föstudagur, júlí 14, 2006

Pæling..

"Talandi um Maradonna. Hann skoraði úrslitamarkið gegn Englendingum á HM 1986".

"hálviti, Argentína spilaði við England í undanúrslitum '86. Úrslitaleikurinn var á milli Argentínu og Vestur-Þýskalands...".

"..í leik á móti Englandi árið 1986 þegar Maradonna skoraði með höndinni sinni (Hönd Guðs) en eftir spennandi fyrri hálfleik þar sem ekkert mark var skorað dró til mikilla tíðinda á 51. mínútu. Steve Hodge ætlaði að hreinsa frá marki Englendinga en tókst ekki betur til en svo að boltinn fór hátt upp í loft inn í vítateig Englendinga og hinn knái Diego Maradonna elti boltann og stökk upp og sló boltann í netið áður en markmaður Englendinga Peter Shilton náði að komast í hann. Englendingar sturluðust eins og mátti búast við en dómari leiksinns, Túnisbúinn Bennaceur dæmdi mark. Maradonna sagði eftir leikinn að hönd Guðs hefði skorað markið fræga". (Stolið, takk fyrir lánið)

=úrslitamarkið GEGN Englendingum þýðir úrslitamark í ÞEIM leik. Ekki lokaatrenna heimsmeistaramótsins 1986, heldur Argentína GEGN Englandi. Argentína gegn Vestur-Þýskalandi er svo allt annar handleggur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home