þriðjudagur, júlí 11, 2006

Kjálkasígandi..

-Tvær konur voru rændar með nokkurra daga millibili í Þingholtunum um hábjartan dag. Þær voru báðar á níræðisaldri og voru með veskið hangandi á löbbunni sinni.
Þetta finnst mér afar ljótt.

-Kryddpían Mel B. og Eddie Murphy eru búin að vera kærustupar í 3 vikur. Hún er búin að láta húðflúra nafn hans á vör sína, enda búin að finna þann eina rétta.
Þetta kalla ég að vera spontant og viss í sinni sök.

-Robbie Williams er tengdasonur Íslands. Hann á íslenska kærustu. Hún er rauðhærð. Heyrirðu það Auja, það er til fullt af rauðhærðu fólki. (og Kristín Þóra, hann kynntist henni á bar í Kaupmannahöfn *blikk-blikk*)

-Michael Jackson ætlar að giftast barnfóstru sinni til að halda forræði yfir börnunum sínum. Það eru nefnilega til leyniskjöl þess efnis, og nú verða allir mjög hissa, að Michael er ekki líffræðilegur faðir barna sinna. Ónefndur sæðisgjafi kom við sögu. Þetta kemur svo sannarlega á óvart, hvern hefði grunað það?!

-Billy Joel vill ekki vera hampað sem AA-manni. Enda hafði hann fulla stjórn á drykkju sinni þangað til hann fór í meðferð. En í forvarnarskyni, ef ske kynni að hann skyldi missa stjórn, þá fór hann í meðferð. Þetta kalla ég að vera séður.

-Í dag rignir. Það kemur svo sannarlega á óvart.


Kjálkasígandi fréttahorni er lokið.

Bless.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þakka þér fyrir vonargneistann Hulda mín.
kristinthora

júlí 11, 2006  
Blogger huldan said...

Þú veist að ég ber hag þinn fyrir brjósti Kristín mín. Þú ert auðvitað leikkona, maður eins og Robbie gæti t.d. komið þér á hvíta tjaldið. Hann gæti allavega samið um þig lag.. þú gætir orðið næsta Brynja.

Mundu bara hver gaukaði að þér hugmyndinni.. þegar þið Robbi gangið rauða dregilinn.

júlí 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hugsaðu þér...Þá verð ég ekki lengur Kristín heldur Kristín Williams...hvað gerði ég án þín. Þú verður brúðarmær, hiklaust og ég ætla líka að krefjast þess að þú spilir undir á gítar í laginu sem hann semur! k

júlí 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

...og dobbla Dodda á orgelið:)

júlí 11, 2006  
Blogger huldan said...

Kristín Williams, ég sé um orgelleikinn, enda er ég með gráðu í orgelleik, grínlaust. Hef reyndar ekki spilað fyrir margmenni síðan á vorhátíðinni á Broadway forðum daga, en þá var ég með bleikar grifflur. Ég skal sleppa þeim í brúðkaupinu þínu, enda passa þær örugglega ekki við kjólinn.
Doddi verður á hliðarlínunni og læknar þá sem falla í yfirlið yfir stórfenglegri fegurð þinni. Þarft eiginlega heilt crew í það, bróðir hans og eiginkona geta eflaust tekið það að sér líka.

júlí 11, 2006  
Blogger bullogsteypa said...

Sko sæði úr Michael Jackson er eitthvað það óhugnanlegasta sem ég get hugsað mér. Þetta eru eiginlega gleðitíðindi!

júlí 12, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home