knattspyrna verulega óáhugaverð íþrótt. Kjánalegur eltingarleikur um leðurtuðru. Fyrir ekki svo löngu stóð HM einungis fyrir Hennes og Mauritz, uppáhaldsbúð Íslendinga í útlöndum. Fyrir ekki svo löngu skildi ég ekkert í orðum eins og rangstaða, hornspyrna og fl. Hefði allt eins getað verið álegg ofan á brauð.
Viti menn. Í dag er ég orðin áhugamanneskja um fótbolta. Ég er þó enn amatör og þyki spyrja kjánalegra spurninga. En þökk sé góðu fólki er ég miklu nær. Eins hef ég gluggað aðeins í knattspyrnulögin mér til gamans. Í úrslitaleik HM, núna í kvöld, var ég t.d. fyrst til að hrópa "RANGSTAÐA!!!". Uhh, allt í lagi, pínulítið ýkt. Ég hrópaði það ekki beint, enda hefði það verið út úr karakter. En ég sagði það vissulega stundarhátt. Fannst þó fagnaðarlætin yfir því óþörf: "sko stelpuna, hún er að læra". Ekki eins og ég sé krakki að segja fyrstu orðin. Ég er eftir allt að nálgast þrítugt og ætti fyrir margt löngu að vera farin að þekkja rangstöðu í fótboltaleik. Ætli þetta hefði verið sagt við karlmann?! Maður spyr sig. En vegna fáránlegrar félagsmótunar þá þekkja eflaust flestir karlmenn á þrítugsaldri rangstöðu, en konur síður. En nóg um rangstöðu.
Ég hélt vart vatni yfir þessum leik. Ég velti öryggisvörðunum fyrir mér. Þeim sem standa og snúa andliti að áhorfendapöllum. Hvar ætli þeir hafi fundið nógu mikla anti-sportista til að taka þetta að sér? Vera á úrslitaleik í HM og snúa undan. Ég fylgdist grannt með þeim. Þeir stóðu sko sína pligt og hvergi mátti sjá mann kíkja á leikinn þrátt fyrir fagnaðarlæti.
En þessi leikur var æsilegur. Uppfullur af dramatík og spennu. Ég var þó beggja blands með hvoru liðinu ég ætti að halda. Frá amatörísku (nýyrði) sjónarhorni mínu fannst mér þó frönsku einstaklingarnir spila betur en Ítalir vera með betri liðsheild. Meiri samstaða þar. Falleg þessu trúrækni þeirra. Afar fögur sjón að sjá Buffon markmann Ítala lúta höfði og loka augum, e.t.v. að hugleiða, og jafnvel biðja, rétt fyrir vítaspyrnukeppnina. Meðan markmaður Frakka sat stífur meðan verið var að messa einhverju í eyra hans.
Synd að síðasti leikur Zidane skyldi fara svona. Hann tefldi á tæpasta vaði með vítaspyrnu sinni í byrjun leiks, en hafði þó mark að launum. Kannski er egóið orðið of stórt?! Skalli hans í bringu mótherja síns var með öllu óskiljanlegt. Maður veit svo sem ekki hvað þeim hefur farið á milli. En þó að Ítalinn hafi hvíslað orðum að honum eins og "þú ert lélegur í fótbolta gamli karl", "þú ert með skalla", "ég fór með mömmu þinni í bíó", eða hvað það er sem móðgar karlmenn mest, þá var þetta bara ekki í lagi, hreint og klárt ofbeldi. Þó var fallegt að Buffon hafi farið til hans og tekið utan um Zidane eftir að honum hafði verið dæmt rautt spjald. Buffon er góður. Ég held með Buffon. Eflaust kemur sagan út eftir nokkur ár. "Ævisaga Zidane; afhjúpun skallans". Kannski er hann leiður út af ótímabæru hárlosi sem svo varð að gremju sem svo leiddi hann að flöskunni. Tekur Maradonna á þetta. Þó vorkenni ég karlgreyinu. Ekki skemmtilegur lokasprettur. Trezeguet átti einnig samúð mína fyrir að skjóta svona svaðalega í stöngina í vítaspyrnukeppninni. Þung spor fyrir þann mann út af vellinum og ekki furða að hann hafi tekið silfurverðlaunapeninginn samstundis af sér.
Talandi um Maradonna. Hann skoraði úrslitamarkið gegn Englendingum á HM 1986. Gott hjá honum. Síðar kom svo í ljós að hann hafði skorað með hendinni, "hönd guðs", eins og frægt er. Samt héldu þeir titlinum. Ég geri mér grein fyrir því að erfitt er að vera dómari í svona leik. Það þarf að dæma en to tre. Eins og við sáum í kvöld. Fyrsta vítaspyrnan dæmd er umdeild, sem og sú síðari óvítaspyrnan, sem sumir telja að hefði átt að vera vítaspyrna. Eflaust verður þetta skoðað fram og aftur á myndböndum og eitthvað nýtt gæti komið í ljós. Eitthvað sem hefði e.t.v. haft úrslitaþýðingu fyrir annað hvort liðið. Hvað varð um reglur eins og t.d. "endurupptöku leiks ef upp kemst um svindl eða ranga dóma", í annars regluglöðum íþróttaleik?! Eins þessir dramatísku leikþættir leikmanna oft á tíðum, þeir liggja grenjandi þangað til búið er að dæma. Ronaldo er gott dæmi og núna vill litla skinnið fara til Real Madrid af ótta við breskar fótboltabullur. Mér finnst svona plat og óheiðarleiki ekki eiga við í keppni sem á að byggjast á drengilegum leik. Þessir gaurar eru fordæmi margra krakka út um heim allan, sem dreymir um að feta í fótspor þeirra. Fyllast nú slysadeildir heimsins af brjóstmeiðslum eftir skalla ("ég gerði bara eins og Zidane") og kennt verður "hvernig á þykjast vera felldur í teig til að fá vítaspyrnu.103" í öllum barnaskólum?! Maður spyr sig hvar þetta endar allt saman.
En ég ætla að hafa gaman af þessu ... þangað til þeir fara að ganga með byssur og hnúajárn í leik og umbinn situr í stúkunni og dæmir leiklistarframmistöðu.
Þar dreg ég línuna.
Lifið heil.
Viti menn. Í dag er ég orðin áhugamanneskja um fótbolta. Ég er þó enn amatör og þyki spyrja kjánalegra spurninga. En þökk sé góðu fólki er ég miklu nær. Eins hef ég gluggað aðeins í knattspyrnulögin mér til gamans. Í úrslitaleik HM, núna í kvöld, var ég t.d. fyrst til að hrópa "RANGSTAÐA!!!". Uhh, allt í lagi, pínulítið ýkt. Ég hrópaði það ekki beint, enda hefði það verið út úr karakter. En ég sagði það vissulega stundarhátt. Fannst þó fagnaðarlætin yfir því óþörf: "sko stelpuna, hún er að læra". Ekki eins og ég sé krakki að segja fyrstu orðin. Ég er eftir allt að nálgast þrítugt og ætti fyrir margt löngu að vera farin að þekkja rangstöðu í fótboltaleik. Ætli þetta hefði verið sagt við karlmann?! Maður spyr sig. En vegna fáránlegrar félagsmótunar þá þekkja eflaust flestir karlmenn á þrítugsaldri rangstöðu, en konur síður. En nóg um rangstöðu.
Ég hélt vart vatni yfir þessum leik. Ég velti öryggisvörðunum fyrir mér. Þeim sem standa og snúa andliti að áhorfendapöllum. Hvar ætli þeir hafi fundið nógu mikla anti-sportista til að taka þetta að sér? Vera á úrslitaleik í HM og snúa undan. Ég fylgdist grannt með þeim. Þeir stóðu sko sína pligt og hvergi mátti sjá mann kíkja á leikinn þrátt fyrir fagnaðarlæti.
En þessi leikur var æsilegur. Uppfullur af dramatík og spennu. Ég var þó beggja blands með hvoru liðinu ég ætti að halda. Frá amatörísku (nýyrði) sjónarhorni mínu fannst mér þó frönsku einstaklingarnir spila betur en Ítalir vera með betri liðsheild. Meiri samstaða þar. Falleg þessu trúrækni þeirra. Afar fögur sjón að sjá Buffon markmann Ítala lúta höfði og loka augum, e.t.v. að hugleiða, og jafnvel biðja, rétt fyrir vítaspyrnukeppnina. Meðan markmaður Frakka sat stífur meðan verið var að messa einhverju í eyra hans.
Synd að síðasti leikur Zidane skyldi fara svona. Hann tefldi á tæpasta vaði með vítaspyrnu sinni í byrjun leiks, en hafði þó mark að launum. Kannski er egóið orðið of stórt?! Skalli hans í bringu mótherja síns var með öllu óskiljanlegt. Maður veit svo sem ekki hvað þeim hefur farið á milli. En þó að Ítalinn hafi hvíslað orðum að honum eins og "þú ert lélegur í fótbolta gamli karl", "þú ert með skalla", "ég fór með mömmu þinni í bíó", eða hvað það er sem móðgar karlmenn mest, þá var þetta bara ekki í lagi, hreint og klárt ofbeldi. Þó var fallegt að Buffon hafi farið til hans og tekið utan um Zidane eftir að honum hafði verið dæmt rautt spjald. Buffon er góður. Ég held með Buffon. Eflaust kemur sagan út eftir nokkur ár. "Ævisaga Zidane; afhjúpun skallans". Kannski er hann leiður út af ótímabæru hárlosi sem svo varð að gremju sem svo leiddi hann að flöskunni. Tekur Maradonna á þetta. Þó vorkenni ég karlgreyinu. Ekki skemmtilegur lokasprettur. Trezeguet átti einnig samúð mína fyrir að skjóta svona svaðalega í stöngina í vítaspyrnukeppninni. Þung spor fyrir þann mann út af vellinum og ekki furða að hann hafi tekið silfurverðlaunapeninginn samstundis af sér.
Talandi um Maradonna. Hann skoraði úrslitamarkið gegn Englendingum á HM 1986. Gott hjá honum. Síðar kom svo í ljós að hann hafði skorað með hendinni, "hönd guðs", eins og frægt er. Samt héldu þeir titlinum. Ég geri mér grein fyrir því að erfitt er að vera dómari í svona leik. Það þarf að dæma en to tre. Eins og við sáum í kvöld. Fyrsta vítaspyrnan dæmd er umdeild, sem og sú síðari óvítaspyrnan, sem sumir telja að hefði átt að vera vítaspyrna. Eflaust verður þetta skoðað fram og aftur á myndböndum og eitthvað nýtt gæti komið í ljós. Eitthvað sem hefði e.t.v. haft úrslitaþýðingu fyrir annað hvort liðið. Hvað varð um reglur eins og t.d. "endurupptöku leiks ef upp kemst um svindl eða ranga dóma", í annars regluglöðum íþróttaleik?! Eins þessir dramatísku leikþættir leikmanna oft á tíðum, þeir liggja grenjandi þangað til búið er að dæma. Ronaldo er gott dæmi og núna vill litla skinnið fara til Real Madrid af ótta við breskar fótboltabullur. Mér finnst svona plat og óheiðarleiki ekki eiga við í keppni sem á að byggjast á drengilegum leik. Þessir gaurar eru fordæmi margra krakka út um heim allan, sem dreymir um að feta í fótspor þeirra. Fyllast nú slysadeildir heimsins af brjóstmeiðslum eftir skalla ("ég gerði bara eins og Zidane") og kennt verður "hvernig á þykjast vera felldur í teig til að fá vítaspyrnu.103" í öllum barnaskólum?! Maður spyr sig hvar þetta endar allt saman.
En ég ætla að hafa gaman af þessu ... þangað til þeir fara að ganga með byssur og hnúajárn í leik og umbinn situr í stúkunni og dæmir leiklistarframmistöðu.
Þar dreg ég línuna.
Lifið heil.
5 Comments:
sko! ég er nú svo mikil áhugamanneskja um fótbolta og ég hætti lesningu á miðri leið! En ég er stolt fyrir þína hönd, kannski að ég verði fótboltafan ein daginn? hver veit?
Þú ert komin langan veg á stuttum tíma sem knattspyrnuáhugamanneskja. Alls ekki svo galinn pistill hjá þér út frá knattspyrnusjónarmiðum.
Faglega unninn, skrifaður með gagnrýnum augum þess sem vill skilja það sem fram fer í vinsælustu íþrótt veraldar. Við "fagmennirnir" þurfum oft fólk eins og þig og Þorstein Joð til að benda okkur á hið augljósa í því flókna í leiknum fallega.
Ég var líka upp með mér þegar þú talaðir um "Hönd Guðs" - það er einhver ótrúlegasti og dramatískasti knattspyrnuleikur allra tíma. Goðsagnakennt stuff.
Hjördís: Þú hættir ekkert í miðri færslu, það er bara ekki leyfilegt. Þú af öllum ættir að vita að læknaritarar skrifa hraðar en flestir og því jafnvel oft aðeins of mikið ;)
BB: Ég er verulega upp með mér. Eins þykir mér fallegt að þú sjáir hvað fólk eins og ég og Þorsteinn J höfum íþróttinni að gefa. Þó finnst mér Steini J fá aðeins meiri athygli en ég, en hann er auðvitað búinn að vera lengur að og svona.
Einhvern tímann hér í den heyrði ég af "Hönd guðs" og það var greypt í huga minn, þrátt fyrir áhugaleysi um fótbolta. Ég ætti kannski að grafa upp fleiri fróðsleiksmuna og imponera íþróttafréttamenn sem þig.
En þú veist hvar ég er, bara símtal í burtu, ef þig vantar e-n til að leysa þig af, já eða co-writer ;) (gæti þó verið risky fyrir þig, vegna hæfileika minna sjáðu til)
Úff, hvað þetta er langt blogg! Ég bara ræð ekki við svona langa lesningu!!
hálviti, Argentína spilaði við England í undanúrslitum '86. Úrslitaleikurinn var á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands...
Skrifa ummæli
<< Home